Viljum við ekki þrjá milljarða? Helgi Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Það er tímaspursmál hvenær erlendir ferðamenn lenda í stórslysi á Íslandi. Hvort þar með verði draumurinn búinn er erfitt að segja til um, en þegar erlendir ferðamenn ganga eftirlits- og fyrirhyggjulaust fram á snjóhengjur við klakabrynjuð vatnsföll, ganga út í opinn dauðann í ölduróti, fjölskyldur með lítil börn hoppa á milli jaka á jökullónum og menn aka miskunnarlaust hver á móti öðrum til dauðs á einbreiðum brúm, eiga allar bjöllur að hringja. Frásagnir af græðgi og okri, upplýsingaskorti og lélegri þjónustu eru farnar að birtast á samfélagsmiðlum. Þegar þar fara að birtast fyrirsagnirnar: „Iceland sucks“ fer að þrengja að.Skítareddingar Það er með ólíkindum hvernig þessi atvinnugrein fær að druslast áfram með skítareddingum frá degi til dags, algjöru hruni í menntun starfsfólks, innflutningi á ungu erlendu fólki sem haldið er til vinnu á skítalaunum og jafnvel engum launum og klárlega meiri undanskotum á sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga en nokkurn grunar. Á meðan fjölgar innlendu eldra og reynslumiklu fólki utan vinnumarkaðar. Því yrði hins vegar að greiða laun. Framganga stjórnvalda er síðan með eindæmum og tilefni til hugleiðinga um hvað því fólki, sem þar á að leggja línur, gangi yfirleitt til, hvort það ráði engu um þróun mála eða hafi hreinlega ekkert vit á málaflokknum. Eru menn virkilega orðnir svo logandi hræddir við offjárfestingu í hótelrýmum að þeir þora hreinlega ekki að grípa til stjórnunartækja og anda á flugfélögin, sem hingað selja sæti og er nákvæmlega sama um hvert farþegarnir síðan fara, svo kröftuglega ofan í hálsmálið á ráðherra og slóð af ferðamálastofnunum að þetta fólk er bókstaflega lamað. Hver er hótunin? Hún hlýtur að vera sú, að ef þið gerið eitthvað sem kostar ferðamenn eða flugfélögin fjármuni, þá fækkar ferðamönnum eða þeir hætta alveg að koma.Eina raunhæfa leiðin Ef þið setjið á komugjald, sem er eina raunhæfa leiðin til þess að afla tekna fyrir ríkissjóð til uppbyggingar innviða greinarinnar, í rannsóknir, til ráðningar fleiri lögreglumanna, landvarða og leiðbeinenda, upplýsingamiðlunar og afmörkunar ferðamannastaða, auk stórkostlegra endurbóta á vegakerfinu, mun fólk hætta að koma, segja flugfélögin. Þvílíkt bull. Ísland státar af síðasta og stærsta óbyggðasvæði Evrópu. Og hér er forvitnileg fámenn þjóð sem á sér og skapar áfram fjölbreytta menningu. Hvaða 330 þúsund karlar og konur eru þetta? Þetta er sellið. Það hafa meira að segja verið gerðar rannsóknir þar sem fram kemur að erlendir ferðamenn vilja gjarnan greiða einhvers konar komugjald, ferðamannaskatt, þjónustugjald. Tuttugu evrur á hvern erlendan ferðamann myndu gefa okkur rúmlega þrjá milljarða í ár. Og hefðu gefið okkur ótalda milljarða undanfarin ár á meðan ráðherra fór um sveitir með hersingu af ferðaþjónustuaðilum til þess að reyna að leggja gjald á Íslendinga! Til þess að Íslendingar greiddu aukinn kostnað af gríðarlegri fjölgun flugfarþega, rútufarþega, bílaleigubíla, skattasvindli, að ekki sé talað um að þessi þróun hefur rústað almennan leigumarkað. Jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði um t.d. 300 þúsund, verður ekki séð að það kæmi að sök. Slíkur slaki með stórauknum fjármunum til ráðstöfunar, gæfi okkur ráðrúm til þess að endurskipuleggja og hvetja til aukins náms í þjónustugreinum í ferðaþjónustu, til að gera lífsnauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, flytja og tengja innanlandsflug við flugumferð á Keflavíkurflugvelli, markaðssetja Akureyrar-, Húsavíkur- og Egilsstaðaflugvelli sem beina áfangastaði, bæta þjónustu og hækka verð og laun – hækka þröskuldinn til landsins! Hér vantar enn fimm stjörnu hótel og öll flugfélög sem hingað fljúga, vita að það eru mun efnameiri farþegar á ferðinni um heim allan þar sem góð þjónusta er í boði, en sá massi sem hingað er fluttur í ferð án fyrirheits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er tímaspursmál hvenær erlendir ferðamenn lenda í stórslysi á Íslandi. Hvort þar með verði draumurinn búinn er erfitt að segja til um, en þegar erlendir ferðamenn ganga eftirlits- og fyrirhyggjulaust fram á snjóhengjur við klakabrynjuð vatnsföll, ganga út í opinn dauðann í ölduróti, fjölskyldur með lítil börn hoppa á milli jaka á jökullónum og menn aka miskunnarlaust hver á móti öðrum til dauðs á einbreiðum brúm, eiga allar bjöllur að hringja. Frásagnir af græðgi og okri, upplýsingaskorti og lélegri þjónustu eru farnar að birtast á samfélagsmiðlum. Þegar þar fara að birtast fyrirsagnirnar: „Iceland sucks“ fer að þrengja að.Skítareddingar Það er með ólíkindum hvernig þessi atvinnugrein fær að druslast áfram með skítareddingum frá degi til dags, algjöru hruni í menntun starfsfólks, innflutningi á ungu erlendu fólki sem haldið er til vinnu á skítalaunum og jafnvel engum launum og klárlega meiri undanskotum á sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga en nokkurn grunar. Á meðan fjölgar innlendu eldra og reynslumiklu fólki utan vinnumarkaðar. Því yrði hins vegar að greiða laun. Framganga stjórnvalda er síðan með eindæmum og tilefni til hugleiðinga um hvað því fólki, sem þar á að leggja línur, gangi yfirleitt til, hvort það ráði engu um þróun mála eða hafi hreinlega ekkert vit á málaflokknum. Eru menn virkilega orðnir svo logandi hræddir við offjárfestingu í hótelrýmum að þeir þora hreinlega ekki að grípa til stjórnunartækja og anda á flugfélögin, sem hingað selja sæti og er nákvæmlega sama um hvert farþegarnir síðan fara, svo kröftuglega ofan í hálsmálið á ráðherra og slóð af ferðamálastofnunum að þetta fólk er bókstaflega lamað. Hver er hótunin? Hún hlýtur að vera sú, að ef þið gerið eitthvað sem kostar ferðamenn eða flugfélögin fjármuni, þá fækkar ferðamönnum eða þeir hætta alveg að koma.Eina raunhæfa leiðin Ef þið setjið á komugjald, sem er eina raunhæfa leiðin til þess að afla tekna fyrir ríkissjóð til uppbyggingar innviða greinarinnar, í rannsóknir, til ráðningar fleiri lögreglumanna, landvarða og leiðbeinenda, upplýsingamiðlunar og afmörkunar ferðamannastaða, auk stórkostlegra endurbóta á vegakerfinu, mun fólk hætta að koma, segja flugfélögin. Þvílíkt bull. Ísland státar af síðasta og stærsta óbyggðasvæði Evrópu. Og hér er forvitnileg fámenn þjóð sem á sér og skapar áfram fjölbreytta menningu. Hvaða 330 þúsund karlar og konur eru þetta? Þetta er sellið. Það hafa meira að segja verið gerðar rannsóknir þar sem fram kemur að erlendir ferðamenn vilja gjarnan greiða einhvers konar komugjald, ferðamannaskatt, þjónustugjald. Tuttugu evrur á hvern erlendan ferðamann myndu gefa okkur rúmlega þrjá milljarða í ár. Og hefðu gefið okkur ótalda milljarða undanfarin ár á meðan ráðherra fór um sveitir með hersingu af ferðaþjónustuaðilum til þess að reyna að leggja gjald á Íslendinga! Til þess að Íslendingar greiddu aukinn kostnað af gríðarlegri fjölgun flugfarþega, rútufarþega, bílaleigubíla, skattasvindli, að ekki sé talað um að þessi þróun hefur rústað almennan leigumarkað. Jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði um t.d. 300 þúsund, verður ekki séð að það kæmi að sök. Slíkur slaki með stórauknum fjármunum til ráðstöfunar, gæfi okkur ráðrúm til þess að endurskipuleggja og hvetja til aukins náms í þjónustugreinum í ferðaþjónustu, til að gera lífsnauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, flytja og tengja innanlandsflug við flugumferð á Keflavíkurflugvelli, markaðssetja Akureyrar-, Húsavíkur- og Egilsstaðaflugvelli sem beina áfangastaði, bæta þjónustu og hækka verð og laun – hækka þröskuldinn til landsins! Hér vantar enn fimm stjörnu hótel og öll flugfélög sem hingað fljúga, vita að það eru mun efnameiri farþegar á ferðinni um heim allan þar sem góð þjónusta er í boði, en sá massi sem hingað er fluttur í ferð án fyrirheits.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun