Tekjur af þjórfé aukast vegna ferðamanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2016 14:00 Gestir veitingastaðanna spyrja oft þjónana um reglur varðandi þjórfé. Fréttablaðið/Heiða Tekjur þjóna af þjórfé hafa aukist nokkuð á undanförnu vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur upphæð hvers þjóns á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Þjónarnir vilji heldur ekki afþakka tvisvar ef gestir eru harðir á því að vilja gefa. Aðalsteinn Ragnar segir að þótt þetta séu ekki stórar upphæðir telji þetta alltaf eitthvað. Stundum gefi fólk allt upp í 10 prósent af reikningi ef það er mjög ánægt. „En oft er þetta klink i afgang,“ segir hann. Hann segir að peningurinn sé alla jafna settur í starfsmannasjóð og svo geri starfsfólkið eitthvað gaman saman fyrir peninginn. Snædís Logadóttir á Kopar tekur undir það að greiðsla þjórfjár sé að færast í aukana vegna aukins túrisma. „Það er mjög algengt að við fáum spurningar um það hver venjan er á Íslandi, hversu mikið þjórfé. Það var ekki eins mikið áður,“ segir Snædís. Hún er sammála Aðalsteini Ragnari um að flestir veitingastaðir nýti þjórfé sameiginlega í gegnum starfsmannasjóði. „Þar sem við erum með stéttarfélag og erum með ágætar tekjur miðað við þjóna á flestum stöðum í heiminum, þá höfum við haft það þannig að setja það í sameiginlegan sjóð og nýta það fyrir alla starfsmenn á staðnum,“ segir hún. Snædís segir það misjafnt hve mikið gestir greiða. Sumir eru mjög örlátir og gefa kannski fimm þúsund krónur á 30 þúsund króna reikning. Aðrir gefa bara svona þúsund kall hér og þar af því að þeir skilja ekki gjaldmiðilinn okkar og eru ekki vissir um það hversu mikið þeir eru að gefa. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Tekjur þjóna af þjórfé hafa aukist nokkuð á undanförnu vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur upphæð hvers þjóns á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Þjónarnir vilji heldur ekki afþakka tvisvar ef gestir eru harðir á því að vilja gefa. Aðalsteinn Ragnar segir að þótt þetta séu ekki stórar upphæðir telji þetta alltaf eitthvað. Stundum gefi fólk allt upp í 10 prósent af reikningi ef það er mjög ánægt. „En oft er þetta klink i afgang,“ segir hann. Hann segir að peningurinn sé alla jafna settur í starfsmannasjóð og svo geri starfsfólkið eitthvað gaman saman fyrir peninginn. Snædís Logadóttir á Kopar tekur undir það að greiðsla þjórfjár sé að færast í aukana vegna aukins túrisma. „Það er mjög algengt að við fáum spurningar um það hver venjan er á Íslandi, hversu mikið þjórfé. Það var ekki eins mikið áður,“ segir Snædís. Hún er sammála Aðalsteini Ragnari um að flestir veitingastaðir nýti þjórfé sameiginlega í gegnum starfsmannasjóði. „Þar sem við erum með stéttarfélag og erum með ágætar tekjur miðað við þjóna á flestum stöðum í heiminum, þá höfum við haft það þannig að setja það í sameiginlegan sjóð og nýta það fyrir alla starfsmenn á staðnum,“ segir hún. Snædís segir það misjafnt hve mikið gestir greiða. Sumir eru mjög örlátir og gefa kannski fimm þúsund krónur á 30 þúsund króna reikning. Aðrir gefa bara svona þúsund kall hér og þar af því að þeir skilja ekki gjaldmiðilinn okkar og eru ekki vissir um það hversu mikið þeir eru að gefa.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira