Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 23:50 Allt að annar hver flóttamaður sem kom til Svíþjóðar í fyrra getur átt von á því að vera fluttir á brott. vísir/getty Sænska ríkisstjórnin hefur beðið lögreglu og útlendingastofnun landsins um að undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna. Innanríkisráðherra landsins, Anders Ygeman, lýsir verkefninu sem mikilli áskorun og vill að leiguflugvélar verði brúkaðar til verksins. Þetta kemur fram á heimasíðum Dagens Industri og sænska ríkissjónvarpsins. Um 163.000 flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra og ollu talsverðu álagi á móttökukerfi landsins. Gangi áætlanirnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum.Anders Ygemanvísir/getty„Það verða að minnsta kosti 60.000 flóttamenn fluttir á brott en talan gæti náð 80.000,“ segir Ygeman í samtali við Dagens Industri. „Þetta er mikil áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að huga að því hvernig við förum með féð okkar og að auka samstarf og samvinnu á milli stofnanna.“ Bæði lögregla og ríkisstjórn eru sammála um að stefna að því að nota leiguvélar til verksins. Hingað til, við brottflutning flóttamanna, hafa stjórnvöld notast við venjuleg farþegaflug. Vonast er til þess að leiguvélarnar muni auka afköst verksins til muna. „Ég held að við munum sjá meira af leiguvélum, já,“ segir Ygeman. Það er von Svía hægt verði að flytja flóttamenn á brott í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en Ygeman fundaði í gær með Thomas de Maziere, þýskum starfsbróður sínum, vegna málsins. Stefnt er að því að grípa til fleiri aðgerða til að takmarka komu flóttamanna en meðal þess eru harðar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem nota ólöglega innflytjendur sem starfskraft. Óvíst er hvenær flutningarnir geta hafist. Biðin eftir niðurstöðu hjá útlendingaeftirlitinu er löng auk þess að lönd á borð við Marokkó og Afganistan eru ekki fús til að taka á móti borgurum sínum á ný samkvæmt frétt DI. Líklegt þykir að fyrstu flóttamennirnir fari með leiguvélunum í upphafi næsta árs. Flóttamenn Tengdar fréttir Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Sænska ríkisstjórnin hefur beðið lögreglu og útlendingastofnun landsins um að undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna. Innanríkisráðherra landsins, Anders Ygeman, lýsir verkefninu sem mikilli áskorun og vill að leiguflugvélar verði brúkaðar til verksins. Þetta kemur fram á heimasíðum Dagens Industri og sænska ríkissjónvarpsins. Um 163.000 flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra og ollu talsverðu álagi á móttökukerfi landsins. Gangi áætlanirnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum.Anders Ygemanvísir/getty„Það verða að minnsta kosti 60.000 flóttamenn fluttir á brott en talan gæti náð 80.000,“ segir Ygeman í samtali við Dagens Industri. „Þetta er mikil áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að huga að því hvernig við förum með féð okkar og að auka samstarf og samvinnu á milli stofnanna.“ Bæði lögregla og ríkisstjórn eru sammála um að stefna að því að nota leiguvélar til verksins. Hingað til, við brottflutning flóttamanna, hafa stjórnvöld notast við venjuleg farþegaflug. Vonast er til þess að leiguvélarnar muni auka afköst verksins til muna. „Ég held að við munum sjá meira af leiguvélum, já,“ segir Ygeman. Það er von Svía hægt verði að flytja flóttamenn á brott í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en Ygeman fundaði í gær með Thomas de Maziere, þýskum starfsbróður sínum, vegna málsins. Stefnt er að því að grípa til fleiri aðgerða til að takmarka komu flóttamanna en meðal þess eru harðar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem nota ólöglega innflytjendur sem starfskraft. Óvíst er hvenær flutningarnir geta hafist. Biðin eftir niðurstöðu hjá útlendingaeftirlitinu er löng auk þess að lönd á borð við Marokkó og Afganistan eru ekki fús til að taka á móti borgurum sínum á ný samkvæmt frétt DI. Líklegt þykir að fyrstu flóttamennirnir fari með leiguvélunum í upphafi næsta árs.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31
Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36
44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45
„Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00
Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56