Breiðablik og Fjölnir halda áfram að moka inn milljónum vegna Alfreðs Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 13:45 Alfreð Finnbogason er gullkálfur fyrir Fjölni og sérstaklega Breiðablik. vísir/getty Fjölnir og Breiðablik, knattspyrnufélögin sem landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason ólst upp hjá, halda áfram að moka inn milljónum vegna uppeldisbóta á sölum Alfreðs Finnbogasonar út um alla Evrópu. Þau eru svo heppinn að Alfreð hefur verið á ferð og flugi um álfuna á undanförnum árum, en hann samdi við Augsburg í Þýskalandi undir lok félagaskiptagluggans í janúar, en þýska liðið er sjötta atvinnumannalið landsliðsframherjans í sjötta landinu.Sjá einnig:Alfreð á stall með Eiði Smára Aðeins eru greiddar uppeldisbætur ef leikmenn færa sig á milli landa og það á við um Alfreð sem fór nú frá Spáni til Þýskalands. Þýska liðið FC Augsburg borgaði Real Sociedad fjórar milljónir evra, samkvæmt heimildum Vísis, fyrir íslenska landsliðsframherjann sem nemur ríflega 567 milljónum íslenskra króna. Félag sem kaupir leikmann á milli landa hefur einn mánuð frá sölu til að gera upp við uppeldisfélög viðkomandi leikmanns og eru íslensku félögin á lokastigi í uppgjöri við Augsburg, samkvæmt heimildum Vísis. Fjölnir fær eitt prósent af þeirri upphæð þar sem hann var í röðum Fjölnis frá tólf til fimmtán ára aldurs, en 0,25 prósent fæst fyrir hvert ár á þeim aldri. Alfreð var svo í Breiðabliki frá því hann var 16 ára og þar til hann fór út til Lokeren 21 árs gamall, en 0,50 prósent fæst í uppeldisbætur fyrir hvert ár eftir 15 ára aldurinn. Breiðablik á því þrjú prósent í hverri sölu Alfreðs á milli landa og fær í sinn hlut rétt ríflega 17 milljónir króna fyrir sölu Alfreðs til Augsburg en Fjölnir fær tæplega 5,7 milljónir króna. Lokeren á eitt prósent þar sem Alfreð var þar þegar hann var 22 og 23 ára og fær því sömu upphæð og Fjölnir. Real Sociedad borgaði sjö og hálfa milljón evra fyrir Alfreð þegar hann varð markakóngur með Heerenveen í Hollandi 2014, en það jafngildir rétt ríflega einum milljarði króna. Fjölnir og Lokeren fengu þá ríflega 10,6 milljónir króna en Breiðablik tæpar 32 milljónir króna. Íslensku félögin eru því samtals búin að fá rétt ríflega 65 milljónir króna í uppeldisbætur fyrir Alfreð á undanförnum tveimur árum.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Sociedad til Augsburg:Söluverð: 567.480.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 5.674.800 kr. Breiðablik: 3% - 17.024.400 kr. Lokeren: 1% - 5.674.800 kr.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Heerenveen til Real Sociedad:Söluverð: 1.064.025.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 10.640.250 kr. Breiðablik: 3% - 31.920.750 kr. Lokeren: 1% - 10.640.250 kr. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Fjölnir og Breiðablik, knattspyrnufélögin sem landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason ólst upp hjá, halda áfram að moka inn milljónum vegna uppeldisbóta á sölum Alfreðs Finnbogasonar út um alla Evrópu. Þau eru svo heppinn að Alfreð hefur verið á ferð og flugi um álfuna á undanförnum árum, en hann samdi við Augsburg í Þýskalandi undir lok félagaskiptagluggans í janúar, en þýska liðið er sjötta atvinnumannalið landsliðsframherjans í sjötta landinu.Sjá einnig:Alfreð á stall með Eiði Smára Aðeins eru greiddar uppeldisbætur ef leikmenn færa sig á milli landa og það á við um Alfreð sem fór nú frá Spáni til Þýskalands. Þýska liðið FC Augsburg borgaði Real Sociedad fjórar milljónir evra, samkvæmt heimildum Vísis, fyrir íslenska landsliðsframherjann sem nemur ríflega 567 milljónum íslenskra króna. Félag sem kaupir leikmann á milli landa hefur einn mánuð frá sölu til að gera upp við uppeldisfélög viðkomandi leikmanns og eru íslensku félögin á lokastigi í uppgjöri við Augsburg, samkvæmt heimildum Vísis. Fjölnir fær eitt prósent af þeirri upphæð þar sem hann var í röðum Fjölnis frá tólf til fimmtán ára aldurs, en 0,25 prósent fæst fyrir hvert ár á þeim aldri. Alfreð var svo í Breiðabliki frá því hann var 16 ára og þar til hann fór út til Lokeren 21 árs gamall, en 0,50 prósent fæst í uppeldisbætur fyrir hvert ár eftir 15 ára aldurinn. Breiðablik á því þrjú prósent í hverri sölu Alfreðs á milli landa og fær í sinn hlut rétt ríflega 17 milljónir króna fyrir sölu Alfreðs til Augsburg en Fjölnir fær tæplega 5,7 milljónir króna. Lokeren á eitt prósent þar sem Alfreð var þar þegar hann var 22 og 23 ára og fær því sömu upphæð og Fjölnir. Real Sociedad borgaði sjö og hálfa milljón evra fyrir Alfreð þegar hann varð markakóngur með Heerenveen í Hollandi 2014, en það jafngildir rétt ríflega einum milljarði króna. Fjölnir og Lokeren fengu þá ríflega 10,6 milljónir króna en Breiðablik tæpar 32 milljónir króna. Íslensku félögin eru því samtals búin að fá rétt ríflega 65 milljónir króna í uppeldisbætur fyrir Alfreð á undanförnum tveimur árum.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Sociedad til Augsburg:Söluverð: 567.480.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 5.674.800 kr. Breiðablik: 3% - 17.024.400 kr. Lokeren: 1% - 5.674.800 kr.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Heerenveen til Real Sociedad:Söluverð: 1.064.025.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 10.640.250 kr. Breiðablik: 3% - 31.920.750 kr. Lokeren: 1% - 10.640.250 kr.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28
„Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00
Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30