Fullkominn seðlabankastjóri eyðir mestum tíma sínum í golfi Lars Christensen skrifar 27. janúar 2016 08:00 Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann sennilega ekki unnið vinnuna sína á réttan hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafnvirðisjafnvægi er að framfylgja peningamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatímabili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðugleikatímabilinu mikla báru markaðirnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðugleika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðlabankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem staðfestu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðugleika. Ef seðlabankinn er fyllilega trúverðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað peningaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafnvirðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvellinum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmiðinu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri peningamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bankinn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttakendur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peningaframboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlánaaukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabankastjórar eru svo svekktir þessa dagana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peningamálastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann sennilega ekki unnið vinnuna sína á réttan hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafnvirðisjafnvægi er að framfylgja peningamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatímabili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðugleikatímabilinu mikla báru markaðirnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðugleika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðlabankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem staðfestu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðugleika. Ef seðlabankinn er fyllilega trúverðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað peningaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafnvirðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvellinum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmiðinu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri peningamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bankinn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttakendur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peningaframboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlánaaukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabankastjórar eru svo svekktir þessa dagana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peningamálastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun