Verjum norræna velferð! Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna skrifar 14. janúar 2016 07:00 Norðurlöndin eru ávallt efst í alþjóðlegum mælingum um heimsins besta svæði til að búa á. Það kemur ekki á óvart. Við búum við mestu lífsgæðin og velferðarkerfi sem skapar tækifæri til menntunar, hagsældar og frelsis fyrir alla. Við höfum hátt atvinnustig, erum komin langt með að auka jafnrétti kynjanna, atvinnumarkaður okkar er nútímalegur og við erum í fararbroddi í tæknilegri þróun. Það er engin tilviljun að fimm ríki á jaðarsvæði jarðar, sem fyrir einungis hundrað árum glímdu við mikla fátækt og fólksflótta, hafi náð þessum árangri. Það leiðir af norrænni jafnaðarstefnu og verkalýðsbaráttu fyrir frelsi og jafnrétti, af vinnusemi milljóna manna og staðfestu um gildin: „gerðu skyldu þína, krefstu réttar þíns“. En nú er sótt að sjálfum grundvallargildunum sem gera Norðurlöndin svo sterk. Rétt eins og þegar hnattvæðingin hófst fyrir 25 árum síðan, halda hægrimenn í dag því fram að ekki sé lengur mögulegt að viðhalda mikilli velferð og þess í stað verðum við að leggja áherslu á að lækka laun og einfalda störf. Þá stóðu Norðurlöndin frammi fyrir mikill áskorun, þegar alþjóðlega efnahagskerfið breyttist, með afreglun markaðarins og gríðarlegri aukningu á ódýru vinnuafli í Kína, Indlandi og gömlu austurblokkinni.Norræna módelið sýndi styrk sinn En norræna módelið sýndi styrk sinn. Með fjárfestingu í menntun, samkeppni og sameiginlegum kröftum tókst Norðurlöndunum betur en nokkru öðru svæði að mæta hröðum og stórum samfélagsbreytingum. Við völdum leið aukinnar færni í stað lágra launa. Það sama á við í dag. Ef við gefum eftir og lækkum laun, fjölgum tímabundnum störfum og drögum úr velferð, þá munu Norðurlöndin breytast í ríki þar sem lífsgæði tapast hratt. Þar sem fáir fá mikið og þar sem margir verða fastir í láglaunastörfum og ríkin okkar tapa framleiðni, aðlögunarhæfni og samkeppnishæfni. Alþjóðahagfræðingar hafa undrast hversu vel norrænu ríkin hafa tekist á við hnattvæðinguna. Árið 2012 hóf SAMAK, samtök norrænna jafnaðarflokka og verkalýðshreyfingar, vinnu við að athuga hvernig norræna módelið getur best mætt áskorunum framtíðar. NordMod2030-verkefnið sýnir fram á að ábyrg efnahagspólitík, kerfi almannatrygginga sem tryggir víðtæk réttindi og vel skipulagt atvinnulíf eru þrjár grunnstoðir norræna módelsins. Við verðum að verja og þróa þessar stoðir, ekki að grafa undan þeim. Það á ekki síst við á tímum hraðra breytinga og stórra áfalla. Hægrimenn segja að við verðum að snúa af leið norræna módelsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum. Þörfin fyrir grundvallarafstöðu verkalýðshreyfingarinnar um frelsi, jafnrétti, samstöðu og vinnusemi hefur ekki verið mikilvægari í langan tíma.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarStefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksinsJonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksinsMette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksinsAntti Rinne, formaður finnska jafnaðarmannaflokksinsGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO – verkalýðshreyfingarinnar í SvíþjóðGerd Kristiansen, formaður LO, norsku launþegasamtakannaLizette Risgaard, formaður LO, dönsku launþegahreyfingarinnarMatti Tukiainen, formaður SAK í Finnlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru ávallt efst í alþjóðlegum mælingum um heimsins besta svæði til að búa á. Það kemur ekki á óvart. Við búum við mestu lífsgæðin og velferðarkerfi sem skapar tækifæri til menntunar, hagsældar og frelsis fyrir alla. Við höfum hátt atvinnustig, erum komin langt með að auka jafnrétti kynjanna, atvinnumarkaður okkar er nútímalegur og við erum í fararbroddi í tæknilegri þróun. Það er engin tilviljun að fimm ríki á jaðarsvæði jarðar, sem fyrir einungis hundrað árum glímdu við mikla fátækt og fólksflótta, hafi náð þessum árangri. Það leiðir af norrænni jafnaðarstefnu og verkalýðsbaráttu fyrir frelsi og jafnrétti, af vinnusemi milljóna manna og staðfestu um gildin: „gerðu skyldu þína, krefstu réttar þíns“. En nú er sótt að sjálfum grundvallargildunum sem gera Norðurlöndin svo sterk. Rétt eins og þegar hnattvæðingin hófst fyrir 25 árum síðan, halda hægrimenn í dag því fram að ekki sé lengur mögulegt að viðhalda mikilli velferð og þess í stað verðum við að leggja áherslu á að lækka laun og einfalda störf. Þá stóðu Norðurlöndin frammi fyrir mikill áskorun, þegar alþjóðlega efnahagskerfið breyttist, með afreglun markaðarins og gríðarlegri aukningu á ódýru vinnuafli í Kína, Indlandi og gömlu austurblokkinni.Norræna módelið sýndi styrk sinn En norræna módelið sýndi styrk sinn. Með fjárfestingu í menntun, samkeppni og sameiginlegum kröftum tókst Norðurlöndunum betur en nokkru öðru svæði að mæta hröðum og stórum samfélagsbreytingum. Við völdum leið aukinnar færni í stað lágra launa. Það sama á við í dag. Ef við gefum eftir og lækkum laun, fjölgum tímabundnum störfum og drögum úr velferð, þá munu Norðurlöndin breytast í ríki þar sem lífsgæði tapast hratt. Þar sem fáir fá mikið og þar sem margir verða fastir í láglaunastörfum og ríkin okkar tapa framleiðni, aðlögunarhæfni og samkeppnishæfni. Alþjóðahagfræðingar hafa undrast hversu vel norrænu ríkin hafa tekist á við hnattvæðinguna. Árið 2012 hóf SAMAK, samtök norrænna jafnaðarflokka og verkalýðshreyfingar, vinnu við að athuga hvernig norræna módelið getur best mætt áskorunum framtíðar. NordMod2030-verkefnið sýnir fram á að ábyrg efnahagspólitík, kerfi almannatrygginga sem tryggir víðtæk réttindi og vel skipulagt atvinnulíf eru þrjár grunnstoðir norræna módelsins. Við verðum að verja og þróa þessar stoðir, ekki að grafa undan þeim. Það á ekki síst við á tímum hraðra breytinga og stórra áfalla. Hægrimenn segja að við verðum að snúa af leið norræna módelsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum. Þörfin fyrir grundvallarafstöðu verkalýðshreyfingarinnar um frelsi, jafnrétti, samstöðu og vinnusemi hefur ekki verið mikilvægari í langan tíma.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarStefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksinsJonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksinsMette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksinsAntti Rinne, formaður finnska jafnaðarmannaflokksinsGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO – verkalýðshreyfingarinnar í SvíþjóðGerd Kristiansen, formaður LO, norsku launþegasamtakannaLizette Risgaard, formaður LO, dönsku launþegahreyfingarinnarMatti Tukiainen, formaður SAK í Finnlandi
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun