Breiðablik og Fjölnir halda áfram að moka inn milljónum vegna Alfreðs Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 13:45 Alfreð Finnbogason er gullkálfur fyrir Fjölni og sérstaklega Breiðablik. vísir/getty Fjölnir og Breiðablik, knattspyrnufélögin sem landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason ólst upp hjá, halda áfram að moka inn milljónum vegna uppeldisbóta á sölum Alfreðs Finnbogasonar út um alla Evrópu. Þau eru svo heppinn að Alfreð hefur verið á ferð og flugi um álfuna á undanförnum árum, en hann samdi við Augsburg í Þýskalandi undir lok félagaskiptagluggans í janúar, en þýska liðið er sjötta atvinnumannalið landsliðsframherjans í sjötta landinu.Sjá einnig:Alfreð á stall með Eiði Smára Aðeins eru greiddar uppeldisbætur ef leikmenn færa sig á milli landa og það á við um Alfreð sem fór nú frá Spáni til Þýskalands. Þýska liðið FC Augsburg borgaði Real Sociedad fjórar milljónir evra, samkvæmt heimildum Vísis, fyrir íslenska landsliðsframherjann sem nemur ríflega 567 milljónum íslenskra króna. Félag sem kaupir leikmann á milli landa hefur einn mánuð frá sölu til að gera upp við uppeldisfélög viðkomandi leikmanns og eru íslensku félögin á lokastigi í uppgjöri við Augsburg, samkvæmt heimildum Vísis. Fjölnir fær eitt prósent af þeirri upphæð þar sem hann var í röðum Fjölnis frá tólf til fimmtán ára aldurs, en 0,25 prósent fæst fyrir hvert ár á þeim aldri. Alfreð var svo í Breiðabliki frá því hann var 16 ára og þar til hann fór út til Lokeren 21 árs gamall, en 0,50 prósent fæst í uppeldisbætur fyrir hvert ár eftir 15 ára aldurinn. Breiðablik á því þrjú prósent í hverri sölu Alfreðs á milli landa og fær í sinn hlut rétt ríflega 17 milljónir króna fyrir sölu Alfreðs til Augsburg en Fjölnir fær tæplega 5,7 milljónir króna. Lokeren á eitt prósent þar sem Alfreð var þar þegar hann var 22 og 23 ára og fær því sömu upphæð og Fjölnir. Real Sociedad borgaði sjö og hálfa milljón evra fyrir Alfreð þegar hann varð markakóngur með Heerenveen í Hollandi 2014, en það jafngildir rétt ríflega einum milljarði króna. Fjölnir og Lokeren fengu þá ríflega 10,6 milljónir króna en Breiðablik tæpar 32 milljónir króna. Íslensku félögin eru því samtals búin að fá rétt ríflega 65 milljónir króna í uppeldisbætur fyrir Alfreð á undanförnum tveimur árum.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Sociedad til Augsburg:Söluverð: 567.480.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 5.674.800 kr. Breiðablik: 3% - 17.024.400 kr. Lokeren: 1% - 5.674.800 kr.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Heerenveen til Real Sociedad:Söluverð: 1.064.025.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 10.640.250 kr. Breiðablik: 3% - 31.920.750 kr. Lokeren: 1% - 10.640.250 kr. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Fjölnir og Breiðablik, knattspyrnufélögin sem landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason ólst upp hjá, halda áfram að moka inn milljónum vegna uppeldisbóta á sölum Alfreðs Finnbogasonar út um alla Evrópu. Þau eru svo heppinn að Alfreð hefur verið á ferð og flugi um álfuna á undanförnum árum, en hann samdi við Augsburg í Þýskalandi undir lok félagaskiptagluggans í janúar, en þýska liðið er sjötta atvinnumannalið landsliðsframherjans í sjötta landinu.Sjá einnig:Alfreð á stall með Eiði Smára Aðeins eru greiddar uppeldisbætur ef leikmenn færa sig á milli landa og það á við um Alfreð sem fór nú frá Spáni til Þýskalands. Þýska liðið FC Augsburg borgaði Real Sociedad fjórar milljónir evra, samkvæmt heimildum Vísis, fyrir íslenska landsliðsframherjann sem nemur ríflega 567 milljónum íslenskra króna. Félag sem kaupir leikmann á milli landa hefur einn mánuð frá sölu til að gera upp við uppeldisfélög viðkomandi leikmanns og eru íslensku félögin á lokastigi í uppgjöri við Augsburg, samkvæmt heimildum Vísis. Fjölnir fær eitt prósent af þeirri upphæð þar sem hann var í röðum Fjölnis frá tólf til fimmtán ára aldurs, en 0,25 prósent fæst fyrir hvert ár á þeim aldri. Alfreð var svo í Breiðabliki frá því hann var 16 ára og þar til hann fór út til Lokeren 21 árs gamall, en 0,50 prósent fæst í uppeldisbætur fyrir hvert ár eftir 15 ára aldurinn. Breiðablik á því þrjú prósent í hverri sölu Alfreðs á milli landa og fær í sinn hlut rétt ríflega 17 milljónir króna fyrir sölu Alfreðs til Augsburg en Fjölnir fær tæplega 5,7 milljónir króna. Lokeren á eitt prósent þar sem Alfreð var þar þegar hann var 22 og 23 ára og fær því sömu upphæð og Fjölnir. Real Sociedad borgaði sjö og hálfa milljón evra fyrir Alfreð þegar hann varð markakóngur með Heerenveen í Hollandi 2014, en það jafngildir rétt ríflega einum milljarði króna. Fjölnir og Lokeren fengu þá ríflega 10,6 milljónir króna en Breiðablik tæpar 32 milljónir króna. Íslensku félögin eru því samtals búin að fá rétt ríflega 65 milljónir króna í uppeldisbætur fyrir Alfreð á undanförnum tveimur árum.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Sociedad til Augsburg:Söluverð: 567.480.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 5.674.800 kr. Breiðablik: 3% - 17.024.400 kr. Lokeren: 1% - 5.674.800 kr.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Heerenveen til Real Sociedad:Söluverð: 1.064.025.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 10.640.250 kr. Breiðablik: 3% - 31.920.750 kr. Lokeren: 1% - 10.640.250 kr.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28
„Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00
Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30