Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2016 15:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun „augljóst klúður“ en þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, varðandi Borgunarmálið. Árni Páll hefur kallað eftir því að sala bankans á Borgun verði rannsökuð og spurði hann forsætisráðherra hvort hann væri sammála sér í því að slík rannsókn færi fram. Sagði Árni Páll það mikilvægt að rekja atburðarásina í málinu þar sem framundan væri mikil sala ríkiseigna. „Ég er sammála mati háttvirts þingmanns bæði varðandi mikilvægi þess að tryggja að ríkið fái sem mest fyrir þær eignir sem það ákveður að selja [...] og eins um að upplýsa þurfi um hvernig þetta gat gerst, niðurstaða sem er augljóst klúður,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að honum þætti eðlilegt að þingið myndi fylgja málinu eftir og fá svör við þeim spurningum sem Árni Páll hefur varpað fram og kvaðst Sigmundur styðja þingið í því. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun hefur verið gagnrýnd harðlega, ekki hvað síst seinustu vikur, eftir að í ljós kom að Borgun mun að öllum líkindum fá í sinn hlut milljarða greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Ekkert kemur hins vegar í hlut Landsbankans þar sem bankinn setti ekki inn ákvæði í samninginn um að ef að kaupum á Visa Europe yrði myndi hann fá þær greiðslur. Slíkt ákvæði var hins vegar að finna í samningi vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor þremur vikum áður, en Arion banki keypti hlut bankans. Landsbankinn segist ekki hafa vitað að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar á Visa Inc. á Visa Europe en bankinn hyggst að eigin frumkvæði skila Alþingi greinargerð um málið. Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun „augljóst klúður“ en þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, varðandi Borgunarmálið. Árni Páll hefur kallað eftir því að sala bankans á Borgun verði rannsökuð og spurði hann forsætisráðherra hvort hann væri sammála sér í því að slík rannsókn færi fram. Sagði Árni Páll það mikilvægt að rekja atburðarásina í málinu þar sem framundan væri mikil sala ríkiseigna. „Ég er sammála mati háttvirts þingmanns bæði varðandi mikilvægi þess að tryggja að ríkið fái sem mest fyrir þær eignir sem það ákveður að selja [...] og eins um að upplýsa þurfi um hvernig þetta gat gerst, niðurstaða sem er augljóst klúður,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að honum þætti eðlilegt að þingið myndi fylgja málinu eftir og fá svör við þeim spurningum sem Árni Páll hefur varpað fram og kvaðst Sigmundur styðja þingið í því. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun hefur verið gagnrýnd harðlega, ekki hvað síst seinustu vikur, eftir að í ljós kom að Borgun mun að öllum líkindum fá í sinn hlut milljarða greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Ekkert kemur hins vegar í hlut Landsbankans þar sem bankinn setti ekki inn ákvæði í samninginn um að ef að kaupum á Visa Europe yrði myndi hann fá þær greiðslur. Slíkt ákvæði var hins vegar að finna í samningi vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor þremur vikum áður, en Arion banki keypti hlut bankans. Landsbankinn segist ekki hafa vitað að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar á Visa Inc. á Visa Europe en bankinn hyggst að eigin frumkvæði skila Alþingi greinargerð um málið.
Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10
Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00
Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39