Norræn samvinna um málefni flóttamanna Norrænir vinstriflokkar skrifar 22. janúar 2016 07:00 Straumur flóttafólks hefur leitt til þess að Norðurlöndin keppast nú við að loka landamærum sínum. Sterkustu stoðir norræns samstarfs, frjáls för og vegabréfafrelsi, riða nú til falls. Vegna áhrifa öfga hægriflokka í norrænum ríkisstjórnum má sjá stjórnvöld gera flóttamönnum erfiðara að nýta rétt sinn til að sækja um hæli. Vinstriflokkar í fimm löndum vilja hins vegar að Norðurlönd vinni saman að lausn á neyð flóttamanna og verji frjálsa för og vegabréfafrelsi. Mikilvægi samvinnunnar í þessari stöðu er ótvírætt. Hún á að vera á ýmsum stigum – norræn, evrópsk og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – byggð á mismunandi pólitískri stöðu. Þegar Evrópusambandið tekst á við mikla erfiðleika er sérlega mikilvægt að norrænar þjóðir starfi saman. Dyflinnarreglugerðin virkar ekki og í stað hennar þarf reglur sem tryggja hælisleitendum rétt og skipta ábyrgð milli móttökulanda á sanngjarnan hátt. Reglur um meðferð hælisleitenda í fyrsta komulandi þarf að afnema, því þær valda óviðráðanlegum aðstæðum í sumum löndum. Sameiningu fjölskyldna þarf að setja í forgang. Svarið getur ekki verið að sitja hjá meðan flóttamannabúðir á Grikklandi, Ítalíu og Makedóníu stækka. Og ekki heldur að nota Tyrki sem landamæralögreglu fyrir Evrópusambandið og launa þeim með því að gagnrýna ekki pólitískar ofsóknir.Það verður að deila ábyrgð Evrópa þarf samkomulag byggt á réttlátum grundvallarreglum um knýjandi verkefni. Það verður að deila ábyrgð á fólki á flótta milli evrópskra landa. Eins mörg lönd og hægt er verða að standa saman í því og þar er samvinna Norðurlandanna lykilatriði. Það getur líka verið kostur að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna taki að sér stærra hlutverk í að deila niður flóttamannakvóta. Frjáls för á Norðurlöndum er sögulegur vitnisburður um samvinnu þjóða sem hefur tryggt framfarir og sveigjanleika. Það þarf mikið til að réttlæta að víkja frá því með hertu landamæraeftirliti. Hert landamæraeftirlit gerir flóttamönnum erfiðara að komast til Norðurlanda. Það ýtir undir hættulegri flóttaleiðir og smygl á fólki. Þannig aukast dómínóáhrifin sem lokuð landamæri hafa í Evrópu. Norrænu vinstriflokkarnir styðja reglur um innflytjendur en við viljum ekki að landamærahindranir og hert eftirlit skerði rétt fólks til að sækja um hæli. Fólk sem kemur til Norðurlanda að vinna á að búa við sömu réttindi og kjör og aðrir launþegar. Við viljum ekki veikja atvinnuréttindi flóttamanna og skapa þannig B-deild á vinnumarkaði. Við viljum nýta starfsfærni flóttamanna og leggja áherslu á menntun og tungumálakunnáttu. Norrænn vinnumarkaður er sameiginlegur. Nota þarf allar færar leiðir, fyrst og fremst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til að leysa neyð Sýrlands. Norðurlönd þurfa að standa saman að virku samninga- og friðarferli til að finna pólitíska lausn á þeim átökum. Sameinast þarf um aukna þróunaraðstoð til lengri tíma en líka þurfa ríkari lönd að standa saman að nýrri Marshall-aðstoð ef friðarsamkomulag næst til að byggja upp innviði á þessu svæði. Ríkisstjórnir Norðurlanda verða þegar í stað að koma saman til að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Vinstriflokkarnir á Norðurlöndum standa að tillögum sem verja rétt fólks til að leita sér hælis og verja norræna samvinnu. Við krefjumst þess að ríkisstjórnir landanna taki ábyrgð og leiti lausna í sameiningu.Katrín JakobsdóttirVinstrihreyfingin - grænt framboðAudun LysbakkenSosialistisk Venstreparti, NoregiPaavo ArhinmäkiVasemmistoliitto, FinnlandiJohanne Schmidt-NielsenEnhedslisten, DanmörkuJonas Sjöstedt Vänsterpartiet, Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Straumur flóttafólks hefur leitt til þess að Norðurlöndin keppast nú við að loka landamærum sínum. Sterkustu stoðir norræns samstarfs, frjáls för og vegabréfafrelsi, riða nú til falls. Vegna áhrifa öfga hægriflokka í norrænum ríkisstjórnum má sjá stjórnvöld gera flóttamönnum erfiðara að nýta rétt sinn til að sækja um hæli. Vinstriflokkar í fimm löndum vilja hins vegar að Norðurlönd vinni saman að lausn á neyð flóttamanna og verji frjálsa för og vegabréfafrelsi. Mikilvægi samvinnunnar í þessari stöðu er ótvírætt. Hún á að vera á ýmsum stigum – norræn, evrópsk og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – byggð á mismunandi pólitískri stöðu. Þegar Evrópusambandið tekst á við mikla erfiðleika er sérlega mikilvægt að norrænar þjóðir starfi saman. Dyflinnarreglugerðin virkar ekki og í stað hennar þarf reglur sem tryggja hælisleitendum rétt og skipta ábyrgð milli móttökulanda á sanngjarnan hátt. Reglur um meðferð hælisleitenda í fyrsta komulandi þarf að afnema, því þær valda óviðráðanlegum aðstæðum í sumum löndum. Sameiningu fjölskyldna þarf að setja í forgang. Svarið getur ekki verið að sitja hjá meðan flóttamannabúðir á Grikklandi, Ítalíu og Makedóníu stækka. Og ekki heldur að nota Tyrki sem landamæralögreglu fyrir Evrópusambandið og launa þeim með því að gagnrýna ekki pólitískar ofsóknir.Það verður að deila ábyrgð Evrópa þarf samkomulag byggt á réttlátum grundvallarreglum um knýjandi verkefni. Það verður að deila ábyrgð á fólki á flótta milli evrópskra landa. Eins mörg lönd og hægt er verða að standa saman í því og þar er samvinna Norðurlandanna lykilatriði. Það getur líka verið kostur að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna taki að sér stærra hlutverk í að deila niður flóttamannakvóta. Frjáls för á Norðurlöndum er sögulegur vitnisburður um samvinnu þjóða sem hefur tryggt framfarir og sveigjanleika. Það þarf mikið til að réttlæta að víkja frá því með hertu landamæraeftirliti. Hert landamæraeftirlit gerir flóttamönnum erfiðara að komast til Norðurlanda. Það ýtir undir hættulegri flóttaleiðir og smygl á fólki. Þannig aukast dómínóáhrifin sem lokuð landamæri hafa í Evrópu. Norrænu vinstriflokkarnir styðja reglur um innflytjendur en við viljum ekki að landamærahindranir og hert eftirlit skerði rétt fólks til að sækja um hæli. Fólk sem kemur til Norðurlanda að vinna á að búa við sömu réttindi og kjör og aðrir launþegar. Við viljum ekki veikja atvinnuréttindi flóttamanna og skapa þannig B-deild á vinnumarkaði. Við viljum nýta starfsfærni flóttamanna og leggja áherslu á menntun og tungumálakunnáttu. Norrænn vinnumarkaður er sameiginlegur. Nota þarf allar færar leiðir, fyrst og fremst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til að leysa neyð Sýrlands. Norðurlönd þurfa að standa saman að virku samninga- og friðarferli til að finna pólitíska lausn á þeim átökum. Sameinast þarf um aukna þróunaraðstoð til lengri tíma en líka þurfa ríkari lönd að standa saman að nýrri Marshall-aðstoð ef friðarsamkomulag næst til að byggja upp innviði á þessu svæði. Ríkisstjórnir Norðurlanda verða þegar í stað að koma saman til að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Vinstriflokkarnir á Norðurlöndum standa að tillögum sem verja rétt fólks til að leita sér hælis og verja norræna samvinnu. Við krefjumst þess að ríkisstjórnir landanna taki ábyrgð og leiti lausna í sameiningu.Katrín JakobsdóttirVinstrihreyfingin - grænt framboðAudun LysbakkenSosialistisk Venstreparti, NoregiPaavo ArhinmäkiVasemmistoliitto, FinnlandiJohanne Schmidt-NielsenEnhedslisten, DanmörkuJonas Sjöstedt Vänsterpartiet, Svíþjóð.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun