Einatt stendur EES með neytendum gegn íslenskum stjórnvöldum Skjóðan skrifar 10. febrúar 2016 11:16 Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur. Á dögunum skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu um að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti stríði fullkomlega í bága við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk stjórnvöld setja þau skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti að innflytjendur skili vottorði um að kjötið hafi verið fryst í að minnsta kosti einn mánuð áður en það er tollafgreitt hér á landi. Þetta brýtur í bága við EES samninginn þar sem kveðið er á um að ekki megi hindra viðskipti með ferskt kjöt milli ríkja sem eru aðilar að EES. Á þetta reyndi þegar fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. gerði tilraun til að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi. Kjötið var gert upptækt í tolli og því fargað þar sem það var ófrosið. Fyrirtækið undi ekki þessari niðurstöðu og höfðaði gegn íslenska ríkinu mál til skaðabóta vegna þess tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á innflutningsleyfi. Að kröfu Ferskra kjötvara leituðu íslenskir dómstólar eftir ráðgefandi álits EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf um innflutning fersks kjöts væri í samræmi við EES samninginn. Niðurstaða EFTA dómstólsins er afgerandi. Íslenska ríkinu er með öllu óheimilt að krefjast þess að innflytjandi sæki um sérstakt leyfi til að flytja inn ferskt kjöt frá EES og setja sem skilyrði fyrir innflutningi að framvísað sé vottorði um að kjötið hafi verið frosið í tiltekinn tíma áður en það er tollafgreitt. EFTA dómstóllinnhafnar með öllu röksemdum íslenska ríkisins um að taka beri tillit til einangraðar landfræðilegrar legu Íslands og ónæmisfræðilegs varnarleysis dýraflóru landsins og hugsanlegra afleiðinga á líf og heilsu manna, við skýringu tilskipunarinnar. „Ísland fullyrti að það beri fullt traust til dýraheilbrigðiseftirlits sem fram fer í öðrum aðildarríkjum í samræmi við sameiginlegar EES-reglur. Samkvæmt EES- samningnum er í gildi aðlögun fyrir Ísland, sem tekur til lifandi dýra, annarra en fiska og lagareldisdýra. Samningurinn hefur þó engin aðlögunarákvæði að geyma vegna innflutnings hrárra kjötvara til Íslands.“ Enn og aftur sækja íslenskir neytendur réttlæti sitt til Evrópu. Vitanlega er þetta ólöglega bann á innflutningi ekki til að vernda íslenskan búfénað nema í orði kveðnu. Bannið er tæknileg hindrun á innflutningi ætluð til að halda uppi verði landbúnaðarafurða hér á landi á kostnað íslenskra neytenda. Íslenskum búpeningi stafar raunar meiri hætta af árlegri innrás farfugla sem hingað fljúga til hreiðurgerðar og varps en innflutningi á viðurkenndum landbúnaðarafurðum, sem uppfylla heilbrigðisskilyrði nágrannaþjóða okkar í Evrópu. Skjóðan Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur. Á dögunum skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu um að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti stríði fullkomlega í bága við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk stjórnvöld setja þau skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti að innflytjendur skili vottorði um að kjötið hafi verið fryst í að minnsta kosti einn mánuð áður en það er tollafgreitt hér á landi. Þetta brýtur í bága við EES samninginn þar sem kveðið er á um að ekki megi hindra viðskipti með ferskt kjöt milli ríkja sem eru aðilar að EES. Á þetta reyndi þegar fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. gerði tilraun til að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi. Kjötið var gert upptækt í tolli og því fargað þar sem það var ófrosið. Fyrirtækið undi ekki þessari niðurstöðu og höfðaði gegn íslenska ríkinu mál til skaðabóta vegna þess tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á innflutningsleyfi. Að kröfu Ferskra kjötvara leituðu íslenskir dómstólar eftir ráðgefandi álits EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf um innflutning fersks kjöts væri í samræmi við EES samninginn. Niðurstaða EFTA dómstólsins er afgerandi. Íslenska ríkinu er með öllu óheimilt að krefjast þess að innflytjandi sæki um sérstakt leyfi til að flytja inn ferskt kjöt frá EES og setja sem skilyrði fyrir innflutningi að framvísað sé vottorði um að kjötið hafi verið frosið í tiltekinn tíma áður en það er tollafgreitt. EFTA dómstóllinnhafnar með öllu röksemdum íslenska ríkisins um að taka beri tillit til einangraðar landfræðilegrar legu Íslands og ónæmisfræðilegs varnarleysis dýraflóru landsins og hugsanlegra afleiðinga á líf og heilsu manna, við skýringu tilskipunarinnar. „Ísland fullyrti að það beri fullt traust til dýraheilbrigðiseftirlits sem fram fer í öðrum aðildarríkjum í samræmi við sameiginlegar EES-reglur. Samkvæmt EES- samningnum er í gildi aðlögun fyrir Ísland, sem tekur til lifandi dýra, annarra en fiska og lagareldisdýra. Samningurinn hefur þó engin aðlögunarákvæði að geyma vegna innflutnings hrárra kjötvara til Íslands.“ Enn og aftur sækja íslenskir neytendur réttlæti sitt til Evrópu. Vitanlega er þetta ólöglega bann á innflutningi ekki til að vernda íslenskan búfénað nema í orði kveðnu. Bannið er tæknileg hindrun á innflutningi ætluð til að halda uppi verði landbúnaðarafurða hér á landi á kostnað íslenskra neytenda. Íslenskum búpeningi stafar raunar meiri hætta af árlegri innrás farfugla sem hingað fljúga til hreiðurgerðar og varps en innflutningi á viðurkenndum landbúnaðarafurðum, sem uppfylla heilbrigðisskilyrði nágrannaþjóða okkar í Evrópu.
Skjóðan Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent