Rakel: Leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum Anton Ingi Leifsson úr TM-höllinni skrifar 12. febrúar 2016 21:56 Rakel er ánægð með að vera mætt aftur. Frábær tíðindi. vísir/valli „Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Rakel spilaði með Stjörnunni í níu marka tapi gegn Haukum, en leikur Stjörnunnar var afleitur. Það eru hins vegar frábærar fréttir fyrir Stjörnuna og Rakel sjálfa að hún sé mætt á völlinn aftur, en meira má lesa um leikinn hér. „Ég er mjög spennt og það eru mjög skemmtilegar tímar framundan. Mér finnst mjög gaman að taka þátt,” en hvað kom til að Rakel Dögg kom aftur? „Ég er búin að taka miklum framförum með höfuðið og gengið ótrúlega vel eftir að ég átti barn fyrir sex mánuðum og ég prófaði að byrja æfa. Það gekk fínt og svo byrjaði ég að mæta á handboltaæfingu og það gekk vel.” Samkvæmt öruggum heimildum eru tvö ár og þrír mánuðir síðan að Rakel spilaði síðast, en hún er gífurlega ánægð með að vera komin aftur. „Mér fannst ég pínu skulda sjálfum mér að mæta og prófa vera með. Það er leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum og ég ákvað að slá til. Ég er ótrúlega ánægð og vona að það gangi aðeins betur í næsta leik, en þetta er rosa gaman.” Næst barst tal blaðamannns að því hvort Rakel Dögg væri mætt aftur endanlega, en hún vildi ekki ganga svo langt. „Ég vil ekki kalla þetta “comeback” þar sem ég er búin að vera mjög “discreet” með þetta. Ef allt gengur vel þá verður það þannig, en ég er bara að taka einn dag í einu og skoða og hvernig ég verð. Ef allt gengur vel verð ég með út tímabilið,” sagði Rakel. „Ég byrjaði aðeins að hreyfa mig í desember, en svo fór ég að detta inn á handboltaæfingar fljótlega upp úr því. Ég hef svo sem ekkert verið alltof mikið á æfingum,” sagði Rakel að lokum, en sex mánaða sonur hennar grét í fangi hennar, hræddur við blaðamann og vildi meira athygli mömmu. Frábært að sjá Rakel á vellinum aftur. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Rakel spilaði með Stjörnunni í níu marka tapi gegn Haukum, en leikur Stjörnunnar var afleitur. Það eru hins vegar frábærar fréttir fyrir Stjörnuna og Rakel sjálfa að hún sé mætt á völlinn aftur, en meira má lesa um leikinn hér. „Ég er mjög spennt og það eru mjög skemmtilegar tímar framundan. Mér finnst mjög gaman að taka þátt,” en hvað kom til að Rakel Dögg kom aftur? „Ég er búin að taka miklum framförum með höfuðið og gengið ótrúlega vel eftir að ég átti barn fyrir sex mánuðum og ég prófaði að byrja æfa. Það gekk fínt og svo byrjaði ég að mæta á handboltaæfingu og það gekk vel.” Samkvæmt öruggum heimildum eru tvö ár og þrír mánuðir síðan að Rakel spilaði síðast, en hún er gífurlega ánægð með að vera komin aftur. „Mér fannst ég pínu skulda sjálfum mér að mæta og prófa vera með. Það er leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum og ég ákvað að slá til. Ég er ótrúlega ánægð og vona að það gangi aðeins betur í næsta leik, en þetta er rosa gaman.” Næst barst tal blaðamannns að því hvort Rakel Dögg væri mætt aftur endanlega, en hún vildi ekki ganga svo langt. „Ég vil ekki kalla þetta “comeback” þar sem ég er búin að vera mjög “discreet” með þetta. Ef allt gengur vel þá verður það þannig, en ég er bara að taka einn dag í einu og skoða og hvernig ég verð. Ef allt gengur vel verð ég með út tímabilið,” sagði Rakel. „Ég byrjaði aðeins að hreyfa mig í desember, en svo fór ég að detta inn á handboltaæfingar fljótlega upp úr því. Ég hef svo sem ekkert verið alltof mikið á æfingum,” sagði Rakel að lokum, en sex mánaða sonur hennar grét í fangi hennar, hræddur við blaðamann og vildi meira athygli mömmu. Frábært að sjá Rakel á vellinum aftur.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00