Norræn samvinna um málefni flóttamanna Norrænir vinstriflokkar skrifar 22. janúar 2016 07:00 Straumur flóttafólks hefur leitt til þess að Norðurlöndin keppast nú við að loka landamærum sínum. Sterkustu stoðir norræns samstarfs, frjáls för og vegabréfafrelsi, riða nú til falls. Vegna áhrifa öfga hægriflokka í norrænum ríkisstjórnum má sjá stjórnvöld gera flóttamönnum erfiðara að nýta rétt sinn til að sækja um hæli. Vinstriflokkar í fimm löndum vilja hins vegar að Norðurlönd vinni saman að lausn á neyð flóttamanna og verji frjálsa för og vegabréfafrelsi. Mikilvægi samvinnunnar í þessari stöðu er ótvírætt. Hún á að vera á ýmsum stigum – norræn, evrópsk og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – byggð á mismunandi pólitískri stöðu. Þegar Evrópusambandið tekst á við mikla erfiðleika er sérlega mikilvægt að norrænar þjóðir starfi saman. Dyflinnarreglugerðin virkar ekki og í stað hennar þarf reglur sem tryggja hælisleitendum rétt og skipta ábyrgð milli móttökulanda á sanngjarnan hátt. Reglur um meðferð hælisleitenda í fyrsta komulandi þarf að afnema, því þær valda óviðráðanlegum aðstæðum í sumum löndum. Sameiningu fjölskyldna þarf að setja í forgang. Svarið getur ekki verið að sitja hjá meðan flóttamannabúðir á Grikklandi, Ítalíu og Makedóníu stækka. Og ekki heldur að nota Tyrki sem landamæralögreglu fyrir Evrópusambandið og launa þeim með því að gagnrýna ekki pólitískar ofsóknir.Það verður að deila ábyrgð Evrópa þarf samkomulag byggt á réttlátum grundvallarreglum um knýjandi verkefni. Það verður að deila ábyrgð á fólki á flótta milli evrópskra landa. Eins mörg lönd og hægt er verða að standa saman í því og þar er samvinna Norðurlandanna lykilatriði. Það getur líka verið kostur að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna taki að sér stærra hlutverk í að deila niður flóttamannakvóta. Frjáls för á Norðurlöndum er sögulegur vitnisburður um samvinnu þjóða sem hefur tryggt framfarir og sveigjanleika. Það þarf mikið til að réttlæta að víkja frá því með hertu landamæraeftirliti. Hert landamæraeftirlit gerir flóttamönnum erfiðara að komast til Norðurlanda. Það ýtir undir hættulegri flóttaleiðir og smygl á fólki. Þannig aukast dómínóáhrifin sem lokuð landamæri hafa í Evrópu. Norrænu vinstriflokkarnir styðja reglur um innflytjendur en við viljum ekki að landamærahindranir og hert eftirlit skerði rétt fólks til að sækja um hæli. Fólk sem kemur til Norðurlanda að vinna á að búa við sömu réttindi og kjör og aðrir launþegar. Við viljum ekki veikja atvinnuréttindi flóttamanna og skapa þannig B-deild á vinnumarkaði. Við viljum nýta starfsfærni flóttamanna og leggja áherslu á menntun og tungumálakunnáttu. Norrænn vinnumarkaður er sameiginlegur. Nota þarf allar færar leiðir, fyrst og fremst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til að leysa neyð Sýrlands. Norðurlönd þurfa að standa saman að virku samninga- og friðarferli til að finna pólitíska lausn á þeim átökum. Sameinast þarf um aukna þróunaraðstoð til lengri tíma en líka þurfa ríkari lönd að standa saman að nýrri Marshall-aðstoð ef friðarsamkomulag næst til að byggja upp innviði á þessu svæði. Ríkisstjórnir Norðurlanda verða þegar í stað að koma saman til að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Vinstriflokkarnir á Norðurlöndum standa að tillögum sem verja rétt fólks til að leita sér hælis og verja norræna samvinnu. Við krefjumst þess að ríkisstjórnir landanna taki ábyrgð og leiti lausna í sameiningu.Katrín JakobsdóttirVinstrihreyfingin - grænt framboðAudun LysbakkenSosialistisk Venstreparti, NoregiPaavo ArhinmäkiVasemmistoliitto, FinnlandiJohanne Schmidt-NielsenEnhedslisten, DanmörkuJonas Sjöstedt Vänsterpartiet, Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Straumur flóttafólks hefur leitt til þess að Norðurlöndin keppast nú við að loka landamærum sínum. Sterkustu stoðir norræns samstarfs, frjáls för og vegabréfafrelsi, riða nú til falls. Vegna áhrifa öfga hægriflokka í norrænum ríkisstjórnum má sjá stjórnvöld gera flóttamönnum erfiðara að nýta rétt sinn til að sækja um hæli. Vinstriflokkar í fimm löndum vilja hins vegar að Norðurlönd vinni saman að lausn á neyð flóttamanna og verji frjálsa för og vegabréfafrelsi. Mikilvægi samvinnunnar í þessari stöðu er ótvírætt. Hún á að vera á ýmsum stigum – norræn, evrópsk og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – byggð á mismunandi pólitískri stöðu. Þegar Evrópusambandið tekst á við mikla erfiðleika er sérlega mikilvægt að norrænar þjóðir starfi saman. Dyflinnarreglugerðin virkar ekki og í stað hennar þarf reglur sem tryggja hælisleitendum rétt og skipta ábyrgð milli móttökulanda á sanngjarnan hátt. Reglur um meðferð hælisleitenda í fyrsta komulandi þarf að afnema, því þær valda óviðráðanlegum aðstæðum í sumum löndum. Sameiningu fjölskyldna þarf að setja í forgang. Svarið getur ekki verið að sitja hjá meðan flóttamannabúðir á Grikklandi, Ítalíu og Makedóníu stækka. Og ekki heldur að nota Tyrki sem landamæralögreglu fyrir Evrópusambandið og launa þeim með því að gagnrýna ekki pólitískar ofsóknir.Það verður að deila ábyrgð Evrópa þarf samkomulag byggt á réttlátum grundvallarreglum um knýjandi verkefni. Það verður að deila ábyrgð á fólki á flótta milli evrópskra landa. Eins mörg lönd og hægt er verða að standa saman í því og þar er samvinna Norðurlandanna lykilatriði. Það getur líka verið kostur að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna taki að sér stærra hlutverk í að deila niður flóttamannakvóta. Frjáls för á Norðurlöndum er sögulegur vitnisburður um samvinnu þjóða sem hefur tryggt framfarir og sveigjanleika. Það þarf mikið til að réttlæta að víkja frá því með hertu landamæraeftirliti. Hert landamæraeftirlit gerir flóttamönnum erfiðara að komast til Norðurlanda. Það ýtir undir hættulegri flóttaleiðir og smygl á fólki. Þannig aukast dómínóáhrifin sem lokuð landamæri hafa í Evrópu. Norrænu vinstriflokkarnir styðja reglur um innflytjendur en við viljum ekki að landamærahindranir og hert eftirlit skerði rétt fólks til að sækja um hæli. Fólk sem kemur til Norðurlanda að vinna á að búa við sömu réttindi og kjör og aðrir launþegar. Við viljum ekki veikja atvinnuréttindi flóttamanna og skapa þannig B-deild á vinnumarkaði. Við viljum nýta starfsfærni flóttamanna og leggja áherslu á menntun og tungumálakunnáttu. Norrænn vinnumarkaður er sameiginlegur. Nota þarf allar færar leiðir, fyrst og fremst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til að leysa neyð Sýrlands. Norðurlönd þurfa að standa saman að virku samninga- og friðarferli til að finna pólitíska lausn á þeim átökum. Sameinast þarf um aukna þróunaraðstoð til lengri tíma en líka þurfa ríkari lönd að standa saman að nýrri Marshall-aðstoð ef friðarsamkomulag næst til að byggja upp innviði á þessu svæði. Ríkisstjórnir Norðurlanda verða þegar í stað að koma saman til að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Vinstriflokkarnir á Norðurlöndum standa að tillögum sem verja rétt fólks til að leita sér hælis og verja norræna samvinnu. Við krefjumst þess að ríkisstjórnir landanna taki ábyrgð og leiti lausna í sameiningu.Katrín JakobsdóttirVinstrihreyfingin - grænt framboðAudun LysbakkenSosialistisk Venstreparti, NoregiPaavo ArhinmäkiVasemmistoliitto, FinnlandiJohanne Schmidt-NielsenEnhedslisten, DanmörkuJonas Sjöstedt Vänsterpartiet, Svíþjóð.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun