Viðar: Svo kemur þú með kjaftshögg á hina hliðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2016 21:25 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ekki ánægður með að heyra þau tíðindi frá blaðamanni Vísi eftir leikinn í kvöld að ÍR hefði unnið sinn leik gegn Snæfelli og þar með væri ljóst að Höttur væri fallið úr Domino's-deild karla. Höttur tapaði fyrir Stjörnunni, 90-72, og þar með sínum sautjánda leik af 20 í vetur. Það hefur því lengi stefnt í að nýliðarnir frá Egilsstöðum væru aftur á leið í 1. deildina. „Maður er drullusvekktur. Menn mæta ekki tilbúnir til leiks hér í kvöld. Lokaflautið gellur og þá labbarðu að manni og gefur manni kjaftshögg á hina hliðina. Við erum bara ekki nógu góðir til að vera í efstu deild,“ sagði Viðar. Viðar tók hraustlega til máls í nokkrum leikhléum í upphafi leiks og það var ekki að ástæðulausu. „Við mættum flatir og lélegir til leiks. Stjörnumenn börðu okkur í klessu og við bökkuðum frá því. Þeir eru með ágætislið og við hefðum þurft toppframmistöðu til að vinna þá í kvöld.“ „En með svona frammistöðu þá fer þetta bara svona. Við vorum bara lélegir. Þetta hefur verið ágætt heilt yfir eftir áramót en vorum engan veginn tilbúnir í þennan bardaga í kvöld.“ „Maður er bara orðlaus. Ég var nú að vona að við fengjum annan séns. En við ýttum því bara frá okkur. Aumingjaskapur.“ Höttur þurfti að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum sínum í vetur og þó svo að liðið hafi komist vel í gang að undanförnu var það einfaldlega of seint. „Við unnum tvo á undan þessu og höfðum trú. En ætlu menn hafi ekki bara trúað því að þetta kæmi að sjálfu sér. Það voru stór mistök.“ Hann vildi ekkert tala um hvað Hattarmenn hefðu lært af þessum vetri, enda ótímabært. „Það fer í mig eitthvað helvítis tal um að við eigum eitthvað betra skilið. Við eigum bara ekki neitt skilið. Við erum bara búnir að vinna þrjá leiki og við eigum það bara skilið að fara niður.“ „Helvítið hann Jonni hafði rétt fyrir sér um að við værum lélegasta liðið í efstu deild. Við verðum þá bara að reyna að koma okkur upp aftur og standa okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 90-72 | Höttur aftur niður í 1. deildina Nýliðarnir féllu báðir í kvöld. Höttur átti aldrei möguleika gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. 3. mars 2016 21:45 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ekki ánægður með að heyra þau tíðindi frá blaðamanni Vísi eftir leikinn í kvöld að ÍR hefði unnið sinn leik gegn Snæfelli og þar með væri ljóst að Höttur væri fallið úr Domino's-deild karla. Höttur tapaði fyrir Stjörnunni, 90-72, og þar með sínum sautjánda leik af 20 í vetur. Það hefur því lengi stefnt í að nýliðarnir frá Egilsstöðum væru aftur á leið í 1. deildina. „Maður er drullusvekktur. Menn mæta ekki tilbúnir til leiks hér í kvöld. Lokaflautið gellur og þá labbarðu að manni og gefur manni kjaftshögg á hina hliðina. Við erum bara ekki nógu góðir til að vera í efstu deild,“ sagði Viðar. Viðar tók hraustlega til máls í nokkrum leikhléum í upphafi leiks og það var ekki að ástæðulausu. „Við mættum flatir og lélegir til leiks. Stjörnumenn börðu okkur í klessu og við bökkuðum frá því. Þeir eru með ágætislið og við hefðum þurft toppframmistöðu til að vinna þá í kvöld.“ „En með svona frammistöðu þá fer þetta bara svona. Við vorum bara lélegir. Þetta hefur verið ágætt heilt yfir eftir áramót en vorum engan veginn tilbúnir í þennan bardaga í kvöld.“ „Maður er bara orðlaus. Ég var nú að vona að við fengjum annan séns. En við ýttum því bara frá okkur. Aumingjaskapur.“ Höttur þurfti að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum sínum í vetur og þó svo að liðið hafi komist vel í gang að undanförnu var það einfaldlega of seint. „Við unnum tvo á undan þessu og höfðum trú. En ætlu menn hafi ekki bara trúað því að þetta kæmi að sjálfu sér. Það voru stór mistök.“ Hann vildi ekkert tala um hvað Hattarmenn hefðu lært af þessum vetri, enda ótímabært. „Það fer í mig eitthvað helvítis tal um að við eigum eitthvað betra skilið. Við eigum bara ekki neitt skilið. Við erum bara búnir að vinna þrjá leiki og við eigum það bara skilið að fara niður.“ „Helvítið hann Jonni hafði rétt fyrir sér um að við værum lélegasta liðið í efstu deild. Við verðum þá bara að reyna að koma okkur upp aftur og standa okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 90-72 | Höttur aftur niður í 1. deildina Nýliðarnir féllu báðir í kvöld. Höttur átti aldrei möguleika gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. 3. mars 2016 21:45 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 90-72 | Höttur aftur niður í 1. deildina Nýliðarnir féllu báðir í kvöld. Höttur átti aldrei möguleika gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. 3. mars 2016 21:45