Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp Gissur Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2016 13:00 Verkfræðistofan EFLA hannaði nýtt skilti sem sett var upp síðdegis í gær. Fyrr um daginn voru þrír hætt komnir og í lífshættu að mati leiðsögumanns. Mynd/EFLA Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka tildrög þess að sex útlendingar voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær, þegar óvænt alda var rétt búin að hrífa þá með sér á haf út. Að sögn Kjartans Þorkelssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi í viðtali við fréttastofuna, frétti lögreglan ekki af þessu fyrr en í morgun og var þá þegar ákveðið að rannsaka málið. Aðspurður hvort aftur yrði tekin upp löggæsla í fjörunni, eins og var í hálfan mánuð eftir banaslys, sem varð í fjörunni, sagði hann að sérstök fjárveiting innanríkisráðuneytisins til þessara gæslu sé upp urin þannig að henni hafi verið hætt í fyrradag. Ekki lægi fyrir hvort ástæða þætti til að sækja um viðbótar framlag til lögreglugæslu í fjörunni. Viðvörunarskilti og keðjur, sem eiga að leiðbeina ferðamönnum á sem öruggustan hátt í fjörunni voru sett þar upp síðdegis í gær, nokkru eftir atvikið.Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirFyrirsæta hálfnakin með sex manna tökuliðHermann Valsson leiðsögumaður varð vitni að þessu um hálf tvöleytið í gær og tók þátt í að bjarga fólkinu. „Ég sá fólk austast í fjörunni þar sem verið var að taka myndir af fyrirsætu sem var hálfnakin, í stuttbuxum og hlýrabol. Þau voru mjög neðarlega, þarna var engin lögregla því hún var hættt, og alda kom upp.“ Hermann segir ölduna hafa bleytt fólkið upp að hnjám. „Þau frusu þarna skelfingu lostin. Svo kom önnur alda á eftir og fór svipað upp. Ég hljóp niðureftir til þeirra þegar seinni aldan fór út og hjálpaði þeim í logandi hvelli upp. Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni.“ Hermann segir að þau þrjú sem voru fyrir neðan fyrirsætuna í fjörunni hafi klárlega verið í lífshættu. Það sé engin spurning. Viðvörunar- og leiðbeiningaskilti voru sett upp í fjörunni í gær, aðeins eftir að þetta gerðist, en Hermann segir þau ófullnægjandi og telur ekkert annað duga nema stöðug gæslu á svæðinu.Uppfært klukkan 16:27Fyrirsögn breytt þar sem skilja mátti fyrri fyrirsögn þannig að skiltin hefðu verið komin upp þegar fólkið lenti í háska. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka tildrög þess að sex útlendingar voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær, þegar óvænt alda var rétt búin að hrífa þá með sér á haf út. Að sögn Kjartans Þorkelssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi í viðtali við fréttastofuna, frétti lögreglan ekki af þessu fyrr en í morgun og var þá þegar ákveðið að rannsaka málið. Aðspurður hvort aftur yrði tekin upp löggæsla í fjörunni, eins og var í hálfan mánuð eftir banaslys, sem varð í fjörunni, sagði hann að sérstök fjárveiting innanríkisráðuneytisins til þessara gæslu sé upp urin þannig að henni hafi verið hætt í fyrradag. Ekki lægi fyrir hvort ástæða þætti til að sækja um viðbótar framlag til lögreglugæslu í fjörunni. Viðvörunarskilti og keðjur, sem eiga að leiðbeina ferðamönnum á sem öruggustan hátt í fjörunni voru sett þar upp síðdegis í gær, nokkru eftir atvikið.Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirFyrirsæta hálfnakin með sex manna tökuliðHermann Valsson leiðsögumaður varð vitni að þessu um hálf tvöleytið í gær og tók þátt í að bjarga fólkinu. „Ég sá fólk austast í fjörunni þar sem verið var að taka myndir af fyrirsætu sem var hálfnakin, í stuttbuxum og hlýrabol. Þau voru mjög neðarlega, þarna var engin lögregla því hún var hættt, og alda kom upp.“ Hermann segir ölduna hafa bleytt fólkið upp að hnjám. „Þau frusu þarna skelfingu lostin. Svo kom önnur alda á eftir og fór svipað upp. Ég hljóp niðureftir til þeirra þegar seinni aldan fór út og hjálpaði þeim í logandi hvelli upp. Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni.“ Hermann segir að þau þrjú sem voru fyrir neðan fyrirsætuna í fjörunni hafi klárlega verið í lífshættu. Það sé engin spurning. Viðvörunar- og leiðbeiningaskilti voru sett upp í fjörunni í gær, aðeins eftir að þetta gerðist, en Hermann segir þau ófullnægjandi og telur ekkert annað duga nema stöðug gæslu á svæðinu.Uppfært klukkan 16:27Fyrirsögn breytt þar sem skilja mátti fyrri fyrirsögn þannig að skiltin hefðu verið komin upp þegar fólkið lenti í háska.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38