Álversdeilan og hagsmunir Hafnfirðinga 26. febrúar 2016 20:44 Vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins í Straumsvík gagnvart Hafnarfjarðarbæ er í fullum gangi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um miðjan mars. Tilefni vinnunar er deila álversins og verkalýðsfélaganna. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af starfssemi álversins eru töluverðar beint og óbeint og ljóst að álverið hefur verið einn af burðarásum í hafnfirsku atvinnulífi um áratuga skeið, fjöldi fjölskyldna byggir lífsviðurværi sitt af vinnu í álverinu eða í tengslum við álverið, mjög mörg fyrirtæki eiga í viðskiptum við álverið og mörg þeirra byggja langmesta afkomu sína á þeim viðskiptum. Um 400 manns vinna hjá Rio Tinto í Straumsvík, talið er um að um 1000 manns hafi vinnu í tengslum við álverið og viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði eru talin vera tæpir 2 milljarðar á síðasta ári.Útvistun starfa Undirrituð, sem erum kosnir í ábyrgðastöðu af íbúum Hafnarfjarðar höfum miklar áhyggjur af þróun mála í Straumsvík. Nú liggur fyrir að álverið er tilbúið að semja um launahækkanir til jafns eða hærri en almennt var samið hefur verið á vinnumarkaði og einnig hefur komið fram að laun eru um 20% hærri í álverinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Deilan snýst um útvistun starfa, sama fyrirkomulag og viðgengst hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum almennum félögum. Sem dæmi útvisti Hafnafjarðarbær í tíð meirihluta Samfylkingar og síðar með stuðningi Vinstri Grænna öllum ræstingum í skólum bæjarins án mikilla mótmæla frá sömu aðilum sem nú vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi í Straumsvík. Í umræðunni um álver vill oft gleymast að mikil reynsla og þekking er hjá íslenskum fyrirtækjum við að þjónusta álverin, tugir ef ekki hundruðir tækni- og háskólamenntaðra íslenskra einstaklinga vinna í tengslum við áliðnaðinn ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, nýsköpun tengd áliðnaðinum hefur verið mikil hér á landi og er nærtækasta dæmið VHE þar sem um 400 manns vinna og um 10% af veltu fyrirtækisins fer til útflutnings á háþróuðum tækjum til áliðnaðarins. Við nefnum þetta sem dæmi um jákvæð áhrif áliðnaðarins sem byggir alla sína framleiðslu á grænni innlendri orku.Sanngirni og jafnræði Í þessu deilumáli sem og öðrum þarf að sýna sanngirni og gæta jafnræðis. Við hvetjum deiluaðila til að gera allt sem þeir geta til að ná samkomulagi sem byggir á sanngjörnum launum og í takt við það umhverfi sem önnur opinber og einkarekin félög vinna í. Óhóflegar kröfur gegn einu fyrirtæki umfram önnur geta haft afleiðingar sem ekki verður séð fyrir hverjar verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Skoðun Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins í Straumsvík gagnvart Hafnarfjarðarbæ er í fullum gangi og áætlað er að þeirri vinnu ljúki um miðjan mars. Tilefni vinnunar er deila álversins og verkalýðsfélaganna. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af starfssemi álversins eru töluverðar beint og óbeint og ljóst að álverið hefur verið einn af burðarásum í hafnfirsku atvinnulífi um áratuga skeið, fjöldi fjölskyldna byggir lífsviðurværi sitt af vinnu í álverinu eða í tengslum við álverið, mjög mörg fyrirtæki eiga í viðskiptum við álverið og mörg þeirra byggja langmesta afkomu sína á þeim viðskiptum. Um 400 manns vinna hjá Rio Tinto í Straumsvík, talið er um að um 1000 manns hafi vinnu í tengslum við álverið og viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði eru talin vera tæpir 2 milljarðar á síðasta ári.Útvistun starfa Undirrituð, sem erum kosnir í ábyrgðastöðu af íbúum Hafnarfjarðar höfum miklar áhyggjur af þróun mála í Straumsvík. Nú liggur fyrir að álverið er tilbúið að semja um launahækkanir til jafns eða hærri en almennt var samið hefur verið á vinnumarkaði og einnig hefur komið fram að laun eru um 20% hærri í álverinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Deilan snýst um útvistun starfa, sama fyrirkomulag og viðgengst hjá ríki, sveitarfélögum og öðrum almennum félögum. Sem dæmi útvisti Hafnafjarðarbær í tíð meirihluta Samfylkingar og síðar með stuðningi Vinstri Grænna öllum ræstingum í skólum bæjarins án mikilla mótmæla frá sömu aðilum sem nú vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi í Straumsvík. Í umræðunni um álver vill oft gleymast að mikil reynsla og þekking er hjá íslenskum fyrirtækjum við að þjónusta álverin, tugir ef ekki hundruðir tækni- og háskólamenntaðra íslenskra einstaklinga vinna í tengslum við áliðnaðinn ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu, nýsköpun tengd áliðnaðinum hefur verið mikil hér á landi og er nærtækasta dæmið VHE þar sem um 400 manns vinna og um 10% af veltu fyrirtækisins fer til útflutnings á háþróuðum tækjum til áliðnaðarins. Við nefnum þetta sem dæmi um jákvæð áhrif áliðnaðarins sem byggir alla sína framleiðslu á grænni innlendri orku.Sanngirni og jafnræði Í þessu deilumáli sem og öðrum þarf að sýna sanngirni og gæta jafnræðis. Við hvetjum deiluaðila til að gera allt sem þeir geta til að ná samkomulagi sem byggir á sanngjörnum launum og í takt við það umhverfi sem önnur opinber og einkarekin félög vinna í. Óhóflegar kröfur gegn einu fyrirtæki umfram önnur geta haft afleiðingar sem ekki verður séð fyrir hverjar verða.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun