Framtíðarsýn, nýsköpun og tækniþróun Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 26. janúar 2016 11:19 Tækniþróunarsjóður gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn fellur undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og vinnur skv. stefnu Vísinda – og tækniráðs. Tækniþróunarsjóður er fjármagnaður af ríkissjóði í samræmi við fjárlög hvers árs og hefur sjóðurinn farið vaxandi frá stofnun hans árið 2004. Í nýjustu fjárlögum hækkuðu framlög til sjóðsins um 71% á milli ára og stendur nú í 2,3 milljörðum króna.Nýsköpun og tækniþróun í breyttum heimi Heimurinn er að ganga í gegnum eitt mesta og hraðasta breytingarskeið sögunnar. Tækni og nýsköpun spila þar lykilhlutverk, enda á tækniþróun sér engin mörk, nær yfir öll svið samfélagsins og snertir líf okkar allra. Breyttir tímar kalla einnig á nýsköpun og tæknilausnir hjá opinberum stofnunum til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem best. Ísland er ekki undanskilið þessari þróun.Mikilvæg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf Tækniþróunarsjóður styður verkefni á öllum sviðum atvinnulífins. Meðal þeirra sem Tækniþróunarsjóður hefur styrkt á mótunarárum eru hátæknifyrirtækið Marel, orkustjórnunarfyrirtækið Marorka, Lauf Forks sem þróar og framleiðir nýja tegund hjólagaffla, matarhönnunarverkefnið Stefnumót hönnuða og bænda, upplýsingatæknifyrirtækið Mentor, ORF Líftækni, Meniga sem sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir heimilisfjármál og lækningatæknifyrirtækið Nox Medical, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir mörg, ef ekki öll, þessara fyrirtækja hefur styrkur úr Tækniþróunarsjóði skipt sköpum fyrir framgang þeirra og vöxt.Fjölbreytni, framkvæmd og árangur Í ljósi stóraukins framlags til Tækniþróunarsjóðs, hefur sjóðurinn mótað nýja stefnu í víðtæku samráði við helstu aðila úr atvinnulífinu. Lykilorðin í nýrri framtíðarsýn eru fjölbreytni, framkvæmd og árangur.Hærri styrkir og snarpara ferli Meginmarkmið með nýrri stefnumótun eru að gera sjóðinn skilvirkari, opnari fyrir fleiri og fjölbreyttari umsóknum frá einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum og rannsóknarstofnunum. Til að stuðla að skilvirkari og öflugri stuðningi við nýsköpun leggur sjóðurinn nú áherslu á hærri styrki en snarpara ferli en verið hefur.Ísland og alþjóðleg samkeppnishæfni Tækniþróunarsjóður leggur einnig áherslu á að styðja alþjóðleg samstarfsverkefni sem Íslendingar eiga aðild að, til þess að auka þekkingu hérlendis og bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Ísland er í 29. sæti í samanburði á samkeppnishæfni þjóða skv. alþjóðlegri skýrslu Alþjóðlega efnahagsráðsins. Þar skorar Ísland hvað hæst í menntun og tækni, en lægst í flokknum markaðsstærð. Sókn á alþjóðlegan markað er sífellt mikilvægari í hnattvæddum heimi, þar sem landamæri í viðskiptum og á vinnumarkaði verða æ óljósari. Í því sambandi má nefna að útflutningstekjur hugbúnaðargeirans hafa vaxið um 20% árlega frá árinu 2010. Tækni- og hugverkaiðnaðurinn aflaði 23% gjaldeyristekna árið 2014 og 90% af tekjum leikjaiðnaðarins koma erlendis frá, svo dæmi séu nefnd.Hagnýting á rannsóknum Íslendingar mælast nokkuð vel þegar kemur að gerð rannsókna og birtingu ritrýndra greina. Það er hins vegar gjá á milli þessarar þekkingarsköpunar í rannsóknarsamfélaginu annars vegar og hagnýtingu hennar í atvinnulífinu hins vegar. Þessi gjá er þekkt vandamál víða um heim. Með nýjum styrkjarflokki, Hagnýt rannsóknarverkefni, vill Tækniþróunarsjóður brúa þessa gjá. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar nk.Fræ, Sproti, Vöxtur og Sprettur Tækniþróunarsjóður býður nú einnig upp á einkaleyfisstyrki og er opið fyrir umsóknir allt árið. Fræ er ný styrktarleið hjá Tækniþróunarsjóði sem miðar sérstaklega að því að auka nýliðun og höfða til frumkvöðla á fyrstu skrefum hugmyndar. Umsóknarferlið er einfaldara en í öðrum styrkjaflokkum og skil á niðurstöðum verkefnis á að liggja fyrir innan 5 mánaða. Umsóknarfrestur í Fræ rennur út 4. apríl nk. Styrkþegar eiga möguleika á áframhaldandi fjármögnun fyrir Fræ-verkefni, innan styrkjaflokksins Fyrirtækjastyrkur – Sproti, sem boðið verður upp á fyrir umsóknarfrestinn 15. september. Þar hafa styrkþegar möguleika á að fá allt að 10 m.kr ár ári í 2 ár, án kröfu um mótframlag.Þú nærð lengra... Fyrirtækjastyrkirnir Vöxtur og Sprettur eru svo nýjir og öflugri fyrirtækjastyrkir en verið hafa, sem opnað verður fyrir í umsóknarfrestinum sem rennur út 15. september nk. Í styrkjakerfi Tækniþróunarsjóðs er lögð áhersla á samfellu á milli styrkjaflokka, þannig að sjóðurinn geti styrkt vöxt og þróun lítilla og meðalstórra fyrirtækja og verkefna á ólíkum stigum í þróunar- og nýsköpunarferlinu og á fyrstu stigum markaðssetningar. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu sjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Tækniþróunarsjóður gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn fellur undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og vinnur skv. stefnu Vísinda – og tækniráðs. Tækniþróunarsjóður er fjármagnaður af ríkissjóði í samræmi við fjárlög hvers árs og hefur sjóðurinn farið vaxandi frá stofnun hans árið 2004. Í nýjustu fjárlögum hækkuðu framlög til sjóðsins um 71% á milli ára og stendur nú í 2,3 milljörðum króna.Nýsköpun og tækniþróun í breyttum heimi Heimurinn er að ganga í gegnum eitt mesta og hraðasta breytingarskeið sögunnar. Tækni og nýsköpun spila þar lykilhlutverk, enda á tækniþróun sér engin mörk, nær yfir öll svið samfélagsins og snertir líf okkar allra. Breyttir tímar kalla einnig á nýsköpun og tæknilausnir hjá opinberum stofnunum til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem best. Ísland er ekki undanskilið þessari þróun.Mikilvæg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf Tækniþróunarsjóður styður verkefni á öllum sviðum atvinnulífins. Meðal þeirra sem Tækniþróunarsjóður hefur styrkt á mótunarárum eru hátæknifyrirtækið Marel, orkustjórnunarfyrirtækið Marorka, Lauf Forks sem þróar og framleiðir nýja tegund hjólagaffla, matarhönnunarverkefnið Stefnumót hönnuða og bænda, upplýsingatæknifyrirtækið Mentor, ORF Líftækni, Meniga sem sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir heimilisfjármál og lækningatæknifyrirtækið Nox Medical, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir mörg, ef ekki öll, þessara fyrirtækja hefur styrkur úr Tækniþróunarsjóði skipt sköpum fyrir framgang þeirra og vöxt.Fjölbreytni, framkvæmd og árangur Í ljósi stóraukins framlags til Tækniþróunarsjóðs, hefur sjóðurinn mótað nýja stefnu í víðtæku samráði við helstu aðila úr atvinnulífinu. Lykilorðin í nýrri framtíðarsýn eru fjölbreytni, framkvæmd og árangur.Hærri styrkir og snarpara ferli Meginmarkmið með nýrri stefnumótun eru að gera sjóðinn skilvirkari, opnari fyrir fleiri og fjölbreyttari umsóknum frá einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum og rannsóknarstofnunum. Til að stuðla að skilvirkari og öflugri stuðningi við nýsköpun leggur sjóðurinn nú áherslu á hærri styrki en snarpara ferli en verið hefur.Ísland og alþjóðleg samkeppnishæfni Tækniþróunarsjóður leggur einnig áherslu á að styðja alþjóðleg samstarfsverkefni sem Íslendingar eiga aðild að, til þess að auka þekkingu hérlendis og bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Ísland er í 29. sæti í samanburði á samkeppnishæfni þjóða skv. alþjóðlegri skýrslu Alþjóðlega efnahagsráðsins. Þar skorar Ísland hvað hæst í menntun og tækni, en lægst í flokknum markaðsstærð. Sókn á alþjóðlegan markað er sífellt mikilvægari í hnattvæddum heimi, þar sem landamæri í viðskiptum og á vinnumarkaði verða æ óljósari. Í því sambandi má nefna að útflutningstekjur hugbúnaðargeirans hafa vaxið um 20% árlega frá árinu 2010. Tækni- og hugverkaiðnaðurinn aflaði 23% gjaldeyristekna árið 2014 og 90% af tekjum leikjaiðnaðarins koma erlendis frá, svo dæmi séu nefnd.Hagnýting á rannsóknum Íslendingar mælast nokkuð vel þegar kemur að gerð rannsókna og birtingu ritrýndra greina. Það er hins vegar gjá á milli þessarar þekkingarsköpunar í rannsóknarsamfélaginu annars vegar og hagnýtingu hennar í atvinnulífinu hins vegar. Þessi gjá er þekkt vandamál víða um heim. Með nýjum styrkjarflokki, Hagnýt rannsóknarverkefni, vill Tækniþróunarsjóður brúa þessa gjá. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar nk.Fræ, Sproti, Vöxtur og Sprettur Tækniþróunarsjóður býður nú einnig upp á einkaleyfisstyrki og er opið fyrir umsóknir allt árið. Fræ er ný styrktarleið hjá Tækniþróunarsjóði sem miðar sérstaklega að því að auka nýliðun og höfða til frumkvöðla á fyrstu skrefum hugmyndar. Umsóknarferlið er einfaldara en í öðrum styrkjaflokkum og skil á niðurstöðum verkefnis á að liggja fyrir innan 5 mánaða. Umsóknarfrestur í Fræ rennur út 4. apríl nk. Styrkþegar eiga möguleika á áframhaldandi fjármögnun fyrir Fræ-verkefni, innan styrkjaflokksins Fyrirtækjastyrkur – Sproti, sem boðið verður upp á fyrir umsóknarfrestinn 15. september. Þar hafa styrkþegar möguleika á að fá allt að 10 m.kr ár ári í 2 ár, án kröfu um mótframlag.Þú nærð lengra... Fyrirtækjastyrkirnir Vöxtur og Sprettur eru svo nýjir og öflugri fyrirtækjastyrkir en verið hafa, sem opnað verður fyrir í umsóknarfrestinum sem rennur út 15. september nk. Í styrkjakerfi Tækniþróunarsjóðs er lögð áhersla á samfellu á milli styrkjaflokka, þannig að sjóðurinn geti styrkt vöxt og þróun lítilla og meðalstórra fyrirtækja og verkefna á ólíkum stigum í þróunar- og nýsköpunarferlinu og á fyrstu stigum markaðssetningar. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu sjóðsins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun