Samkomulagið við Tyrkland gagnrýnt Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. mars 2016 07:00 Flóttamaður í Tyrklandi kveikir í buxum til að búa til lítinn varðeld, skammt frá landamærabænum Idomeni þar sem tugir þúsunda flóttamanna bíða átekta. Nordicphotos/AFP Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland geti stangast á við bæði alþjóðlega mannréttindasáttmála og reglur Evrópusambandsins sjálfs. „Fjöldabrottrekstur útlendinga er bannaður samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vincent Cochetel, svæðisstjóri Flóttamannastofnunarinnar í Evrópu. Slíkt myndi stangast á við bæði Evrópulög og alþjóðalög. Hann segir líka fráleitt að hægt verði að stöðva flóttamannastrauminn frá Sýrlandi með þessum ráðstöfunum: „Á meðan ekki er búið að finna lausn á átökunum, þá er það bara hugarburður að halda að fólk muni ekki reyna að koma sér burt.“ Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa verulegar áhyggjur af því að ekki verði tekið nægilegt tillit til alþjóðareglna: „Því aðeins má senda hælisleitanda til þriðja ríkis ef það ríki taki á sig ábyrgðina á því að meta efnislega umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir hann. Meginkjarninn í samkomulaginu, sem rætt var á leiðtogafundi Tyrklands og Evrópusambandsins á mánudag, snýst um að hér eftir verði öllu flóttafólki, sem kemur til Grikklands frá Tyrklandi, snúið aftur til Tyrklands. Á móti skuldbindi Evrópusambandið sig til þess að taka við einum sýrlenskum flóttamanni, sem kominn er til Tyrklands, í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem Tyrkir taka við frá Grikklandi. Að auki muni ESB hraða samningum um að Tyrkir þurfi ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til ESB-ríkjanna, ásamt því hraða eitthvað aðildarviðræðum Tyrkja. Áfram verður unnið að nánari útfærslu samkomulagsins, en til stendur að afgreiða það á leiðtogafundi Evrópusambandsins dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samkomulagið marki tímamót verði það að veruleika. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ætla að stóla algerlega á að Tyrkland leysi vandann fyrir Evrópusambandið. Hluti af samkomulaginu verður að hraða þriggja milljóna evra greiðslu frá Evrópusambandinu til Tyrklands, sem lofað var í október, auk þess sem Tyrkir hafa nú óskað eftir frekari greiðslum. „Í Tyrklandi eru nær þrjár milljónir flóttamanna og landið hefur lagt gríðarmikið af mörkum árum saman,“ segir William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunarinnar S.Þ. í Evrópu, „en á þó í mesta basli með að sinna grunnþörfum síaukins fjölda Sýrlendinga.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04 Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44 Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00 Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland geti stangast á við bæði alþjóðlega mannréttindasáttmála og reglur Evrópusambandsins sjálfs. „Fjöldabrottrekstur útlendinga er bannaður samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vincent Cochetel, svæðisstjóri Flóttamannastofnunarinnar í Evrópu. Slíkt myndi stangast á við bæði Evrópulög og alþjóðalög. Hann segir líka fráleitt að hægt verði að stöðva flóttamannastrauminn frá Sýrlandi með þessum ráðstöfunum: „Á meðan ekki er búið að finna lausn á átökunum, þá er það bara hugarburður að halda að fólk muni ekki reyna að koma sér burt.“ Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa verulegar áhyggjur af því að ekki verði tekið nægilegt tillit til alþjóðareglna: „Því aðeins má senda hælisleitanda til þriðja ríkis ef það ríki taki á sig ábyrgðina á því að meta efnislega umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir hann. Meginkjarninn í samkomulaginu, sem rætt var á leiðtogafundi Tyrklands og Evrópusambandsins á mánudag, snýst um að hér eftir verði öllu flóttafólki, sem kemur til Grikklands frá Tyrklandi, snúið aftur til Tyrklands. Á móti skuldbindi Evrópusambandið sig til þess að taka við einum sýrlenskum flóttamanni, sem kominn er til Tyrklands, í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem Tyrkir taka við frá Grikklandi. Að auki muni ESB hraða samningum um að Tyrkir þurfi ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til ESB-ríkjanna, ásamt því hraða eitthvað aðildarviðræðum Tyrkja. Áfram verður unnið að nánari útfærslu samkomulagsins, en til stendur að afgreiða það á leiðtogafundi Evrópusambandsins dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samkomulagið marki tímamót verði það að veruleika. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ætla að stóla algerlega á að Tyrkland leysi vandann fyrir Evrópusambandið. Hluti af samkomulaginu verður að hraða þriggja milljóna evra greiðslu frá Evrópusambandinu til Tyrklands, sem lofað var í október, auk þess sem Tyrkir hafa nú óskað eftir frekari greiðslum. „Í Tyrklandi eru nær þrjár milljónir flóttamanna og landið hefur lagt gríðarmikið af mörkum árum saman,“ segir William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunarinnar S.Þ. í Evrópu, „en á þó í mesta basli með að sinna grunnþörfum síaukins fjölda Sýrlendinga.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04 Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44 Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00 Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04
Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44
Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00
Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15