Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. febrúar 2016 19:15 Idafe og Aldís hafa verið saman í tvö ár og ætlar Aldís ekki að linna látum fyrr en hann kemur aftur til Íslands. mynd/helgi j. hauksson „Hann fékk bara hringingu í gær frá lögreglunni um að nú væri komið að því. Hann var boðaður á fund í dag þar sem hann fékk að vita að lagt yrði af stað með hann út klukkan fimm í nótt,“ segir Aldís Bára Pálsdóttir í samtali við Vísi. Kærasti hennar, hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene, verður fluttur aftur til Ítalíu í nótt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.Uppfært 21.00: Fyrir skemmstu bárust þær fregnir að Útlendingastofnun hefði dregið til baka beiðni um brottflutning mannanna þriggja. Oghene er nígerískur ríkisborgari sem kom hingað til lands frá Ítalíu í ágúst árið 2012 og óskaði eftir hæli hérlendis. Í skýrslu sem tekin var af honum í september sama ár kom fram að hann hefði flúið heimaland sitt af ótta við að verða fangelsaður að ósekju og beittur þar ofbeldi. Hann tilheyrði samtökum í landinu sem hættulegt væri að tilheyra og til að mynda hefði faðir hans verið tekinn af lífi fyrir að gegna formennsku í þeim. Mál Oghene hefur verið til meðferðar í kerfinu frá komu hans til landsins en endanlegur dómur var kveðinn upp í því í október í fyrra af Hæstarétti sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um brottvísun hans úr landi.„Hvernig segi ég börnunum mínum að maðurinn sem hefur gengið þeim í föðurstað megi ekki búa á landinu?“ spyr Aldís.Beðið í óvissu frá því í október „Hann hefur búið hér í tvö ár og við höfum verið saman í tvö ár. Ég á tvær ungar stelpur og hann hefur gengið þeim algerlega í föðurstað. Við verjum eins miklum tíma saman og við getum og þegar við erum ekki saman þá er hann að leggja sig allan fram við að læra íslensku,“ segir Aldís. Oghene stundar nú nám við Tækniskólann og er á sinni þriðju önn í honum. Dómur í máli Oghene var kveðinn upp viku eftir að tveimur öðrum hælisleitendum var vísað aftur til Ítalíu. Í kjölfarið tilkynnti Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, í ræðu á Alþingi að beðið yrði með að vísa mönnunum úr landi. Um mál annars þeirra, sem nú er í sömu sporum og Oghene, hefur áður verið fjallað á Vísi. „Síðan þarna í október höfum við engin svör fengið. Ekki múkk. Ekki heyrt í neinum. Ég bara skil ekki hvernig þetta virkar. Ólöf lýsti því yfir að málið yrði skoðað en síðan hefur enginn svarað okkur og við ekkert vitað um málið fyrr en nú,“ segir Aldís. „Ég hreinlega átta mig ekki á því af hverju málið er ekki endurskoðað því þetta er ekki sama mál og árið 2012. Idafe hefur búið hér í rúmlega þrjú ár og öll hans fjölskylda og vinir er hér. Af hverju er málið ekki skoðað með tilliti til þess?“ Að öllu óbreyttu verður Oghene fluttur aftur til Ítalíu í nótt en hann hefur lýst aðstæðunum þar fyrir kærustu sinni. „Það er verið að senda hann í ekki neitt,“ segir Aldís. „Það verður tekið við honum en hann fær ekki neitt. Hann mun ekki geta fengið atvinnuleyfi, dagpeninga eða neitt slíkt. Á Ítalíu býður hans ekkert nema gatan.“ Aldís hefur enn ekki sagt börnum sínum hvernig sé komið fyrir málinu. „Ég fékk bara að vita þetta í gær og tíminn síðan þá hefur verið mjög undarlegur. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér. Hvernig segi ég börnunum mínum að maðurinn sem hefur gengið þeim í föðurstað megi ekki búa á landinu? Að hann megi ekki vera hérna, af því bara? Ég skil þetta ekki.“ „Það er alveg ljóst að ég mun gera allt til að fá manninn minn til baka. Ég mun ekki hætta fyrr en hann kemur hingað aftur,“ segir Aldís að lokum. Flóttamenn Tengdar fréttir Gunnar Bragi: Ísland gerir eins vel og það getur Utanríkisráðherra segir nýjustu viðbrögð margra Evrópuþjóða við flóttamannavandanum áhyggjuefni en um leið skiljanleg. Ítalska strandgæslan bjargaði þrjú hundruð flóttamönnum á Miðjarðarhafi í dag. 31. janúar 2016 19:30 Ætla að senda hælisleitanda með gilt atvinnuleyfi úr landi í fyrramálið „Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir Christian Boadi. 17. febrúar 2016 15:47 Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Hann fékk bara hringingu í gær frá lögreglunni um að nú væri komið að því. Hann var boðaður á fund í dag þar sem hann fékk að vita að lagt yrði af stað með hann út klukkan fimm í nótt,“ segir Aldís Bára Pálsdóttir í samtali við Vísi. Kærasti hennar, hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene, verður fluttur aftur til Ítalíu í nótt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.Uppfært 21.00: Fyrir skemmstu bárust þær fregnir að Útlendingastofnun hefði dregið til baka beiðni um brottflutning mannanna þriggja. Oghene er nígerískur ríkisborgari sem kom hingað til lands frá Ítalíu í ágúst árið 2012 og óskaði eftir hæli hérlendis. Í skýrslu sem tekin var af honum í september sama ár kom fram að hann hefði flúið heimaland sitt af ótta við að verða fangelsaður að ósekju og beittur þar ofbeldi. Hann tilheyrði samtökum í landinu sem hættulegt væri að tilheyra og til að mynda hefði faðir hans verið tekinn af lífi fyrir að gegna formennsku í þeim. Mál Oghene hefur verið til meðferðar í kerfinu frá komu hans til landsins en endanlegur dómur var kveðinn upp í því í október í fyrra af Hæstarétti sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um brottvísun hans úr landi.„Hvernig segi ég börnunum mínum að maðurinn sem hefur gengið þeim í föðurstað megi ekki búa á landinu?“ spyr Aldís.Beðið í óvissu frá því í október „Hann hefur búið hér í tvö ár og við höfum verið saman í tvö ár. Ég á tvær ungar stelpur og hann hefur gengið þeim algerlega í föðurstað. Við verjum eins miklum tíma saman og við getum og þegar við erum ekki saman þá er hann að leggja sig allan fram við að læra íslensku,“ segir Aldís. Oghene stundar nú nám við Tækniskólann og er á sinni þriðju önn í honum. Dómur í máli Oghene var kveðinn upp viku eftir að tveimur öðrum hælisleitendum var vísað aftur til Ítalíu. Í kjölfarið tilkynnti Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, í ræðu á Alþingi að beðið yrði með að vísa mönnunum úr landi. Um mál annars þeirra, sem nú er í sömu sporum og Oghene, hefur áður verið fjallað á Vísi. „Síðan þarna í október höfum við engin svör fengið. Ekki múkk. Ekki heyrt í neinum. Ég bara skil ekki hvernig þetta virkar. Ólöf lýsti því yfir að málið yrði skoðað en síðan hefur enginn svarað okkur og við ekkert vitað um málið fyrr en nú,“ segir Aldís. „Ég hreinlega átta mig ekki á því af hverju málið er ekki endurskoðað því þetta er ekki sama mál og árið 2012. Idafe hefur búið hér í rúmlega þrjú ár og öll hans fjölskylda og vinir er hér. Af hverju er málið ekki skoðað með tilliti til þess?“ Að öllu óbreyttu verður Oghene fluttur aftur til Ítalíu í nótt en hann hefur lýst aðstæðunum þar fyrir kærustu sinni. „Það er verið að senda hann í ekki neitt,“ segir Aldís. „Það verður tekið við honum en hann fær ekki neitt. Hann mun ekki geta fengið atvinnuleyfi, dagpeninga eða neitt slíkt. Á Ítalíu býður hans ekkert nema gatan.“ Aldís hefur enn ekki sagt börnum sínum hvernig sé komið fyrir málinu. „Ég fékk bara að vita þetta í gær og tíminn síðan þá hefur verið mjög undarlegur. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér. Hvernig segi ég börnunum mínum að maðurinn sem hefur gengið þeim í föðurstað megi ekki búa á landinu? Að hann megi ekki vera hérna, af því bara? Ég skil þetta ekki.“ „Það er alveg ljóst að ég mun gera allt til að fá manninn minn til baka. Ég mun ekki hætta fyrr en hann kemur hingað aftur,“ segir Aldís að lokum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Gunnar Bragi: Ísland gerir eins vel og það getur Utanríkisráðherra segir nýjustu viðbrögð margra Evrópuþjóða við flóttamannavandanum áhyggjuefni en um leið skiljanleg. Ítalska strandgæslan bjargaði þrjú hundruð flóttamönnum á Miðjarðarhafi í dag. 31. janúar 2016 19:30 Ætla að senda hælisleitanda með gilt atvinnuleyfi úr landi í fyrramálið „Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir Christian Boadi. 17. febrúar 2016 15:47 Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Gunnar Bragi: Ísland gerir eins vel og það getur Utanríkisráðherra segir nýjustu viðbrögð margra Evrópuþjóða við flóttamannavandanum áhyggjuefni en um leið skiljanleg. Ítalska strandgæslan bjargaði þrjú hundruð flóttamönnum á Miðjarðarhafi í dag. 31. janúar 2016 19:30
Ætla að senda hælisleitanda með gilt atvinnuleyfi úr landi í fyrramálið „Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir Christian Boadi. 17. febrúar 2016 15:47
Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11