Tveir magnaðir Hallarsigrar á ellefu dögum hjá þremur Hólmurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2016 15:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eru hér eftir sigurinn ásamt Gunnari Svanlaugssyni, Hrefnu Dögg Gunnarsdóttur og Haiden Palmer. Mynd/Þorsteinn Eyþórsson Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fagnaði í fyrrakvöld frábærum sigri á toppliði síns riðils í Laugardalshöllinni þegar íslensku stelpurnar unnu tíu stiga sigur á Ungverjum. Ísland vann leikinn 87-77 eftir að hafa verið yfir allan leikinn og mest náð 21 stigs forystu í byrjun seinni hálfleiks. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru þarna að fagna öðrum stórum sigri í Laugardalshöllinni á stuttum tíma því aðeins ellefu dögum áður unnu þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir bikarmeistaratitilinn með Snæfelli eftir sigur á Grindavík í úrslitaleiknum. Gunnar Svanlaugsson gat heldur betur verið stoltur af sínum stelpum í leikslok, bæði sem faðir tveggja þeirra (Gunnhildur og Berglind) og svo einnig sem formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells en ekkert félag átti fleiri leikmenn í leikmannahópnum. Snæfell var þá að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í sögu kvennaliðs félagsins en Gunnhildur (með Haukum) og Bryndís (með Keflavík) höfðu reyndar orðið bikarmeistarar áður. Berglind, Íslandsmeistari með Snæfelli undanfarin tvö ár, vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil eins og fleiri í Snæfellsliðinu. Íslenska kvennalandsliðið vann á miðvikudagskvöldið sinn fyrsta sigur í riðlinum í undankeppni EM 2017 og jafnframt fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni frá því í lok ágúst árið 2009. Bryndís var með í þeim leik (á móti Írlandi) en að voru nokkur ár í það að systurnar Gunnhildur og Berglind spiluðu sinn fyrsta A-landsleik. Hólmararnir þrír í íslenska landsliðinu fengu það eflaust á tilfinninguna að eitthvað skemmtilegt væri í vændum þegar staðan var 22-15 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell var einmitt 22-15 yfir á móti Grindavík eftir fyrsta leikhlutann í bikarúrslitaleiknum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 23 stig í bikarúrslitaleiknum og hún skoraði 14 stig í sigrinum á Ungverjum í gærkvöldi. Bryndís var með 13 stig og 16 fráköst í bikarúrslitaleiknum en var með 7 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í Ungverjaleiknum. Berglind tókst ekki að skora í gærkvöldi en var með 12 stig og 5 fráköst í bikarúrslitaleiknum. Tvær Grindavíkurkonur, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir, fengu líka að kynnast sigurtilfinningunni í Höllinni í fyrrakvöld eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum ellefu dögum fyrr. Bikarúrslitaleikurinn var síðasti leikurinn fyrir landsleikjahléð en framundan er síðan baráttan um deildarmeistaratitilinn og síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fagnaði í fyrrakvöld frábærum sigri á toppliði síns riðils í Laugardalshöllinni þegar íslensku stelpurnar unnu tíu stiga sigur á Ungverjum. Ísland vann leikinn 87-77 eftir að hafa verið yfir allan leikinn og mest náð 21 stigs forystu í byrjun seinni hálfleiks. Þrír leikmenn íslenska liðsins voru þarna að fagna öðrum stórum sigri í Laugardalshöllinni á stuttum tíma því aðeins ellefu dögum áður unnu þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir bikarmeistaratitilinn með Snæfelli eftir sigur á Grindavík í úrslitaleiknum. Gunnar Svanlaugsson gat heldur betur verið stoltur af sínum stelpum í leikslok, bæði sem faðir tveggja þeirra (Gunnhildur og Berglind) og svo einnig sem formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells en ekkert félag átti fleiri leikmenn í leikmannahópnum. Snæfell var þá að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í sögu kvennaliðs félagsins en Gunnhildur (með Haukum) og Bryndís (með Keflavík) höfðu reyndar orðið bikarmeistarar áður. Berglind, Íslandsmeistari með Snæfelli undanfarin tvö ár, vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil eins og fleiri í Snæfellsliðinu. Íslenska kvennalandsliðið vann á miðvikudagskvöldið sinn fyrsta sigur í riðlinum í undankeppni EM 2017 og jafnframt fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni frá því í lok ágúst árið 2009. Bryndís var með í þeim leik (á móti Írlandi) en að voru nokkur ár í það að systurnar Gunnhildur og Berglind spiluðu sinn fyrsta A-landsleik. Hólmararnir þrír í íslenska landsliðinu fengu það eflaust á tilfinninguna að eitthvað skemmtilegt væri í vændum þegar staðan var 22-15 fyrir Ísland eftir fyrsta leikhlutann. Snæfell var einmitt 22-15 yfir á móti Grindavík eftir fyrsta leikhlutann í bikarúrslitaleiknum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 23 stig í bikarúrslitaleiknum og hún skoraði 14 stig í sigrinum á Ungverjum í gærkvöldi. Bryndís var með 13 stig og 16 fráköst í bikarúrslitaleiknum en var með 7 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í Ungverjaleiknum. Berglind tókst ekki að skora í gærkvöldi en var með 12 stig og 5 fráköst í bikarúrslitaleiknum. Tvær Grindavíkurkonur, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir, fengu líka að kynnast sigurtilfinningunni í Höllinni í fyrrakvöld eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum ellefu dögum fyrr. Bikarúrslitaleikurinn var síðasti leikurinn fyrir landsleikjahléð en framundan er síðan baráttan um deildarmeistaratitilinn og síðustu sætin inn í úrslitakeppnina.
Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum