Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:37 Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Pjetur Lítið miðar í samningsátt í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, að sögn Birkis Halldórssonar, formanns samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands. Hann segir áhrifa verkfallsins þegar farið að gæta en að minnsta kosti ein flugvél hefur ekki fengið afgreiðslu vegna verkfallsins sem nú hefur staðið yfir í tíu daga. „Staðan er sú að frá því að verkfall hófst þá er búinn að vera einn fundur sem var nítjánda janúar. Hann var stuttur og árangurslaus sá,“ segir Birkir og bætir við að engin tilboð hafi verið lögð fram. Um er að ræða ótímabundið verkfall sex flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu. Þeir hafa verið kjarasamningslausir frá árinu 1989 og til jafns langs tíma hefur verið reynt að ná samkomulagi við ríkið. Birkir segir að farið sé fram á viðlíka samning og unnið hafi verið eftir undanfarin 27 ár. Ekki sé farið fram á launa- eða kjarabætur. „Flugvirkjar hafa verið með samkomulag um kaup og kjör en engan kjarasamning. Ríkið hins vegar stendur á sínu og vill aðra útfærslu en við erum tilbúin til að samþykkja,“ segir Birkir. „Við í rauninni teljum að það sem lagt hefur verið fram sé kjaraskerðing, sem við munum ekki samþykkja.“ Birkir telur flest benda til þess að verkfallið muni standa yfir í nokkurn tíma. „Ég er ekki bjartsýnn á að samningar takist í bráð.“ Síðasti fundur í deilunni var haldinn á þriðjudag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Lítið miðar í samningsátt í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, að sögn Birkis Halldórssonar, formanns samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands. Hann segir áhrifa verkfallsins þegar farið að gæta en að minnsta kosti ein flugvél hefur ekki fengið afgreiðslu vegna verkfallsins sem nú hefur staðið yfir í tíu daga. „Staðan er sú að frá því að verkfall hófst þá er búinn að vera einn fundur sem var nítjánda janúar. Hann var stuttur og árangurslaus sá,“ segir Birkir og bætir við að engin tilboð hafi verið lögð fram. Um er að ræða ótímabundið verkfall sex flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu. Þeir hafa verið kjarasamningslausir frá árinu 1989 og til jafns langs tíma hefur verið reynt að ná samkomulagi við ríkið. Birkir segir að farið sé fram á viðlíka samning og unnið hafi verið eftir undanfarin 27 ár. Ekki sé farið fram á launa- eða kjarabætur. „Flugvirkjar hafa verið með samkomulag um kaup og kjör en engan kjarasamning. Ríkið hins vegar stendur á sínu og vill aðra útfærslu en við erum tilbúin til að samþykkja,“ segir Birkir. „Við í rauninni teljum að það sem lagt hefur verið fram sé kjaraskerðing, sem við munum ekki samþykkja.“ Birkir telur flest benda til þess að verkfallið muni standa yfir í nokkurn tíma. „Ég er ekki bjartsýnn á að samningar takist í bráð.“ Síðasti fundur í deilunni var haldinn á þriðjudag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira