Tekjur af þjórfé aukast vegna ferðamanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2016 14:00 Gestir veitingastaðanna spyrja oft þjónana um reglur varðandi þjórfé. Fréttablaðið/Heiða Tekjur þjóna af þjórfé hafa aukist nokkuð á undanförnu vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur upphæð hvers þjóns á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Þjónarnir vilji heldur ekki afþakka tvisvar ef gestir eru harðir á því að vilja gefa. Aðalsteinn Ragnar segir að þótt þetta séu ekki stórar upphæðir telji þetta alltaf eitthvað. Stundum gefi fólk allt upp í 10 prósent af reikningi ef það er mjög ánægt. „En oft er þetta klink i afgang,“ segir hann. Hann segir að peningurinn sé alla jafna settur í starfsmannasjóð og svo geri starfsfólkið eitthvað gaman saman fyrir peninginn. Snædís Logadóttir á Kopar tekur undir það að greiðsla þjórfjár sé að færast í aukana vegna aukins túrisma. „Það er mjög algengt að við fáum spurningar um það hver venjan er á Íslandi, hversu mikið þjórfé. Það var ekki eins mikið áður,“ segir Snædís. Hún er sammála Aðalsteini Ragnari um að flestir veitingastaðir nýti þjórfé sameiginlega í gegnum starfsmannasjóði. „Þar sem við erum með stéttarfélag og erum með ágætar tekjur miðað við þjóna á flestum stöðum í heiminum, þá höfum við haft það þannig að setja það í sameiginlegan sjóð og nýta það fyrir alla starfsmenn á staðnum,“ segir hún. Snædís segir það misjafnt hve mikið gestir greiða. Sumir eru mjög örlátir og gefa kannski fimm þúsund krónur á 30 þúsund króna reikning. Aðrir gefa bara svona þúsund kall hér og þar af því að þeir skilja ekki gjaldmiðilinn okkar og eru ekki vissir um það hversu mikið þeir eru að gefa. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Tekjur þjóna af þjórfé hafa aukist nokkuð á undanförnu vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur upphæð hvers þjóns á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Þjónarnir vilji heldur ekki afþakka tvisvar ef gestir eru harðir á því að vilja gefa. Aðalsteinn Ragnar segir að þótt þetta séu ekki stórar upphæðir telji þetta alltaf eitthvað. Stundum gefi fólk allt upp í 10 prósent af reikningi ef það er mjög ánægt. „En oft er þetta klink i afgang,“ segir hann. Hann segir að peningurinn sé alla jafna settur í starfsmannasjóð og svo geri starfsfólkið eitthvað gaman saman fyrir peninginn. Snædís Logadóttir á Kopar tekur undir það að greiðsla þjórfjár sé að færast í aukana vegna aukins túrisma. „Það er mjög algengt að við fáum spurningar um það hver venjan er á Íslandi, hversu mikið þjórfé. Það var ekki eins mikið áður,“ segir Snædís. Hún er sammála Aðalsteini Ragnari um að flestir veitingastaðir nýti þjórfé sameiginlega í gegnum starfsmannasjóði. „Þar sem við erum með stéttarfélag og erum með ágætar tekjur miðað við þjóna á flestum stöðum í heiminum, þá höfum við haft það þannig að setja það í sameiginlegan sjóð og nýta það fyrir alla starfsmenn á staðnum,“ segir hún. Snædís segir það misjafnt hve mikið gestir greiða. Sumir eru mjög örlátir og gefa kannski fimm þúsund krónur á 30 þúsund króna reikning. Aðrir gefa bara svona þúsund kall hér og þar af því að þeir skilja ekki gjaldmiðilinn okkar og eru ekki vissir um það hversu mikið þeir eru að gefa.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira