Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 13:26 Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir engar breytingar verða á fjölda íbúða, verslana og skrifstofa á Hafnartorgi, ef gengið yrði til samninga við stjórnarráðið um leigu á skrifstofuhúsnæði á svæðinu. Nú sé beðið nánari útfærslu á hugmyndum forsætisráðherra á breyttu útliti bygginga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að hafnar væru viðræður við Landstólpa þróunarfélag um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið í væntanlegum byggingum við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. En forsætisráðherra hefur gagnrýnt fyrirhugað útlit bygginganna harðlega sem og byggingarmagnið. Sagði forsætisráðherra að útliti húsanna yrði breytt ef hluti stjórnarráðsins flytti þangað inn. „Við höfum náttúrlega orðið varir við gagnrýni á verkefnið okkar frá forsætisráðherra. Við teljum rétt að staldra aðeins við og fá hugmyndir hans fram. Þannig að það er bara eðlilegt að menn setjist yfir það hvort að hægt sé að vinna málin þannig að allir séu sáttir. Það er sjálfsagt að skoða alla möguleika í þessu,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags.Fjöldi íbúða og verslana verður hinn sami Engar útlitstillögur hefðu enn borist frá forsætisráðuneytinu og nú biðu menn eftir þeim. Framkvæmdum muni ekki seinka vegna þessa því fyrirtækið gefi stjórnarráðinu frest til 12. febrúar til að skila inn tillögum. Þær muni hins vegar engu breyta um fjölda íbúða og verslana í húsunum. „Þessi hluti sem þeir koma til með að taka var alltaf hugsaður sem skrifstofur. Verkefnið skiptist í raun í einn þriðji verslanir, einn þriðji íbúðir og einn þriðji skrifstofur. Þannig að þetta smellpassar eiginlega við okkar áætlanir,“ segir Gísli Steinar. Skrifstofuhlutinn sé á bilinu sex til sjö þúsund fermetrar. Landstólpar hafa unnið að þessu verkefni í um tvö ár og segir Gísli Steinar hönnunarstarf á lokametrunum og framkvæmdir framundan. „Það er náttúrlega ekki hægt að umturna verkefninu,“ segir hann.En þið eruð tilbúnir til að fá tillögur um útlit húsanna frá forsætisráðuneytinu og athuga hvort hægt sé að verða við þeim á öllum byggingareitnum? „Já, við hlustum bara á allar góðar tillögur og vonandi er hægt að leiða þetta þannig að allir geti verið sáttir við einhverja endanlega niðurstöðu,“ segir Gísli Steinar. Þær muni hins vegar rúmast innan gildandi deiliskipulags og því þurfi borgin eða skipulagsyfirvöld hennar ekki að koma að því.En það felur væntanlega einhvern kostnað í sér ef þarf að endurteikna húsin? „Já óneitanlega. En eins og ég segi, ég veit ekki hversu viðamiklar hugmyndir eru í gangi. Þannig að að það verður bara gaman að sjá þær,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Stjórnmálavísir Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir engar breytingar verða á fjölda íbúða, verslana og skrifstofa á Hafnartorgi, ef gengið yrði til samninga við stjórnarráðið um leigu á skrifstofuhúsnæði á svæðinu. Nú sé beðið nánari útfærslu á hugmyndum forsætisráðherra á breyttu útliti bygginga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að hafnar væru viðræður við Landstólpa þróunarfélag um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið í væntanlegum byggingum við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. En forsætisráðherra hefur gagnrýnt fyrirhugað útlit bygginganna harðlega sem og byggingarmagnið. Sagði forsætisráðherra að útliti húsanna yrði breytt ef hluti stjórnarráðsins flytti þangað inn. „Við höfum náttúrlega orðið varir við gagnrýni á verkefnið okkar frá forsætisráðherra. Við teljum rétt að staldra aðeins við og fá hugmyndir hans fram. Þannig að það er bara eðlilegt að menn setjist yfir það hvort að hægt sé að vinna málin þannig að allir séu sáttir. Það er sjálfsagt að skoða alla möguleika í þessu,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags.Fjöldi íbúða og verslana verður hinn sami Engar útlitstillögur hefðu enn borist frá forsætisráðuneytinu og nú biðu menn eftir þeim. Framkvæmdum muni ekki seinka vegna þessa því fyrirtækið gefi stjórnarráðinu frest til 12. febrúar til að skila inn tillögum. Þær muni hins vegar engu breyta um fjölda íbúða og verslana í húsunum. „Þessi hluti sem þeir koma til með að taka var alltaf hugsaður sem skrifstofur. Verkefnið skiptist í raun í einn þriðji verslanir, einn þriðji íbúðir og einn þriðji skrifstofur. Þannig að þetta smellpassar eiginlega við okkar áætlanir,“ segir Gísli Steinar. Skrifstofuhlutinn sé á bilinu sex til sjö þúsund fermetrar. Landstólpar hafa unnið að þessu verkefni í um tvö ár og segir Gísli Steinar hönnunarstarf á lokametrunum og framkvæmdir framundan. „Það er náttúrlega ekki hægt að umturna verkefninu,“ segir hann.En þið eruð tilbúnir til að fá tillögur um útlit húsanna frá forsætisráðuneytinu og athuga hvort hægt sé að verða við þeim á öllum byggingareitnum? „Já, við hlustum bara á allar góðar tillögur og vonandi er hægt að leiða þetta þannig að allir geti verið sáttir við einhverja endanlega niðurstöðu,“ segir Gísli Steinar. Þær muni hins vegar rúmast innan gildandi deiliskipulags og því þurfi borgin eða skipulagsyfirvöld hennar ekki að koma að því.En það felur væntanlega einhvern kostnað í sér ef þarf að endurteikna húsin? „Já óneitanlega. En eins og ég segi, ég veit ekki hversu viðamiklar hugmyndir eru í gangi. Þannig að að það verður bara gaman að sjá þær,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Stjórnmálavísir Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira