Hugsum um góðæri Magnús Guðmundsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Fyrir rúmu ári seldi Landsbankinn, sem er þrátt fyrir allt enn í eigu þjóðarinnar, ríflega þrjátíu prósenta hlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun án þess að gera það í opnu ferli. Aðeins var rætt við einn kaupendahóp og salan fór fram á bak við luktar dyr á 2,2 milljarða. Það eru miklir peningar. En nú hefur komið í ljós að þetta voru alltof litlir peningar. Bankinn hefði átt að fá miklu meira fyrir sína eign og þar með varð eigandi bankans, enn þá almenningur ári síðar, af gríðarlegum fjárhæðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk svo langt að kalla þessi viðskipti „augljóst klúður“ og það er svo sannarlega óhætt að taka undir það. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki eins djúpt í árinni enda í afleitri stöðu til þess að tjá sig um málið þar sem á meðal kaupenda að Borgun voru honum náskyldir aðilar. Það þýðir ekki að ástæða sé til þess að saka Bjarna um aðkomu að málinu en það sýnir okkur öllum, og þá ekki síst Bjarna sem auðvitað vill ekki að almenningur haldi eitthvað misjafnt um sig, að slík viðskipti verða alltaf að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Á meðal þeirra sem hafa vakið máls á mikilvægi þess að sala eigna fari fram með gagnsæjum hætti er Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Annað sem kom fram í máli Ásgeirs Brynjars í viðtali í Speglinum á RÚV í gærkvöldi er ekki síður mikilvægt. En það er hvernig við sem samfélag ætlum að líta á banka og hvernig við viljum að bankastarfsemi þróist á komandi árum. Ásgeir Brynjar hefur reyndar áður bent á að þróunin í kjölfar bankahrunsins hér á landi virðist ekki vera með sama hætti og víða annars staðar í heiminum. Eftir hrun hefur þróunin víða verið sú hjá ríkisvaldinu að herða regluverkið og ekki síður að breyta viðhorfinu til eðlis bankastarfsemi. Að hætta að líta á banka sem ofurgróðafyrirtæki og líta frekar á þá sem eðlilegar fjármálaveitur fyrir bæði almenning sem og fyrirtæki sem skila þá eigendum skynsamlegum arði og ávöxtun fremur en ofurgróða. En á Íslandi hefur lítið breyst. Að minnsta kosti ekki ef litið er til þess ofurgróða sem bankarnir virðast vera að skila eigendum sínum og ef rifjuð eru upp ummæli bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar í fréttaþættinum Eyjunni á Stöð 2 að hér ríki „blússandi góðæri“ þó svo það hafi nú komið flatt upp á almenning. Þetta blússandi góðæri er kannski að finna í efnahagsreikningum bankanna og þá fylgja kannski bónusgreiðslur bankastjórnenda með. En það er ekki blússandi góðæri í íslensku samfélagi á meðal íslensks almennings sem á þó bankann sem Steinþór er að vinna fyrir. Borgunarmálið verður rannsakað og það verður vonandi rannsakað ofan í kjölinn. En við megum ekki láta þar staðar numið heldur þurfa íslensk stjórnvöld nú að láta þetta augljósa klúður sér að kenningu verða og endurhugsa fyrirkomulag bankaviðskipta á Íslandi. Þar þarf hver hugsun að miða að því að tryggja hagsmuni almennings, fólksins í landinu sem stjórnvöld vinna fyrir, umfram góðæri fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Magnús Guðmundsson Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári seldi Landsbankinn, sem er þrátt fyrir allt enn í eigu þjóðarinnar, ríflega þrjátíu prósenta hlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun án þess að gera það í opnu ferli. Aðeins var rætt við einn kaupendahóp og salan fór fram á bak við luktar dyr á 2,2 milljarða. Það eru miklir peningar. En nú hefur komið í ljós að þetta voru alltof litlir peningar. Bankinn hefði átt að fá miklu meira fyrir sína eign og þar með varð eigandi bankans, enn þá almenningur ári síðar, af gríðarlegum fjárhæðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk svo langt að kalla þessi viðskipti „augljóst klúður“ og það er svo sannarlega óhætt að taka undir það. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki eins djúpt í árinni enda í afleitri stöðu til þess að tjá sig um málið þar sem á meðal kaupenda að Borgun voru honum náskyldir aðilar. Það þýðir ekki að ástæða sé til þess að saka Bjarna um aðkomu að málinu en það sýnir okkur öllum, og þá ekki síst Bjarna sem auðvitað vill ekki að almenningur haldi eitthvað misjafnt um sig, að slík viðskipti verða alltaf að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Á meðal þeirra sem hafa vakið máls á mikilvægi þess að sala eigna fari fram með gagnsæjum hætti er Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Annað sem kom fram í máli Ásgeirs Brynjars í viðtali í Speglinum á RÚV í gærkvöldi er ekki síður mikilvægt. En það er hvernig við sem samfélag ætlum að líta á banka og hvernig við viljum að bankastarfsemi þróist á komandi árum. Ásgeir Brynjar hefur reyndar áður bent á að þróunin í kjölfar bankahrunsins hér á landi virðist ekki vera með sama hætti og víða annars staðar í heiminum. Eftir hrun hefur þróunin víða verið sú hjá ríkisvaldinu að herða regluverkið og ekki síður að breyta viðhorfinu til eðlis bankastarfsemi. Að hætta að líta á banka sem ofurgróðafyrirtæki og líta frekar á þá sem eðlilegar fjármálaveitur fyrir bæði almenning sem og fyrirtæki sem skila þá eigendum skynsamlegum arði og ávöxtun fremur en ofurgróða. En á Íslandi hefur lítið breyst. Að minnsta kosti ekki ef litið er til þess ofurgróða sem bankarnir virðast vera að skila eigendum sínum og ef rifjuð eru upp ummæli bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar í fréttaþættinum Eyjunni á Stöð 2 að hér ríki „blússandi góðæri“ þó svo það hafi nú komið flatt upp á almenning. Þetta blússandi góðæri er kannski að finna í efnahagsreikningum bankanna og þá fylgja kannski bónusgreiðslur bankastjórnenda með. En það er ekki blússandi góðæri í íslensku samfélagi á meðal íslensks almennings sem á þó bankann sem Steinþór er að vinna fyrir. Borgunarmálið verður rannsakað og það verður vonandi rannsakað ofan í kjölinn. En við megum ekki láta þar staðar numið heldur þurfa íslensk stjórnvöld nú að láta þetta augljósa klúður sér að kenningu verða og endurhugsa fyrirkomulag bankaviðskipta á Íslandi. Þar þarf hver hugsun að miða að því að tryggja hagsmuni almennings, fólksins í landinu sem stjórnvöld vinna fyrir, umfram góðæri fjármálafyrirtækja.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun