Líflínan til Íslands rofnar á miðnætti Una Sighvatsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 18:40 Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum. Samningafundir standa enn yfir í kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd kaupskipafélaganna tveggja. Komi til verkfalls í nótt verða fimm flutningaskip Eimskips og Samskips kyrrsett, sem þýðir að nánast allur útflutningur á fiski og iðnaðarvörum stöðvast, sem og innflutningur á neysluvöru. Samfélagslegu áhrifin gætu því orðið mikil, ekki síst ef verkfallið dregst á langinn, en almenningur er líklegur til að finna fyrir þeim fyrst þegar kemur að dagvöru, svo sem innflutningi á ferskum ávöxtum.Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninganefndar skipstjórnarmanna segir að ekki hafi fundist flötur til að vinna út frá í samningaviðræðunum.Enn langt í land Skipstjórnarmenn hófu viðræður fyrstir síðegis í dag og var formaður samninganefndarinnar, Ægir Steinn Sveinþórsson, ekki bjartsýnn fyrir fundinn. „Við erum náttúrulega búin að sitja yfir þessu í 7 mánuði og gripum til þess að boða til verkfall. Við birtum útgerðunum það með þriggja vikna fyrirvara til þess að gefa færi á því að loka þessu máli áður en til þess kæmi, en það er ennþá svolítið í land til þess að klára þetta. Það er ljóst,“ sagði Ægir síðdegis í dag. Á fundinum kom hinsvegar fram ný tillaga frá samninganefnd kaupskipafélaganna. Fyrir vikið hafa fundahöld dregist á langinn og stóðu enn yfir nú rétt fyrir fréttir. Vélstjórar sátu því og biðu þess að heyra tíðindi af fundi skipstjórnarmanna.Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir verkfall skaðlegt fyrir alla aðila og því sé kapp lagt á að semja, en hann er ekki bjartsýnn á að það náist í kvöld.VísirKókópöffspakkinn fer ekki sjálfur í hillurnar Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagðist hafa heyrt það á véfréttaformi að skipafélögin væru að reyna að móta einhverja tillögu, en hann hefði ekkert fengið í hendurnar. „Það sem ég hef heyrt er allavega eitthvað til að ræða um. Þannig að við höfum allavega tíma fram að miðnætti til þess að gera eitthvað.“ Guðmundur segir að vélstjórar vilji sjá breytingar á fastlaunakerfi því sem komið var á um aldamótin. Það sé undir skipafélögunum komið að leggja fram tillögu til lausnar deilunni. Verði verkfall muni áhrifanna gæta fljótt. „Menn verða náttúrulega að átta sig á því að kókópöffspakkinn fer ekki sjálfkrafa í hillurnar. Hann kemur einhvers staðar frá. Vörurnar koma til Íslands yfir hafið og fara héðan yfir hafið. Þetta er bara líflínan okkar og hún stoppar ef það kemur verkfall." Nú á sjöunda tímanum sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu ekki útlit fyrir að samið yrði fyrir miðnætti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum. Samningafundir standa enn yfir í kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd kaupskipafélaganna tveggja. Komi til verkfalls í nótt verða fimm flutningaskip Eimskips og Samskips kyrrsett, sem þýðir að nánast allur útflutningur á fiski og iðnaðarvörum stöðvast, sem og innflutningur á neysluvöru. Samfélagslegu áhrifin gætu því orðið mikil, ekki síst ef verkfallið dregst á langinn, en almenningur er líklegur til að finna fyrir þeim fyrst þegar kemur að dagvöru, svo sem innflutningi á ferskum ávöxtum.Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninganefndar skipstjórnarmanna segir að ekki hafi fundist flötur til að vinna út frá í samningaviðræðunum.Enn langt í land Skipstjórnarmenn hófu viðræður fyrstir síðegis í dag og var formaður samninganefndarinnar, Ægir Steinn Sveinþórsson, ekki bjartsýnn fyrir fundinn. „Við erum náttúrulega búin að sitja yfir þessu í 7 mánuði og gripum til þess að boða til verkfall. Við birtum útgerðunum það með þriggja vikna fyrirvara til þess að gefa færi á því að loka þessu máli áður en til þess kæmi, en það er ennþá svolítið í land til þess að klára þetta. Það er ljóst,“ sagði Ægir síðdegis í dag. Á fundinum kom hinsvegar fram ný tillaga frá samninganefnd kaupskipafélaganna. Fyrir vikið hafa fundahöld dregist á langinn og stóðu enn yfir nú rétt fyrir fréttir. Vélstjórar sátu því og biðu þess að heyra tíðindi af fundi skipstjórnarmanna.Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir verkfall skaðlegt fyrir alla aðila og því sé kapp lagt á að semja, en hann er ekki bjartsýnn á að það náist í kvöld.VísirKókópöffspakkinn fer ekki sjálfur í hillurnar Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagðist hafa heyrt það á véfréttaformi að skipafélögin væru að reyna að móta einhverja tillögu, en hann hefði ekkert fengið í hendurnar. „Það sem ég hef heyrt er allavega eitthvað til að ræða um. Þannig að við höfum allavega tíma fram að miðnætti til þess að gera eitthvað.“ Guðmundur segir að vélstjórar vilji sjá breytingar á fastlaunakerfi því sem komið var á um aldamótin. Það sé undir skipafélögunum komið að leggja fram tillögu til lausnar deilunni. Verði verkfall muni áhrifanna gæta fljótt. „Menn verða náttúrulega að átta sig á því að kókópöffspakkinn fer ekki sjálfkrafa í hillurnar. Hann kemur einhvers staðar frá. Vörurnar koma til Íslands yfir hafið og fara héðan yfir hafið. Þetta er bara líflínan okkar og hún stoppar ef það kemur verkfall." Nú á sjöunda tímanum sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu ekki útlit fyrir að samið yrði fyrir miðnætti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00