10.000 flóttabörn hið minnsta horfin í Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2016 15:06 Sýrlensk börn hjúfra sig að móður sinni eftir flótta til Istanbúl í Tyrklandi. Vísir/AFP Að minnsta kosti tíu þúsund flóttabörn hafa nú horfið í Evrópu, samkvæmt nýrri skýrslu Europol. Óttast er að mörg þeirra hafi ratað í hendur glæpasamtaka.Í samtali við sunnudagsblað breska miðilsins The Guardian segir Brian Donald, yfirmaður hjá Europol, að bara á Ítalíu hafi um fimm þúsund börn horfið. Önnur þúsund séu horfin í Svíþjóð. „Þau munu ekki öll verða glæpasamtökum að bráð,“ segir Donald. „Sum þeirra gætu hafa náð til fjölskyldumeðlima. Við vitum bara ekki hvar þau eru, hvað þau eru að gera eða með hverjum.“ Í síðustu viku lýstu Bretar yfir því að þeir myndu taka við fleiri flóttabörnum frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum sem ekki eru í fylgd með fullorðnu fólki. Hjálparsamtökin Save the Children gera ráð fyrir því að um 26 þúsund fylgdarlaus börn hafi ratað til Evrópu í fyrra. Donald staðfestir að Europol búi yfir upplýsingum þess efnis að sum þessara flóttabarna hafi verið nýtt í kynlífsþrælkun, jafnvel af þeim hópum eða samtökum sem hafa verið að „hjálpa“ börnunum að flýja til Evrópu. Flóttamenn Tengdar fréttir Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29 Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd og réttur hælisleitenda til að fá fjölskyldumeðlimi til sín afnuminn í tvö ár. 29. janúar 2016 19:15 Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30 Um 40 drukknuðu við strendur Tyrklands 75 var bjargað en talið er að fjöldi látinna muni hækka. 30. janúar 2016 14:05 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Að minnsta kosti tíu þúsund flóttabörn hafa nú horfið í Evrópu, samkvæmt nýrri skýrslu Europol. Óttast er að mörg þeirra hafi ratað í hendur glæpasamtaka.Í samtali við sunnudagsblað breska miðilsins The Guardian segir Brian Donald, yfirmaður hjá Europol, að bara á Ítalíu hafi um fimm þúsund börn horfið. Önnur þúsund séu horfin í Svíþjóð. „Þau munu ekki öll verða glæpasamtökum að bráð,“ segir Donald. „Sum þeirra gætu hafa náð til fjölskyldumeðlima. Við vitum bara ekki hvar þau eru, hvað þau eru að gera eða með hverjum.“ Í síðustu viku lýstu Bretar yfir því að þeir myndu taka við fleiri flóttabörnum frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum sem ekki eru í fylgd með fullorðnu fólki. Hjálparsamtökin Save the Children gera ráð fyrir því að um 26 þúsund fylgdarlaus börn hafi ratað til Evrópu í fyrra. Donald staðfestir að Europol búi yfir upplýsingum þess efnis að sum þessara flóttabarna hafi verið nýtt í kynlífsþrælkun, jafnvel af þeim hópum eða samtökum sem hafa verið að „hjálpa“ börnunum að flýja til Evrópu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29 Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd og réttur hælisleitenda til að fá fjölskyldumeðlimi til sín afnuminn í tvö ár. 29. janúar 2016 19:15 Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30 Um 40 drukknuðu við strendur Tyrklands 75 var bjargað en talið er að fjöldi látinna muni hækka. 30. janúar 2016 14:05 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29
Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd og réttur hælisleitenda til að fá fjölskyldumeðlimi til sín afnuminn í tvö ár. 29. janúar 2016 19:15
Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30
Um 40 drukknuðu við strendur Tyrklands 75 var bjargað en talið er að fjöldi látinna muni hækka. 30. janúar 2016 14:05