Viljum við ekki þrjá milljarða? Helgi Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Það er tímaspursmál hvenær erlendir ferðamenn lenda í stórslysi á Íslandi. Hvort þar með verði draumurinn búinn er erfitt að segja til um, en þegar erlendir ferðamenn ganga eftirlits- og fyrirhyggjulaust fram á snjóhengjur við klakabrynjuð vatnsföll, ganga út í opinn dauðann í ölduróti, fjölskyldur með lítil börn hoppa á milli jaka á jökullónum og menn aka miskunnarlaust hver á móti öðrum til dauðs á einbreiðum brúm, eiga allar bjöllur að hringja. Frásagnir af græðgi og okri, upplýsingaskorti og lélegri þjónustu eru farnar að birtast á samfélagsmiðlum. Þegar þar fara að birtast fyrirsagnirnar: „Iceland sucks“ fer að þrengja að.Skítareddingar Það er með ólíkindum hvernig þessi atvinnugrein fær að druslast áfram með skítareddingum frá degi til dags, algjöru hruni í menntun starfsfólks, innflutningi á ungu erlendu fólki sem haldið er til vinnu á skítalaunum og jafnvel engum launum og klárlega meiri undanskotum á sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga en nokkurn grunar. Á meðan fjölgar innlendu eldra og reynslumiklu fólki utan vinnumarkaðar. Því yrði hins vegar að greiða laun. Framganga stjórnvalda er síðan með eindæmum og tilefni til hugleiðinga um hvað því fólki, sem þar á að leggja línur, gangi yfirleitt til, hvort það ráði engu um þróun mála eða hafi hreinlega ekkert vit á málaflokknum. Eru menn virkilega orðnir svo logandi hræddir við offjárfestingu í hótelrýmum að þeir þora hreinlega ekki að grípa til stjórnunartækja og anda á flugfélögin, sem hingað selja sæti og er nákvæmlega sama um hvert farþegarnir síðan fara, svo kröftuglega ofan í hálsmálið á ráðherra og slóð af ferðamálastofnunum að þetta fólk er bókstaflega lamað. Hver er hótunin? Hún hlýtur að vera sú, að ef þið gerið eitthvað sem kostar ferðamenn eða flugfélögin fjármuni, þá fækkar ferðamönnum eða þeir hætta alveg að koma.Eina raunhæfa leiðin Ef þið setjið á komugjald, sem er eina raunhæfa leiðin til þess að afla tekna fyrir ríkissjóð til uppbyggingar innviða greinarinnar, í rannsóknir, til ráðningar fleiri lögreglumanna, landvarða og leiðbeinenda, upplýsingamiðlunar og afmörkunar ferðamannastaða, auk stórkostlegra endurbóta á vegakerfinu, mun fólk hætta að koma, segja flugfélögin. Þvílíkt bull. Ísland státar af síðasta og stærsta óbyggðasvæði Evrópu. Og hér er forvitnileg fámenn þjóð sem á sér og skapar áfram fjölbreytta menningu. Hvaða 330 þúsund karlar og konur eru þetta? Þetta er sellið. Það hafa meira að segja verið gerðar rannsóknir þar sem fram kemur að erlendir ferðamenn vilja gjarnan greiða einhvers konar komugjald, ferðamannaskatt, þjónustugjald. Tuttugu evrur á hvern erlendan ferðamann myndu gefa okkur rúmlega þrjá milljarða í ár. Og hefðu gefið okkur ótalda milljarða undanfarin ár á meðan ráðherra fór um sveitir með hersingu af ferðaþjónustuaðilum til þess að reyna að leggja gjald á Íslendinga! Til þess að Íslendingar greiddu aukinn kostnað af gríðarlegri fjölgun flugfarþega, rútufarþega, bílaleigubíla, skattasvindli, að ekki sé talað um að þessi þróun hefur rústað almennan leigumarkað. Jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði um t.d. 300 þúsund, verður ekki séð að það kæmi að sök. Slíkur slaki með stórauknum fjármunum til ráðstöfunar, gæfi okkur ráðrúm til þess að endurskipuleggja og hvetja til aukins náms í þjónustugreinum í ferðaþjónustu, til að gera lífsnauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, flytja og tengja innanlandsflug við flugumferð á Keflavíkurflugvelli, markaðssetja Akureyrar-, Húsavíkur- og Egilsstaðaflugvelli sem beina áfangastaði, bæta þjónustu og hækka verð og laun – hækka þröskuldinn til landsins! Hér vantar enn fimm stjörnu hótel og öll flugfélög sem hingað fljúga, vita að það eru mun efnameiri farþegar á ferðinni um heim allan þar sem góð þjónusta er í boði, en sá massi sem hingað er fluttur í ferð án fyrirheits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er tímaspursmál hvenær erlendir ferðamenn lenda í stórslysi á Íslandi. Hvort þar með verði draumurinn búinn er erfitt að segja til um, en þegar erlendir ferðamenn ganga eftirlits- og fyrirhyggjulaust fram á snjóhengjur við klakabrynjuð vatnsföll, ganga út í opinn dauðann í ölduróti, fjölskyldur með lítil börn hoppa á milli jaka á jökullónum og menn aka miskunnarlaust hver á móti öðrum til dauðs á einbreiðum brúm, eiga allar bjöllur að hringja. Frásagnir af græðgi og okri, upplýsingaskorti og lélegri þjónustu eru farnar að birtast á samfélagsmiðlum. Þegar þar fara að birtast fyrirsagnirnar: „Iceland sucks“ fer að þrengja að.Skítareddingar Það er með ólíkindum hvernig þessi atvinnugrein fær að druslast áfram með skítareddingum frá degi til dags, algjöru hruni í menntun starfsfólks, innflutningi á ungu erlendu fólki sem haldið er til vinnu á skítalaunum og jafnvel engum launum og klárlega meiri undanskotum á sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga en nokkurn grunar. Á meðan fjölgar innlendu eldra og reynslumiklu fólki utan vinnumarkaðar. Því yrði hins vegar að greiða laun. Framganga stjórnvalda er síðan með eindæmum og tilefni til hugleiðinga um hvað því fólki, sem þar á að leggja línur, gangi yfirleitt til, hvort það ráði engu um þróun mála eða hafi hreinlega ekkert vit á málaflokknum. Eru menn virkilega orðnir svo logandi hræddir við offjárfestingu í hótelrýmum að þeir þora hreinlega ekki að grípa til stjórnunartækja og anda á flugfélögin, sem hingað selja sæti og er nákvæmlega sama um hvert farþegarnir síðan fara, svo kröftuglega ofan í hálsmálið á ráðherra og slóð af ferðamálastofnunum að þetta fólk er bókstaflega lamað. Hver er hótunin? Hún hlýtur að vera sú, að ef þið gerið eitthvað sem kostar ferðamenn eða flugfélögin fjármuni, þá fækkar ferðamönnum eða þeir hætta alveg að koma.Eina raunhæfa leiðin Ef þið setjið á komugjald, sem er eina raunhæfa leiðin til þess að afla tekna fyrir ríkissjóð til uppbyggingar innviða greinarinnar, í rannsóknir, til ráðningar fleiri lögreglumanna, landvarða og leiðbeinenda, upplýsingamiðlunar og afmörkunar ferðamannastaða, auk stórkostlegra endurbóta á vegakerfinu, mun fólk hætta að koma, segja flugfélögin. Þvílíkt bull. Ísland státar af síðasta og stærsta óbyggðasvæði Evrópu. Og hér er forvitnileg fámenn þjóð sem á sér og skapar áfram fjölbreytta menningu. Hvaða 330 þúsund karlar og konur eru þetta? Þetta er sellið. Það hafa meira að segja verið gerðar rannsóknir þar sem fram kemur að erlendir ferðamenn vilja gjarnan greiða einhvers konar komugjald, ferðamannaskatt, þjónustugjald. Tuttugu evrur á hvern erlendan ferðamann myndu gefa okkur rúmlega þrjá milljarða í ár. Og hefðu gefið okkur ótalda milljarða undanfarin ár á meðan ráðherra fór um sveitir með hersingu af ferðaþjónustuaðilum til þess að reyna að leggja gjald á Íslendinga! Til þess að Íslendingar greiddu aukinn kostnað af gríðarlegri fjölgun flugfarþega, rútufarþega, bílaleigubíla, skattasvindli, að ekki sé talað um að þessi þróun hefur rústað almennan leigumarkað. Jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði um t.d. 300 þúsund, verður ekki séð að það kæmi að sök. Slíkur slaki með stórauknum fjármunum til ráðstöfunar, gæfi okkur ráðrúm til þess að endurskipuleggja og hvetja til aukins náms í þjónustugreinum í ferðaþjónustu, til að gera lífsnauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, flytja og tengja innanlandsflug við flugumferð á Keflavíkurflugvelli, markaðssetja Akureyrar-, Húsavíkur- og Egilsstaðaflugvelli sem beina áfangastaði, bæta þjónustu og hækka verð og laun – hækka þröskuldinn til landsins! Hér vantar enn fimm stjörnu hótel og öll flugfélög sem hingað fljúga, vita að það eru mun efnameiri farþegar á ferðinni um heim allan þar sem góð þjónusta er í boði, en sá massi sem hingað er fluttur í ferð án fyrirheits.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun