Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Gylfi Ingvarsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. Í kjarasamningi verkalýðsfélaga gr. 1.1 Gildissvið: „Samningur þessi tekur til allra starfa við framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og þjónustustörf hverju nafni sem þau nefnast, samanber þó fylgiskjal (1 )“ sem er yfirlýsing um verktaka. Yfirlýsingin hefur tekið mörgum breytingum í samningum í gegnum tíðina. Í yfirlýsingunni eru skýr ákvæði um launamál, en þar segir: „Starfsmenn verktaka sem vinna hliðstæð störf og starfsmenn ISAL og við hliðstæðar aðstæður skulu hafa sambærileg kjör er varðar laun og öryggisbúnað og starfsmenn ISAL.“ En í dag starfa að jafnaði allt frá 60 upp í 100 starfsmenn ýmissa verktaka inni á svæðinu sem njóta verndar þessa ákvæðis. Krafa SA/ISAL er að fá að útvista fastmótuð störf sem unnin eru að staðaldri og jafnframt að brott falli ákvæðið um laun verktaka vegna hliðstæðra starfa og við hliðstæðar aðstæður og við taki markaðslaun sem eru sannanlega 20% lægri samkvæmt mati Ó.T.G. upplýsingafulltrúa ISAL sem m.a. kom fram í Morgunblaðinu. Einnig kom fram í tilboði þeirra frá 14. des launahækkun um 24% út 2019 sem ekki stenst samanburð við rammasamkomulagið frá 1. maí sl.Grundvallarkrafa Það er grundvallarkrafa verkalýðsfélaganna að standa vörð um samningsréttinn samkvæmt ákvæðum kjarasamningsaðila um laun og réttindi, það hefur enginn þurft að semja frá sér störf í lægra launa- og réttindakerfi og sporin hræða. Fyrirtækið vill komast í samskipti við verktaka sem eru með starfsmenn frá starfsmannaleigum sem nýta sér erlenda starfsmenn og dæmi eru um svindl. Hér er vegið að þeim ávinningum sem kjarasamningur verkalýðsfélaganna í Straumsvík hafa náð. En í dag þarf fyrirtækið tilkynna verktökum að þau verði að greiða sambærileg laun og upplýsa fulltrúa verkalýðsfélaganna um verktaka. Þessi ákvæði bera vott um fyrirhyggju verkalýðsfélaga með samning um þessi ákvæði á sínum tíma. Nú kemur upp hvert málið á fætur öðru á íslenskum launamarkaði um félagsleg og launaleg undirboð undirverktaka og jafnvel dæmi um mansal, í þessu umhverfi eru slíkar samþykktir nauðsyn. Verkalýðsfélög starfsmanna ISAL eiga í baráttu við höfuðstöðvar RIO TINTO á heimsvísu sem hefur ítrekað tekið umboð af SA og stjórnendum ISAL og er nú að reyna að koma kjörum starfsmanna ISAL í ruslflokk. Í þessari baráttu megum ekki hopa en til þess þurfum við stuðning allrar verkalýðshreyfingarnar og almennings í landinu. Samningsnefndinni hefur borist stuðningur frá fjölda verkalýðsfélaga og samtaka launafólks og einnig fylgist Industri all náið með deilunni og boðar stuðning í baráttunni við RIO TINTO á heimsvísu ef með þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. Í kjarasamningi verkalýðsfélaga gr. 1.1 Gildissvið: „Samningur þessi tekur til allra starfa við framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og þjónustustörf hverju nafni sem þau nefnast, samanber þó fylgiskjal (1 )“ sem er yfirlýsing um verktaka. Yfirlýsingin hefur tekið mörgum breytingum í samningum í gegnum tíðina. Í yfirlýsingunni eru skýr ákvæði um launamál, en þar segir: „Starfsmenn verktaka sem vinna hliðstæð störf og starfsmenn ISAL og við hliðstæðar aðstæður skulu hafa sambærileg kjör er varðar laun og öryggisbúnað og starfsmenn ISAL.“ En í dag starfa að jafnaði allt frá 60 upp í 100 starfsmenn ýmissa verktaka inni á svæðinu sem njóta verndar þessa ákvæðis. Krafa SA/ISAL er að fá að útvista fastmótuð störf sem unnin eru að staðaldri og jafnframt að brott falli ákvæðið um laun verktaka vegna hliðstæðra starfa og við hliðstæðar aðstæður og við taki markaðslaun sem eru sannanlega 20% lægri samkvæmt mati Ó.T.G. upplýsingafulltrúa ISAL sem m.a. kom fram í Morgunblaðinu. Einnig kom fram í tilboði þeirra frá 14. des launahækkun um 24% út 2019 sem ekki stenst samanburð við rammasamkomulagið frá 1. maí sl.Grundvallarkrafa Það er grundvallarkrafa verkalýðsfélaganna að standa vörð um samningsréttinn samkvæmt ákvæðum kjarasamningsaðila um laun og réttindi, það hefur enginn þurft að semja frá sér störf í lægra launa- og réttindakerfi og sporin hræða. Fyrirtækið vill komast í samskipti við verktaka sem eru með starfsmenn frá starfsmannaleigum sem nýta sér erlenda starfsmenn og dæmi eru um svindl. Hér er vegið að þeim ávinningum sem kjarasamningur verkalýðsfélaganna í Straumsvík hafa náð. En í dag þarf fyrirtækið tilkynna verktökum að þau verði að greiða sambærileg laun og upplýsa fulltrúa verkalýðsfélaganna um verktaka. Þessi ákvæði bera vott um fyrirhyggju verkalýðsfélaga með samning um þessi ákvæði á sínum tíma. Nú kemur upp hvert málið á fætur öðru á íslenskum launamarkaði um félagsleg og launaleg undirboð undirverktaka og jafnvel dæmi um mansal, í þessu umhverfi eru slíkar samþykktir nauðsyn. Verkalýðsfélög starfsmanna ISAL eiga í baráttu við höfuðstöðvar RIO TINTO á heimsvísu sem hefur ítrekað tekið umboð af SA og stjórnendum ISAL og er nú að reyna að koma kjörum starfsmanna ISAL í ruslflokk. Í þessari baráttu megum ekki hopa en til þess þurfum við stuðning allrar verkalýðshreyfingarnar og almennings í landinu. Samningsnefndinni hefur borist stuðningur frá fjölda verkalýðsfélaga og samtaka launafólks og einnig fylgist Industri all náið með deilunni og boðar stuðning í baráttunni við RIO TINTO á heimsvísu ef með þarf.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun