Handbolti

Stefán Rafn tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson átti stórleik.
Stefán Rafn Sigurmannsson átti stórleik. vísir/getty
Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handbolta, er tilnefndur sem leikmaður þrettándu umferðar riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta.

Íslenski landsliðsmaðurinn fékk stærra tækifæri en oft áður þegar Rhein-Neckar Löwen fékk KIF Kolding í heimsókn um helgina, en Stefán Rafn þakkaði traustið með stæl.

Hafnfirðingurinn var markahæstur Ljónanna með sjö mörk í 24-20 sigri, en fyrir lokaumferð riðlakeppninnar er Löwen með 17 stig í þriðja sæti B-riðils. Liðið mætir Barcelona á útivelli í lokaumferðinni.

Stefán Rafn er besti vinstri hornamaður þrettándu leikviku, en hann er í liði umferðarinnar ásamt stórstjörnum á borð við Laszlo Nagy og Gasper Marguc, leikmenn Veszprém.

Hér að neðan má sjá alla þá sem eru tilnefndir og brot af tilþrifum þeirra í þrettándu umferðinni.

Cast your vote for the player of Round 13: http://fans.vote/v/AClMpIBWCV4GK - Strahinja Milic (RK Vardar)LW - Stefan...

Posted by EHF Champions League on Monday, February 29, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×