Brynjar um tímamótaleikinn: Var ekki að fara að tapa þessum leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. febrúar 2016 22:24 Brynjar var með tólf stig í kvöld. Vísir/Anton „Tölurnar segja ekkert um þennan leik, við vorum miklu betri allan leikinn. Við komum gífurlega einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik með meira en níu stigum. Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þetta verkefni,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sáttur að leikslokum eftir sigur gegn Keflavík í kvöld. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum eftir að hafa hampað bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. „Það var fínt að fá alvöru leik eftir bikarleikinn. Það var smá bikarþynnka á mánudaginn en þegar við vissum að næsti leikurinn væri gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn voru menn aftur klárir í slaginn,“ sagði Brynjar léttur sem telur titilinn vera í höfn. „Við erum ekkert að fara að tapa 3 af síðustu fjórum leikjum liðsins. Við getum verið kokhraustir með það að tölfræðin segir að við erum að fara að enda í efsta sæti. Við erum ofboðslega sáttir með að losna við liðin í 3-7 sæti í fyrsta leik í úrslitakeppninni.“ KR-ingar gengu langt með að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni í kvöld með sigrinum. „Það er gríðarlegur kostur, sérstaklega ef við förum í oddaleik. Í fyrra gegn Njarðvík var það stuðningurinn hérna á heimavelli sem fleytti okkur alla leið þótt að við séum góðir á útivelli. Við höfum verið að vinna 85% útileikjanna síðustu árin, það er ágætis tölfræði.“Brynjar hefur hampað öllum þeim titlum sem í boði eru, síðast bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.Vísir/HannaBrynjar varð í kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KR er hann lék sinn 388. leik fyrir félagið. Magnað afrek hjá Brynjari sem er aðeins 27 ára gamall. „Líkaminn er í flottu standi, ég er ekki orðinn 28 ára og á nóg eftir. Ég er ákaflega stoltur af þessum áfanga og ég var ekki á því að tapa þessum leik í kvöld. Þetta er aðeins eftirminnilegra en 200. leikurinn í efstu deild,“ sagði Brynjar sem mundi eftir fyrsta leiknum. „Ég var 16 ára og það var einmitt gegn Keflavík í Sláturhúsinu. Fyrsti og eini leikurinn á ferlinum sem ég var rekinn úr húsinu. Það er alltaf hart barist gegn Keflavík og alltaf gaman að mæta þeim, sérstaklega þegar þetta er toppslagur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15 Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
„Tölurnar segja ekkert um þennan leik, við vorum miklu betri allan leikinn. Við komum gífurlega einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik með meira en níu stigum. Ég er mjög ánægður með það hvernig strákarnir komu inn í þetta verkefni,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, sáttur að leikslokum eftir sigur gegn Keflavík í kvöld. Það mátti ekki sjá neina bikarþreytu hjá KR-ingum eftir að hafa hampað bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. „Það var fínt að fá alvöru leik eftir bikarleikinn. Það var smá bikarþynnka á mánudaginn en þegar við vissum að næsti leikurinn væri gegn Keflavík upp á deildarmeistaratitilinn voru menn aftur klárir í slaginn,“ sagði Brynjar léttur sem telur titilinn vera í höfn. „Við erum ekkert að fara að tapa 3 af síðustu fjórum leikjum liðsins. Við getum verið kokhraustir með það að tölfræðin segir að við erum að fara að enda í efsta sæti. Við erum ofboðslega sáttir með að losna við liðin í 3-7 sæti í fyrsta leik í úrslitakeppninni.“ KR-ingar gengu langt með að tryggja sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni í kvöld með sigrinum. „Það er gríðarlegur kostur, sérstaklega ef við förum í oddaleik. Í fyrra gegn Njarðvík var það stuðningurinn hérna á heimavelli sem fleytti okkur alla leið þótt að við séum góðir á útivelli. Við höfum verið að vinna 85% útileikjanna síðustu árin, það er ágætis tölfræði.“Brynjar hefur hampað öllum þeim titlum sem í boði eru, síðast bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.Vísir/HannaBrynjar varð í kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu KR er hann lék sinn 388. leik fyrir félagið. Magnað afrek hjá Brynjari sem er aðeins 27 ára gamall. „Líkaminn er í flottu standi, ég er ekki orðinn 28 ára og á nóg eftir. Ég er ákaflega stoltur af þessum áfanga og ég var ekki á því að tapa þessum leik í kvöld. Þetta er aðeins eftirminnilegra en 200. leikurinn í efstu deild,“ sagði Brynjar sem mundi eftir fyrsta leiknum. „Ég var 16 ára og það var einmitt gegn Keflavík í Sláturhúsinu. Fyrsti og eini leikurinn á ferlinum sem ég var rekinn úr húsinu. Það er alltaf hart barist gegn Keflavík og alltaf gaman að mæta þeim, sérstaklega þegar þetta er toppslagur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15 Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri KR-ingar kafsigldu Keflvíkinga á upphafsmínútunum í 103-87 sigri í lokaleik 18. umferðar í Dominos-deild karla í kvöld. 19. febrúar 2016 22:15
Brynjar Þór orðinn leikjahæstur í sögu KR Bakvörðurinn magnaði bætti met Kolbeins Pálssonar frá 1979 í toppslagnum gegn Keflavík í kvöld . 19. febrúar 2016 21:00