Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Einar Sveinsson, einn fjárfestanna sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum, og Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra Vísir Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. Samkomulag um kaupin á 31,2 prósenta hlut Eignarhaldsfélagsins Borgunar í Borgun voru undirrituð í nóvember 2014. Kaupverðið var um 2,2 milljarðar en verðmæti hlutarins er í dag talið mun meira. Einar á hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun í gegnum félagið P 126 ehf. Það var Landsbankinn sem seldi hlutinn í Borgun. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur talað um að skoðað yrði hvort forsendur væru til þess að rifta sölunni. Einar vill ekki tjá sig um þau ummæli bankastjórans. „Ég læt ekki blanda mér í þá umræðu.“ Einar segist ekki heldur geta svarað þeirri spurningu hvort hann myndi grípa til varna ef Landsbankinn tæki ákvörðun um að höfða riftunarmál. „Ef og hefði, ég get ekki svarað svona.“ Það hefur vakið tortryggni að Einar og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eru frændur. En Einar segist ekki hafa látið frænda sinn vita af því að hann hygðist taka þátt í þessum viðskiptum. „Nei, ég hef aldrei rætt þetta mál við hann,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki hafa haft áhyggjur af því að skyldleiki sinn við Bjarna Benediktsson yrði til þess að gera málið tortryggilegt. „Nei, það hvarflaði ekki að mér.“Borgunarmálið hvílir þungt á Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans.Vísir/VilhelmEinar segist hafa frétt af því að hluturinn í Borgun væri til sölu í nóvember 2014. Það er í sama mánuði og gengið var frá viðskiptunum. „Þá var ég spurður að því hvort ég hefði áhuga á að koma inn í þennan fjárfestahóp. Á þeim tíma þá liggur fyrir samningur um kaup á þessum bréfum. Eina aðkoma mín er sú að mér er sýndur þessi samningur, þau kjör sem í honum felast, kaupverð og dagsetningar,“ segir Einar. Hann segir að auk sín hafi fleiri verið spurðir að því hvort þeir hefðu áhuga á að koma að þessum viðskiptum. „Eftir umhugsun þá ákvað ég að taka þátt í þessu. Ég veit að einhverjir sem komu að þessu á þessum tíma afþökkuðu,“ segir Einar, en bætir því við að hann geti ekki greint frá því hvaða aðilar það voru. Það var Magnús Magnússon sem bauð Einari að koma að kaupunum, en Magnús hefur verið í forsvari fyrir Eignarhaldsfélagið Borgun. Borgunarmálið Tengdar fréttir Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Forstjóri Borgunar segir starfsmenn Borgunar hafi selt hlut sinn í fyrirtækinu á allt of lágu verði í sumar. Verðið var helmingi hærra en Landsbankinn seldi þeim á. 17. febrúar 2016 07:00 Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Vísir fer yfir eitt umdeildasta málið í íslensku samfélagi í dag frá upphafi. 17. febrúar 2016 11:30 Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Stjórn Borgunar segir allt tal um blekkingar vera algerlega fráleitt. 15. febrúar 2016 22:10 Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. 16. febrúar 2016 15:13 Engar forsendur fyrir riftunarmáli Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. 16. febrúar 2016 18:30 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. Samkomulag um kaupin á 31,2 prósenta hlut Eignarhaldsfélagsins Borgunar í Borgun voru undirrituð í nóvember 2014. Kaupverðið var um 2,2 milljarðar en verðmæti hlutarins er í dag talið mun meira. Einar á hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun í gegnum félagið P 126 ehf. Það var Landsbankinn sem seldi hlutinn í Borgun. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur talað um að skoðað yrði hvort forsendur væru til þess að rifta sölunni. Einar vill ekki tjá sig um þau ummæli bankastjórans. „Ég læt ekki blanda mér í þá umræðu.“ Einar segist ekki heldur geta svarað þeirri spurningu hvort hann myndi grípa til varna ef Landsbankinn tæki ákvörðun um að höfða riftunarmál. „Ef og hefði, ég get ekki svarað svona.“ Það hefur vakið tortryggni að Einar og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eru frændur. En Einar segist ekki hafa látið frænda sinn vita af því að hann hygðist taka þátt í þessum viðskiptum. „Nei, ég hef aldrei rætt þetta mál við hann,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki hafa haft áhyggjur af því að skyldleiki sinn við Bjarna Benediktsson yrði til þess að gera málið tortryggilegt. „Nei, það hvarflaði ekki að mér.“Borgunarmálið hvílir þungt á Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans.Vísir/VilhelmEinar segist hafa frétt af því að hluturinn í Borgun væri til sölu í nóvember 2014. Það er í sama mánuði og gengið var frá viðskiptunum. „Þá var ég spurður að því hvort ég hefði áhuga á að koma inn í þennan fjárfestahóp. Á þeim tíma þá liggur fyrir samningur um kaup á þessum bréfum. Eina aðkoma mín er sú að mér er sýndur þessi samningur, þau kjör sem í honum felast, kaupverð og dagsetningar,“ segir Einar. Hann segir að auk sín hafi fleiri verið spurðir að því hvort þeir hefðu áhuga á að koma að þessum viðskiptum. „Eftir umhugsun þá ákvað ég að taka þátt í þessu. Ég veit að einhverjir sem komu að þessu á þessum tíma afþökkuðu,“ segir Einar, en bætir því við að hann geti ekki greint frá því hvaða aðilar það voru. Það var Magnús Magnússon sem bauð Einari að koma að kaupunum, en Magnús hefur verið í forsvari fyrir Eignarhaldsfélagið Borgun.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Forstjóri Borgunar segir starfsmenn Borgunar hafi selt hlut sinn í fyrirtækinu á allt of lágu verði í sumar. Verðið var helmingi hærra en Landsbankinn seldi þeim á. 17. febrúar 2016 07:00 Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Vísir fer yfir eitt umdeildasta málið í íslensku samfélagi í dag frá upphafi. 17. febrúar 2016 11:30 Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Stjórn Borgunar segir allt tal um blekkingar vera algerlega fráleitt. 15. febrúar 2016 22:10 Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. 16. febrúar 2016 15:13 Engar forsendur fyrir riftunarmáli Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. 16. febrúar 2016 18:30 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Forstjóri Borgunar segir starfsmenn Borgunar hafi selt hlut sinn í fyrirtækinu á allt of lágu verði í sumar. Verðið var helmingi hærra en Landsbankinn seldi þeim á. 17. febrúar 2016 07:00
Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Vísir fer yfir eitt umdeildasta málið í íslensku samfélagi í dag frá upphafi. 17. febrúar 2016 11:30
Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Stjórn Borgunar segir allt tal um blekkingar vera algerlega fráleitt. 15. febrúar 2016 22:10
Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. 16. febrúar 2016 15:13
Engar forsendur fyrir riftunarmáli Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. 16. febrúar 2016 18:30
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent