Að snúa hlutum á hvolf og til baka aftur Teitur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2016 14:43 Það er merkilegt að fylgjast með vísindum og hversu fljótt við grípum boltann þegar koma góðar eða jafnvel slæmar fréttir sem eiga að hafa áhrif á líf okkar og líðan. Markaðurinn gerir svo sitt til að ýta þessum fréttum áfram og jafnvel nýta þær sér í hagnaðarskyni. Nýjasta afsprengi af slíku sem er að hrista vítamín og bætiefnaheiminn um þessar mundir er nálgun vísindamanna frá Bandaríkjunum sem birtu áhugaverða grein í Nature nýverið. Þar koma fram upplýsingar varðandi andoxunarefni og virkni þeirra sem eru vægast sagt áhugaverðar og þarfnast frekari skoðunar. Það vita allir sem hafa fylgst með umræðu um andoxunarefni að hún er iðulega á þeim nótum að þau séu nauðsynlegt til að vinna gegn svokölluðu oxunarálagi líkamans. En það er náttúruleg leið líkamans í efnaskiptum og við notkun súrefnis í þeim að búa til svokallaða „radikala“ en hugmyndafræðin á bak við þá byggir á því að þeir skaði líffæri, æðaþel, ýti undir öldrun og ýmislegt fleira og geti þannig haft sjúkdómsmyndandi áhrif. Það er því samkvæmt þessari kenningu mikilvægt að hafa eitthvert mótvægi við slíku álagi og til mikillar einföldunar má segja að það séu hin svokölluðu andoxunarefni sem fyrirfinnast í ýmsum náttúrulegum vörum í mismiklu magni. Algengt er að minnast á Bláber og Acai ber sem eiga að hafa mikla andoxunarvirkni til að tengja þetta saman en einnig í fæðubótarefnum í ofurskömmtum. Sölumennskan segir svo um að því meira sem við notum því betra hljóti það að vera fyrir heilsu okkar og haldi jafnvægi í líkamanum. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um þessar kenningar og töluvert verið skrifað og rannsakað þó almenningur heyri almennt eingöngu jákvæða hluti um andoxunarefnin svokölluðu og er hvattur til inntöku þeirra nær daglega í hinum ýmsu miðlum. Nýjustu upplýsingar segja að jafnvægið á milli oxunar og andoxara í líkamanum sé mikilvægt, en líklegt sé að háir skammtar af andoxunarefnum kunni að skemma fyrir frekar en hitt. Rökin fyrir þessu er að finna í rannsókn áðurgreindra vísindamanna þar sem skoðað var samhengið á milli myndunar krabbameins og þess þegar það dreifir sér eða myndar meinvörp eins og heitir á góðri íslensku. Þegar við tölum um krabbamein sem hefur dreift sér er iðulega um erfiðari sjúkdóm að ræða og líklegra að hann leggji mann að velli heldur en sá sem er staðbundinn og mögulega er hægt að skera burtu. Við vitum í dag að frumur sem dreifa sér frá upphaflegu krabbameini ná ekki endilega fótfestu þar sem ónæmiskerfið og líkaminn drepur þær áður og varnar meinvörpum með þeim hætti. Það gerir líkaminn að hluta með því að nota hina svokölluðu radikala og því má segja að í slíku ástandi sé beinlínis skaðlegt að nota andoxunarefni til inntöku og hindra þannig ónæmiskerfi viðkomandi hvað þetta snertir. Raunar sýndi rannsóknin beinlínis samhengi á milli inntöku andoxunarefna og aukningu á tíðni og stærð meinvarpa í músatilraunum. Vísindamennirnir álykta því að krabbameinssjúklingar sem noti andoxunarefni til inntöku aukalega við hefbundna fæðu geti mögulega haft verri horfur, sérstaklega með tilliti til meinvarpa. Það á vitaskuld eftir að gera frekari rannsóknir en hér er um að ræða mjög áhrifamikla grein í einu virtasta tímariti læknavísindanna og því óhætt að segja að með henni sé verið að grafa verulega undan markaðsöflunum í heimi andoxunarefnanna. Ekki eru öll kurl komin til grafar, en miðað við þessar niðurstöður mætti ráðleggja amk fólki sem er með krabbamein að vera ekki að auka neysluna á andoxunarefnum umfram það sem fyrirfinnst á náttúrulegan hátt í fæðunni. Mögulega gildir það sama um allann þorra almennings þó ekki sé hægt að fullyrða neitt slíkt á þessari stundu og verður spennandi að fylgjast með þessari þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að fylgjast með vísindum og hversu fljótt við grípum boltann þegar koma góðar eða jafnvel slæmar fréttir sem eiga að hafa áhrif á líf okkar og líðan. Markaðurinn gerir svo sitt til að ýta þessum fréttum áfram og jafnvel nýta þær sér í hagnaðarskyni. Nýjasta afsprengi af slíku sem er að hrista vítamín og bætiefnaheiminn um þessar mundir er nálgun vísindamanna frá Bandaríkjunum sem birtu áhugaverða grein í Nature nýverið. Þar koma fram upplýsingar varðandi andoxunarefni og virkni þeirra sem eru vægast sagt áhugaverðar og þarfnast frekari skoðunar. Það vita allir sem hafa fylgst með umræðu um andoxunarefni að hún er iðulega á þeim nótum að þau séu nauðsynlegt til að vinna gegn svokölluðu oxunarálagi líkamans. En það er náttúruleg leið líkamans í efnaskiptum og við notkun súrefnis í þeim að búa til svokallaða „radikala“ en hugmyndafræðin á bak við þá byggir á því að þeir skaði líffæri, æðaþel, ýti undir öldrun og ýmislegt fleira og geti þannig haft sjúkdómsmyndandi áhrif. Það er því samkvæmt þessari kenningu mikilvægt að hafa eitthvert mótvægi við slíku álagi og til mikillar einföldunar má segja að það séu hin svokölluðu andoxunarefni sem fyrirfinnast í ýmsum náttúrulegum vörum í mismiklu magni. Algengt er að minnast á Bláber og Acai ber sem eiga að hafa mikla andoxunarvirkni til að tengja þetta saman en einnig í fæðubótarefnum í ofurskömmtum. Sölumennskan segir svo um að því meira sem við notum því betra hljóti það að vera fyrir heilsu okkar og haldi jafnvægi í líkamanum. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um þessar kenningar og töluvert verið skrifað og rannsakað þó almenningur heyri almennt eingöngu jákvæða hluti um andoxunarefnin svokölluðu og er hvattur til inntöku þeirra nær daglega í hinum ýmsu miðlum. Nýjustu upplýsingar segja að jafnvægið á milli oxunar og andoxara í líkamanum sé mikilvægt, en líklegt sé að háir skammtar af andoxunarefnum kunni að skemma fyrir frekar en hitt. Rökin fyrir þessu er að finna í rannsókn áðurgreindra vísindamanna þar sem skoðað var samhengið á milli myndunar krabbameins og þess þegar það dreifir sér eða myndar meinvörp eins og heitir á góðri íslensku. Þegar við tölum um krabbamein sem hefur dreift sér er iðulega um erfiðari sjúkdóm að ræða og líklegra að hann leggji mann að velli heldur en sá sem er staðbundinn og mögulega er hægt að skera burtu. Við vitum í dag að frumur sem dreifa sér frá upphaflegu krabbameini ná ekki endilega fótfestu þar sem ónæmiskerfið og líkaminn drepur þær áður og varnar meinvörpum með þeim hætti. Það gerir líkaminn að hluta með því að nota hina svokölluðu radikala og því má segja að í slíku ástandi sé beinlínis skaðlegt að nota andoxunarefni til inntöku og hindra þannig ónæmiskerfi viðkomandi hvað þetta snertir. Raunar sýndi rannsóknin beinlínis samhengi á milli inntöku andoxunarefna og aukningu á tíðni og stærð meinvarpa í músatilraunum. Vísindamennirnir álykta því að krabbameinssjúklingar sem noti andoxunarefni til inntöku aukalega við hefbundna fæðu geti mögulega haft verri horfur, sérstaklega með tilliti til meinvarpa. Það á vitaskuld eftir að gera frekari rannsóknir en hér er um að ræða mjög áhrifamikla grein í einu virtasta tímariti læknavísindanna og því óhætt að segja að með henni sé verið að grafa verulega undan markaðsöflunum í heimi andoxunarefnanna. Ekki eru öll kurl komin til grafar, en miðað við þessar niðurstöður mætti ráðleggja amk fólki sem er með krabbamein að vera ekki að auka neysluna á andoxunarefnum umfram það sem fyrirfinnst á náttúrulegan hátt í fæðunni. Mögulega gildir það sama um allann þorra almennings þó ekki sé hægt að fullyrða neitt slíkt á þessari stundu og verður spennandi að fylgjast með þessari þróun.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun