Aron Sig: Vildi að pabbi hefði séð fyrsta landsleikinn 27. febrúar 2016 16:24 Aron í leik með Fjölni síðasta sumar. Vísir/valli Aron Sigurðarson sem gekk á dögunum til liðs við Tromsö er í áhugaverðu viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins, NRK, í dag. Aron ræddi meðal annars fráfall föður síns, Sigurðs Hallvarðssonar, sem lést eftir baráttu við krabbamein 2014. „Það var mikið áfall fyrir mig. Hann var búinn að vera mjög veikur síðustu mánuðina, lá í rúminu allan daginn því hann gat ekkið staðið upp. Það var erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Hann var sterk persóna og sterkur karakter,“ sagði Aron um föður sinn sem hann ræddi mikið við um fótbolta. „Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég vildi að hann væri enn með okkur í dag. Ég vildi að hann hefði séð fyrsta landsleik minn því ég veit að hann hefði verið stoltur. Hann var alltaf duglegur að benda á það sem ég gæti bætt mig í og fylgdist með öllum leikjunum mínum.“ Aron segir að pabbi hans hafi alltaf haft trú á því að hann myndi ná langt í knattspyrnunni. „Við áttum í góðu sambandi og hann hafði alltaf trú á því að ég gæti farið alla leið. Hann minnti mig á að ég hefði hæfileikana til þess að ná langt en að ég þyrfti að vinna fyrir því.“ Aron talaði um framtíðina en hann vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn. „Ég er með stór markmið, ég vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn en nú einbeiti ég mér aðeins að Tromsö.“ Aron var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið. Skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 2-3 tapi gegn Bandaríkjunum á dögunum og var besti leikmaður íslenska liðsins þann daginn. „Þetta var draumi líkast. Ég var á reynslu hjá Tromsö og ég fæ skyndilega símtal um að ég fari með landsliðinu til Bandaríkjanna. Svo næ ég að skora eftir stoðsendingu frá goðsögn eins og Eiði Smára sem ég leit upp til sem ungur strákur.“ Aron segist ekki vera búinn að útiloka sæti í hópnum sem fer á EM í Frakklandi en hann veit að það verður erfitt. „Það eru ekki miklir möguleikar en ef ég spila vel fyrir Tromsö eykur það líkurnar. Það er mikil samkeppni og ég mun gera mitt besta og sjá hvað það leiðir af sér.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira
Aron Sigurðarson sem gekk á dögunum til liðs við Tromsö er í áhugaverðu viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins, NRK, í dag. Aron ræddi meðal annars fráfall föður síns, Sigurðs Hallvarðssonar, sem lést eftir baráttu við krabbamein 2014. „Það var mikið áfall fyrir mig. Hann var búinn að vera mjög veikur síðustu mánuðina, lá í rúminu allan daginn því hann gat ekkið staðið upp. Það var erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Hann var sterk persóna og sterkur karakter,“ sagði Aron um föður sinn sem hann ræddi mikið við um fótbolta. „Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég vildi að hann væri enn með okkur í dag. Ég vildi að hann hefði séð fyrsta landsleik minn því ég veit að hann hefði verið stoltur. Hann var alltaf duglegur að benda á það sem ég gæti bætt mig í og fylgdist með öllum leikjunum mínum.“ Aron segir að pabbi hans hafi alltaf haft trú á því að hann myndi ná langt í knattspyrnunni. „Við áttum í góðu sambandi og hann hafði alltaf trú á því að ég gæti farið alla leið. Hann minnti mig á að ég hefði hæfileikana til þess að ná langt en að ég þyrfti að vinna fyrir því.“ Aron talaði um framtíðina en hann vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn. „Ég er með stór markmið, ég vonast til þess að spila í stærri deild einn daginn en nú einbeiti ég mér aðeins að Tromsö.“ Aron var ekki lengi að stimpla sig inn í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið. Skoraði hann eitt af mörkum liðsins í 2-3 tapi gegn Bandaríkjunum á dögunum og var besti leikmaður íslenska liðsins þann daginn. „Þetta var draumi líkast. Ég var á reynslu hjá Tromsö og ég fæ skyndilega símtal um að ég fari með landsliðinu til Bandaríkjanna. Svo næ ég að skora eftir stoðsendingu frá goðsögn eins og Eiði Smára sem ég leit upp til sem ungur strákur.“ Aron segist ekki vera búinn að útiloka sæti í hópnum sem fer á EM í Frakklandi en hann veit að það verður erfitt. „Það eru ekki miklir möguleikar en ef ég spila vel fyrir Tromsö eykur það líkurnar. Það er mikil samkeppni og ég mun gera mitt besta og sjá hvað það leiðir af sér.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira
Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum en sigurmarkið kom undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. 31. janúar 2016 23:00