Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2016 19:15 Þýsk stjórnvöld ætla að herða á reglum um hælisleitendur þannig að það verði erfiðara fyrir þá að fá fjölskyldumeðli sína á eftir þeim til Þýskalands. Þá verður þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd til að stöðva flóttamannastraum frá þeim. Stjórnarflokkarnir þýsku, Kristilegir demókratar flokkur Angelu Merkel kanslara og Sósíaldemókratar, hafa náð samkomulagi um hertari reglur um hælisleitendur. En um ein milljón flóttamanna kom til Þýskalands á síðasta ári, fleiri en til nokkurs annars ríkis í Evrópu. Nýju reglurnar eru hluti af því sem þýsk stjórnvöld kalla áætlun þrjú í flóttamannamálum. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði á fréttamannafundi í dag að nýju reglurnar afnæmu rétt þeirra sem hefðu stöðu hælisleitenda til að fá til sín fjölskyldumeðlimi í tvö ár. Eð tveimur árum liðnum myndu núgildandi lög taka aftur gildi. Þá verður ferlinu við að flytja þá flóttamenn úr landi sem hafa fengið höfnun við hælisleit flýtt. „Að auki höfum við ákveðið að flokka Marokkó, Alsír og Túnis í hóp öruggra landa. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir ríkisstjórnina bráðlega og við höfum greint þessum ríkjum frá ætlun okkar,” sagði Merkel. Hælisleitendur frá þessum löndum verða því sendir til baka til síns heima um leið og lög þar að lútandi hafa verið samþykkt. Marokkó hefur nú þegar samþykkt að taka á móti hælisleitendum frá Þýskalandi en ekki liggur fyrir hversu fljótt lög um brottflutninginn og skilgreiningu landanna þriggja sem öruggra landa liggur fyrir. Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra og varakanslari, segir þó mikilvægara að innleiða nýju reglurnar með gát en að gera það í flýti, þótt frumvarpið fái að öllum líkindum skjóta afgreiðslu í ríkisstjórn. Árásum á heimili hælisleitenda í Þýskalandi fjölgaði úr tæplega tvö hundruð í rúmlega þúsund á síðasta ári frá árinu á undan. Í nær öllum tilvikum eru hægri öfgamenn grunaðir um árásirnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17 Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30 Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Þýsk stjórnvöld ætla að herða á reglum um hælisleitendur þannig að það verði erfiðara fyrir þá að fá fjölskyldumeðli sína á eftir þeim til Þýskalands. Þá verður þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd til að stöðva flóttamannastraum frá þeim. Stjórnarflokkarnir þýsku, Kristilegir demókratar flokkur Angelu Merkel kanslara og Sósíaldemókratar, hafa náð samkomulagi um hertari reglur um hælisleitendur. En um ein milljón flóttamanna kom til Þýskalands á síðasta ári, fleiri en til nokkurs annars ríkis í Evrópu. Nýju reglurnar eru hluti af því sem þýsk stjórnvöld kalla áætlun þrjú í flóttamannamálum. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði á fréttamannafundi í dag að nýju reglurnar afnæmu rétt þeirra sem hefðu stöðu hælisleitenda til að fá til sín fjölskyldumeðlimi í tvö ár. Eð tveimur árum liðnum myndu núgildandi lög taka aftur gildi. Þá verður ferlinu við að flytja þá flóttamenn úr landi sem hafa fengið höfnun við hælisleit flýtt. „Að auki höfum við ákveðið að flokka Marokkó, Alsír og Túnis í hóp öruggra landa. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir ríkisstjórnina bráðlega og við höfum greint þessum ríkjum frá ætlun okkar,” sagði Merkel. Hælisleitendur frá þessum löndum verða því sendir til baka til síns heima um leið og lög þar að lútandi hafa verið samþykkt. Marokkó hefur nú þegar samþykkt að taka á móti hælisleitendum frá Þýskalandi en ekki liggur fyrir hversu fljótt lög um brottflutninginn og skilgreiningu landanna þriggja sem öruggra landa liggur fyrir. Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra og varakanslari, segir þó mikilvægara að innleiða nýju reglurnar með gát en að gera það í flýti, þótt frumvarpið fái að öllum líkindum skjóta afgreiðslu í ríkisstjórn. Árásum á heimili hælisleitenda í Þýskalandi fjölgaði úr tæplega tvö hundruð í rúmlega þúsund á síðasta ári frá árinu á undan. Í nær öllum tilvikum eru hægri öfgamenn grunaðir um árásirnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17 Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30 Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00 Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00 Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt Þýskaland getur komist í úrslitaleik EM í handbolta í kvöld. 29. janúar 2016 12:17
Saka lögreglu um að hylma yfir nauðgun á 13 ára stúlku Utanríkisráðherra Rússlands segir greinilegt að flóttamenn hafi nauðgað stúlkunni og lögreglan þegi um það. 28. janúar 2016 11:30
Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokkunarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. 27. janúar 2016 07:00
Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Samkvæmt hugmyndum Hollendinga ætti Evrópusambandið að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Svíar segjast ætla að senda 60 til 80 þúsund flóttamenn til baka á næstu árum. 29. janúar 2016 07:00
Árásir á heimili fyrir hælisleitendur í Þýskalandi fimmfaldast Lögregla segir árásir á slík heimili hafa verið 1.005 talsins á síðasta ári, borið saman við 199 árið 2014. 29. janúar 2016 13:05