Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Stór hluti Íslendinga fer á hverju ári til útlanda til að kaupa föt. H&M nýtur mikilla vinsælda. Vísir/Getty „Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin samkeppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, prófessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvernig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með internetinu, eins og Netflix eða í ferðatösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslendinga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrirtæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þessarar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við viðskiptaumhverfi sem væri sambærilegt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppnisumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru innlend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórnvöld gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í menntun á sama hátt og gert væri í öðrum löndum. Netflix Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira
„Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin samkeppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, prófessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvernig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með internetinu, eins og Netflix eða í ferðatösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslendinga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrirtæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þessarar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við viðskiptaumhverfi sem væri sambærilegt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppnisumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru innlend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórnvöld gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í menntun á sama hátt og gert væri í öðrum löndum.
Netflix Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira