Íslandsmeistarar Gróttu þurftu að hafa mikið fyrir tveggja marka sigri á Fylki, 25-23, í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld.
Grótta hefur þar með unnið alla níu heimaleiki sína í deildinni á tímabilinu en liðið náði þriggja stiga forskoti á Hauka og ÍBV með þessum sigri. Haukakonur og Eyjakonur geta minnkað muninn aftur í eitt stig um helgina.
Fylkisliðið kom inn í leikinn á mikilli siglingu enda búið að vinna þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið er áfram í áttunda sæti sem er síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.
Fylkisliðið er í mikilli framför undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar en Gróttu-liðið vann fyrri leik liðanna í Árbænum með tíu marka mun.
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttu og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sjö mörk en það munaði mikið um það að landsliðskonan Unnur Ómarsdóttir náði bara að skora eitt mark í leiknum.
Patricia Szölösi skoraði níu mörk fyrir Fylkisliðið og hin stórefnilega Thea Imani Sturludóttir var með sjö mörk.
Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, var Fylkisliðinu erfið í kvöld ekki síst í vítunum en Fylkiskonur klikkuðu á þremur vítum í leiknum.
Grótta - Fylkir 25-23 (15-14)
Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 8, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Sunna María Einarsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Unnur Ómarsdóttir 1.
Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 9, Thea Imani Sturludóttir 7, Þuríður Guðjónsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 2, Vera Pálsdóttir 2.
Fylkiskonur stríddu meisturunum út á Nesi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti