Chicharito: Sir Alex er mér mjög mikilvægur og við höldum enn sambandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 11:30 Javier Hernández raðar inn mörkum í Þýskalandi. vísir/getty Javier Hernández, fyrrverandi framherji Manchester United, og Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, halda enn sambandi. Skotinn fékk Chicharito til liðs við sig sumarið 2010 og þrettán mörk frá mexíkóska framherjanum hjálpuðu til við að gera Manchester United að meistara á fyrsta ári hans á Old Trafford. „Fyrir mér er hann sá besti því hann gaf mér tækifæri til að spila í Evrópu og ekki bara það heldur hjá einu stærsta félagi heims,“ segir Hernández í viðtali við BBC sem verður birt í heild sinni á laugardaginn. „Ég hef sagt það við hann og í viðtölum að Sir Alex Ferguson er mikilvæg persóna í mínu lífi.“Sir Alex og Chicharito urðu aftur enskir meistarar saman 2013.vísir/gettyVan Gaal heiðarlegur Þegar David Moyes tók við Manchester United var Chicharito lánaður til Real Madrid. Þau vistaskipti ræddi Mexíkóinn við Sir Alex, en þeir halda miklu sambandi. „Þegar við spiluðum á móti Atlético Madríd í Meistaradeildinni skiptumst við á sms-um og ég hitti hann tveimur leikjum áður,“ segir Hernández. „Við erum í miklu sambandi. Þegar ég fór á lán til Real Madrid fór ég heim til Sir Alex og talaði við hann. Við reynum að halda sambandi en hann er upptekinn og ég bý núna í öðru landi.“ Hernández yfirgaf Manchester United í ágúst á síðasta ári þegar hann var seldur til Bayer Leverkusen. Hann hefur slegið í gegn í þýsku deildinni og er búinn að skora fjórtán mörk í 20 leikjum. Hann viðurkennir þó að það var erfitt að frétta það, að Louis van Gaal vildi ekki halda honum á Old Trafford. „Það er auðvitað alltaf svekkjandi þegar einhver gefur manni ekki 100 prósent traust. Ég þakka honum samt fyrir hversu heiðarlega hann kom fram,“ segir Hernández. „Hann sagði mér að ef ég fengi gott tilboð og félagið einnig þá myndi hann láta mig fara,“ segir Javier Hernández. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Javier Hernández, fyrrverandi framherji Manchester United, og Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, halda enn sambandi. Skotinn fékk Chicharito til liðs við sig sumarið 2010 og þrettán mörk frá mexíkóska framherjanum hjálpuðu til við að gera Manchester United að meistara á fyrsta ári hans á Old Trafford. „Fyrir mér er hann sá besti því hann gaf mér tækifæri til að spila í Evrópu og ekki bara það heldur hjá einu stærsta félagi heims,“ segir Hernández í viðtali við BBC sem verður birt í heild sinni á laugardaginn. „Ég hef sagt það við hann og í viðtölum að Sir Alex Ferguson er mikilvæg persóna í mínu lífi.“Sir Alex og Chicharito urðu aftur enskir meistarar saman 2013.vísir/gettyVan Gaal heiðarlegur Þegar David Moyes tók við Manchester United var Chicharito lánaður til Real Madrid. Þau vistaskipti ræddi Mexíkóinn við Sir Alex, en þeir halda miklu sambandi. „Þegar við spiluðum á móti Atlético Madríd í Meistaradeildinni skiptumst við á sms-um og ég hitti hann tveimur leikjum áður,“ segir Hernández. „Við erum í miklu sambandi. Þegar ég fór á lán til Real Madrid fór ég heim til Sir Alex og talaði við hann. Við reynum að halda sambandi en hann er upptekinn og ég bý núna í öðru landi.“ Hernández yfirgaf Manchester United í ágúst á síðasta ári þegar hann var seldur til Bayer Leverkusen. Hann hefur slegið í gegn í þýsku deildinni og er búinn að skora fjórtán mörk í 20 leikjum. Hann viðurkennir þó að það var erfitt að frétta það, að Louis van Gaal vildi ekki halda honum á Old Trafford. „Það er auðvitað alltaf svekkjandi þegar einhver gefur manni ekki 100 prósent traust. Ég þakka honum samt fyrir hversu heiðarlega hann kom fram,“ segir Hernández. „Hann sagði mér að ef ég fengi gott tilboð og félagið einnig þá myndi hann láta mig fara,“ segir Javier Hernández.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira