Skýrar reglur eru forsenda sáttar Hörður Arnarson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu þeirra óviðjafnanlegu endurnýjanlegu orkuauðlinda sem við Íslendingar erum svo lánsamir að búa að. Landsvirkjun styður heilshugar við markmið rammaáætlunar. En til þess að þessi sátt náist með rammaáætluninni verða reglur um hana að vera skýrar. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað sett fram þá skoðun okkar, að þetta ferli þurfi að bæta. Þetta sögðum við strax á haustfundi okkar árið 2014. Reglurnar hafa ekki lagastoð Núgildandi starfsreglur verkefnisstjórnar um rammaáætlun komu seint fram – í lok maí 2015 – þegar verkefnisstjórnin hafði starfað í um tvö ár. Þessar nýju reglur fóru ekki í opinbert umsagnarferli og að mati Landsvirkjunar hafa þær ekki lagastoð og beinlínis brjóta í bága við fyrirmæli laga um verndar- og nýtingaráætlun. Athugasemdir Landsvirkjunar hafa aldrei lotið að neinu öðru en því að gera starfsreglurnar skýrari og í samræmi við lög. Landsvirkjun hefur aldrei farið fram á að svigrúm verkefnisstjórnar til að skipa virkjunarkostum í verndar-, bið- eða nýtingarflokk yrði takmarkað. Hins vegar telur Landsvirkjun ótvírætt, og styðst við lögfræðiálit í þeim efnum, að það sé Orkustofnun sem ákveði hvaða virkjunarkostir séu nægilega skilgreindir til þess að verkefnisstjórn taki þá til umfjöllunar, samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Verkefnisstjórn getur þar af leiðandi ekki, og það er kjarni málsins, hafnað að taka virkjunarkost til umfjöllunar sem Orkustofnun telur nægilega skilgreindan til umfjöllunar, enda er verkefnisstjórn ráðgefandi lögum samkvæmt. Hún hefur ekki völd til að taka slíka stjórnvaldsákvörðun enda skortir alla stjórnsýslulega umgjörð um hana til þess. Fjölmargar ábendingar Landsvirkjun gerði grein fyrir þessum sjónarmiðum með bréfi til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 17. ágúst 2015. Í svarbréfi frá ráðherra í desembermánuði kom fram að starfsreglurnar væru í endurskoðun, í ljósi þeirra athugasemda sem fram hefðu komið. Þar var ekki einungis um að ræða athugasemdir Landsvirkjunar, heldur fjölmargar ábendingar hinna ýmsu aðila, meðal annarra Alþingis. Endurskoðaðar starfsreglur voru svo lagðar fram og óskað eftir athugasemdum núna í byrjun febrúar. Það er von okkar að endurskoðaðar starfsreglur stuðli að þeirri nauðsynlegu sátt sem þarf að ríkja um rammaáætlun, þannig að hún nái því markmiði sínu að miðla málum á hlutlægan hátt í málefnum orkunýtingar og náttúruverndar í íslensku samfélagi og sé í samræmi við gildandi lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu þeirra óviðjafnanlegu endurnýjanlegu orkuauðlinda sem við Íslendingar erum svo lánsamir að búa að. Landsvirkjun styður heilshugar við markmið rammaáætlunar. En til þess að þessi sátt náist með rammaáætluninni verða reglur um hana að vera skýrar. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað sett fram þá skoðun okkar, að þetta ferli þurfi að bæta. Þetta sögðum við strax á haustfundi okkar árið 2014. Reglurnar hafa ekki lagastoð Núgildandi starfsreglur verkefnisstjórnar um rammaáætlun komu seint fram – í lok maí 2015 – þegar verkefnisstjórnin hafði starfað í um tvö ár. Þessar nýju reglur fóru ekki í opinbert umsagnarferli og að mati Landsvirkjunar hafa þær ekki lagastoð og beinlínis brjóta í bága við fyrirmæli laga um verndar- og nýtingaráætlun. Athugasemdir Landsvirkjunar hafa aldrei lotið að neinu öðru en því að gera starfsreglurnar skýrari og í samræmi við lög. Landsvirkjun hefur aldrei farið fram á að svigrúm verkefnisstjórnar til að skipa virkjunarkostum í verndar-, bið- eða nýtingarflokk yrði takmarkað. Hins vegar telur Landsvirkjun ótvírætt, og styðst við lögfræðiálit í þeim efnum, að það sé Orkustofnun sem ákveði hvaða virkjunarkostir séu nægilega skilgreindir til þess að verkefnisstjórn taki þá til umfjöllunar, samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Verkefnisstjórn getur þar af leiðandi ekki, og það er kjarni málsins, hafnað að taka virkjunarkost til umfjöllunar sem Orkustofnun telur nægilega skilgreindan til umfjöllunar, enda er verkefnisstjórn ráðgefandi lögum samkvæmt. Hún hefur ekki völd til að taka slíka stjórnvaldsákvörðun enda skortir alla stjórnsýslulega umgjörð um hana til þess. Fjölmargar ábendingar Landsvirkjun gerði grein fyrir þessum sjónarmiðum með bréfi til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 17. ágúst 2015. Í svarbréfi frá ráðherra í desembermánuði kom fram að starfsreglurnar væru í endurskoðun, í ljósi þeirra athugasemda sem fram hefðu komið. Þar var ekki einungis um að ræða athugasemdir Landsvirkjunar, heldur fjölmargar ábendingar hinna ýmsu aðila, meðal annarra Alþingis. Endurskoðaðar starfsreglur voru svo lagðar fram og óskað eftir athugasemdum núna í byrjun febrúar. Það er von okkar að endurskoðaðar starfsreglur stuðli að þeirri nauðsynlegu sátt sem þarf að ríkja um rammaáætlun, þannig að hún nái því markmiði sínu að miðla málum á hlutlægan hátt í málefnum orkunýtingar og náttúruverndar í íslensku samfélagi og sé í samræmi við gildandi lög.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun