Það ætlar enginn að verða fíkill Stefanía Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona. Þegar ástkær vinkona mín Susie Rut lét lífið vegna fíknar þá var skilið eftir mikið gat í lífi vina og fjölskyldu hennar. Lífsglaðari, réttlátari og klárari karakter var vart hægt að finna og því var manni spurn hvernig þetta gat komið fyrir hana. Frá öllum stigum samfélagsins Fyrirfram ákveðnar skoðanir samfélagsins eru oft að fíklar komi aðeins frá brotnum heimilum, þar sem æskan var skelfileg og í raun átti manneskjan aldrei séns. En staðreynd málsins er alls ekki sú. Fíklar koma frá öllum stigum samfélagsins, frá öllum landshornum, og koma í öllum stærðum og gerðum. Við sem samfélag verðum að gera okkur grein fyrir því og reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni eða koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Ferillinn markaður frá fyrsta kvöldi Í einni af auglýsingunum sem sjóðurinn tók saman lýsti móðir samtali við son sinn sem lést langt fyrir aldur fram með eftirfarandi hætti: „Líður þér svona illa eða hvað var það sem olli því? Og þá sagði hann bara: „Mamma hreinskilningslega, mér fannst þetta gott“. Bara frá fyrsta kvöldi þá var hans ferill markaður. Hann barðist eins og hann gat við það en þetta tók yfir.“ Fyrir mér er þessi lýsing svo áhrifamikil og segir allt sem segja þarf. Besta vörnin er forvarnir Besta vörnin við fíkn er eflaust forvarnir, að lýsa hættunni og gera börnum og unglingum grein fyrir því hvað fíknin er sterk og að það skipti engu máli hversu klár við erum, hversu sterk eða hversu góð við erum í íþróttum; við getum öll orðið fíklar. En þar er hlutverki okkar sem samfélagi ekki lokið. Ef einstaklingur er orðinn fíkill og vill berjast þá verðum við að hjálpa honum, við verðum að vera með úrræði sem hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni. En það er ekki nóg að bjóða upp meðferðir heldur er mikilvægt að standa við bakið á þeim sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að stíga næstu skref. Styrktarsjóður Af þessum sökum ætlar Styrktarsjóður Susie Rutar að veita styrki til forvarna, meðferðarúrræða og menntastyrki til þeirra einstaklinga sem eru í bata og vilja sækja sér menntun. Það getur hver sem er sótt um og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins http://styrktarsjodursusie.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona. Þegar ástkær vinkona mín Susie Rut lét lífið vegna fíknar þá var skilið eftir mikið gat í lífi vina og fjölskyldu hennar. Lífsglaðari, réttlátari og klárari karakter var vart hægt að finna og því var manni spurn hvernig þetta gat komið fyrir hana. Frá öllum stigum samfélagsins Fyrirfram ákveðnar skoðanir samfélagsins eru oft að fíklar komi aðeins frá brotnum heimilum, þar sem æskan var skelfileg og í raun átti manneskjan aldrei séns. En staðreynd málsins er alls ekki sú. Fíklar koma frá öllum stigum samfélagsins, frá öllum landshornum, og koma í öllum stærðum og gerðum. Við sem samfélag verðum að gera okkur grein fyrir því og reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni eða koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Ferillinn markaður frá fyrsta kvöldi Í einni af auglýsingunum sem sjóðurinn tók saman lýsti móðir samtali við son sinn sem lést langt fyrir aldur fram með eftirfarandi hætti: „Líður þér svona illa eða hvað var það sem olli því? Og þá sagði hann bara: „Mamma hreinskilningslega, mér fannst þetta gott“. Bara frá fyrsta kvöldi þá var hans ferill markaður. Hann barðist eins og hann gat við það en þetta tók yfir.“ Fyrir mér er þessi lýsing svo áhrifamikil og segir allt sem segja þarf. Besta vörnin er forvarnir Besta vörnin við fíkn er eflaust forvarnir, að lýsa hættunni og gera börnum og unglingum grein fyrir því hvað fíknin er sterk og að það skipti engu máli hversu klár við erum, hversu sterk eða hversu góð við erum í íþróttum; við getum öll orðið fíklar. En þar er hlutverki okkar sem samfélagi ekki lokið. Ef einstaklingur er orðinn fíkill og vill berjast þá verðum við að hjálpa honum, við verðum að vera með úrræði sem hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni. En það er ekki nóg að bjóða upp meðferðir heldur er mikilvægt að standa við bakið á þeim sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að stíga næstu skref. Styrktarsjóður Af þessum sökum ætlar Styrktarsjóður Susie Rutar að veita styrki til forvarna, meðferðarúrræða og menntastyrki til þeirra einstaklinga sem eru í bata og vilja sækja sér menntun. Það getur hver sem er sótt um og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins http://styrktarsjodursusie.is/
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun