Fótbolti

Bayern fékk á sig mark á heimavelli en vann samt

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Bayern München rígheldur í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en þeir unnu sinn nítjánda leik í dag. Í dag vann liðið 3-1 sigur á Darmstadt á heimavelli.

Sandro Wagner kom gestunum frá Darmstadt óvænt yfir, en þetta var fyrsta markið sem Bayern fékk á sig í öllum keppnum á heimavelli í 587 mínútum.

Staðan var þannig í hálfleik, en í síðari hálfleik var komið að heimamönnum. Thomas Muller skoraði tvö mörk; eitt á 49. mínútu og eitt á 71. mínútu, en Robert Lewandowski rak síðasta naglann í líkkistu Darmstadt á 84. mínútu.

Bayern er á toppnum með níu stiga forskot á toppi deildarinnar, en Borussia Dortmund á þó leik til góða. Hertha Berlin sem er í þriðja sætinu gerði jafntefli við Wolfsburg, en öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Úrslit dagsins:

Bayern München - Darmstadt 3-1

Borussia Mönchengladbach - FC Köln 1-0

Hertha Berlin - Wolfsburg 1-1

Hoffenheim - Mainz 3-2

Ingolstadt - Werder Bremen 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×