Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 71-105 | Haukar niðurlægðu Grindvíkinga Sveinn Ólafur Magnússon í Röstinni í Grindavík skrifar 3. mars 2016 20:45 Emil Barja átti frábæran leik mðe Haukum í kvöld. Vísir/Auðunn Grindavík og Haukar mættust í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld en þetta var leikur í tuttugustu umferð í Domino´s-deild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar sátu í níunda sæti fyrir leikinn í kvöld en þeir eru í baráttu við Snæfell um að komast í úrslitakeppnina. Haukar voru í fjórða sæti fyrir leikinn í kvöld en þeir hafa verið á mikilli siglingu og unnið fimm síðustu leiki. Haukar byrjuðu leikinn að krafti og gáfu ekkert eftir í upphafi leiks en að sama skapi voru Grindvíkingar hikandi í sýnum aðgerðum. Haukar voru fastir fyrir í vörninni og komust Grindvíkingar lítið áleiðis í sókninni og voru þvingaðir oft á tíðum í erfið skot. Í upphafi var jafnræði með liðunum og greinilegt að mikið væri í húfi en það var aðeins í upphafi. Hægt og rólega sigu Haukamenn fram úr Grindvíkingum og skorðu nánast í hverri sókn meðan fátt gekk upp hjá heimamönnum. Staðan eftir 1. leikhluta var 16-25 Sama var uppi á teningnum í 3. leikhluta, Haukar skrefum á undan í öllu. Undir lok fyrri hálfleik voru Haukamenn komnir með rúm tuttugu stiga forskot og Grindvíkingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Það var alveg sama hvað þeir gerðu alltaf fundu Haukar auðvelda körfu. Hvorki gekk né rak hjá Grindvíkingum í fyrri hálfleik og voru þeir oftar en ekki þvingaðir í erfið skot en nokkrum sinnum kom það fyrir að þeir náðu ekki skoti áður en skotklukkan kláraðist. Grindvíkingar réðu ekkert við Emil Barja sem endaði fyrri hálfleikinn með 20 stig en hann klikkaði ekki úr skoti hvort sem var tveggja stiga skot eða þriggja stiga skot, allt fór ofaní. Hjá Grindvíkingum var lítið um fína drætti en það var helst Þorleifur Ólafsson sem spilaði að einhverju viti en hann setti 10 stig í fyrri hálfleik. Staðan eftir fyrri hálfleik var 32-54 fyrir Hauka. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleik og juku við forskot sitt. Þeir spiluðu án efa einn af sinn besta leik í vetur eins voru þeir að hitta mjög vel. Segja má að seinni hálfleikurinn hafi verið formsatrið því það var ekkert sem benti til þess að Grindvíkingar ætluðu að gera leik úr þessu í seinni hálfleik. Að loknum 3. leikhluta var staðan orðin 48 - 83 fyrir Hauka og fátt benti til þess að Grindvíkingar gætu snúið við taflinu sér í vil. Grindvíkingar voru ekki bara andlausir heldur einnig kraftlausir og hugmyndasnauðir í sínum leik ekki skal taka af Haukamönnum að þeir spiluðu mjög góða vörn. Til að gera langa sögu stutta gjörsigruðu Haukar Grindvíkinga í kvöld 71 - 105. Maður leiksins var Emil Barja leikmaður Hauka en hann skoraði 35 stig og var með tæplega 90% nýtingu í tveggja - og þriggja stiga skotum. Einnig var Brandon Mobley mjög góður með 21 stig, síðan var allt Haukaliðið að spila vel. Hjá Grindvíkingum var Þorleifur Ólafsson skástur en hann skoraði 12 stig þarf 10 í fyrri hálfleik. Aðrir leikmenn voru mjög langt frá sýnu besta og nú þarf Jóhann Þó Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, stappa stálinu í sína menn fyrir komandi átök.Ívar: Þeir voru fljótir að gefast upp Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sýna menn í kvöld “Það fór allt ofaní og við spiluðum vel, vörnin okkar frábær. Við vorum rosalega góðir í kvöld, flottur leikur að okkar hálfu. Þeir voru fljótir að gefast upp þannig að þetta var eiginlega nokkuð auðvelt fyrir okkur”. Sagði Ívar Ásgrímsson eftir stórsigur sinna manna á Grindavík í kvöld. Með sigrinum í kvöld voru haukar að vinna sinn sjötta leik í röð, það hlítur að gleðja Ívar. “Liðið er að spila vel og það er gleði í liðinu. Við erum með breiðan hóp, getum spilað á mörgum mönnum þannig að okkur hlakkar til úrslitakeppninar. Hvað framhaldið varðar þá eigum við eigum Njarðvík í næsta leik og við vitum aða það verður hörkuleikur” Sagði Ívar að lokum.Emil: Það má segja að það hafi all gengið upp hjá okkur í kvöld Emil Barja átti stórleik í kvöld og var frábæra nýtingu og 35 stig ásamt því að spila nánast óaðfinnanlega í vörn og sókn “Þó að ég hafi spilað vel í kvöld þá er þetta liðsíþrótt en ég var að finna mig vel í kvöld. Við erum með svo marga góða skotmenn þannig að þeir þurftu að hafa fyrir að dekka okkur alla. Þeir féllu af mér í kvöld og ég nýtti mér það” sagði Emil Barja, leikmaður Hauka eftir leikinn á móti Grindavík í kvöld. “Við erum komnir í úrslitakeppnisgírinn, við ætlum að halda áfram að spila svona til þess að koma okkur vel fyrir í deildinni fyrir úrslitakeppnina”. Emil er ánægður með þá sigra sem þeir hafa verið að ná upp á síðkastið “Leikurinn okkar datt niður um mitt tímabil þannig að við töluðum um það að við ætluðum að snúa blaðinu við og það hefur gengið eftir. Það má segja að það hafi allt gengið upp hjá okkur í kvöld”. Sagði Emil eftir sigurinn í kvöld.Ólafur: Ég er alveg mát eftir svona leik Ólafur Þór Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga var orðlaus yfir spilamennsku sinna manna í kvöld “Það gekk ekkert hjá okkur í kvöld, menn voru ekki að leggja sig fram hvorki í vörn né sókn. Ofaná það þá vorum við að hitta illa en þeir mjög vel þannig því fór sem fór. Við vorum að eftir í öllum aðgerðum okkar”. Sagði Ólafur Þór Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir slæmt tap á heimavelli í kvöld en liðið er í baráttu um áttunda sætið í deildinni en það er síðasta sætið í úrslitakeppninni. “Ég veit ekki hvert við höfum eitthvað í þessa úrslitakeppni að gera með svona spilamennsku. Við eigum að geta gert betur og höfum sýnt það í vetur en ég er alveg mát eftir þessa frammistöðu okkar í kvöld. Alveg sama hvað við reyndum það gekk ekkert upp hjá okkur”. sagði Ólafur svekktur með leik sinna manna í kvöldTweets by @visirkarfa5 Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Grindavík og Haukar mættust í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld en þetta var leikur í tuttugustu umferð í Domino´s-deild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar sátu í níunda sæti fyrir leikinn í kvöld en þeir eru í baráttu við Snæfell um að komast í úrslitakeppnina. Haukar voru í fjórða sæti fyrir leikinn í kvöld en þeir hafa verið á mikilli siglingu og unnið fimm síðustu leiki. Haukar byrjuðu leikinn að krafti og gáfu ekkert eftir í upphafi leiks en að sama skapi voru Grindvíkingar hikandi í sýnum aðgerðum. Haukar voru fastir fyrir í vörninni og komust Grindvíkingar lítið áleiðis í sókninni og voru þvingaðir oft á tíðum í erfið skot. Í upphafi var jafnræði með liðunum og greinilegt að mikið væri í húfi en það var aðeins í upphafi. Hægt og rólega sigu Haukamenn fram úr Grindvíkingum og skorðu nánast í hverri sókn meðan fátt gekk upp hjá heimamönnum. Staðan eftir 1. leikhluta var 16-25 Sama var uppi á teningnum í 3. leikhluta, Haukar skrefum á undan í öllu. Undir lok fyrri hálfleik voru Haukamenn komnir með rúm tuttugu stiga forskot og Grindvíkingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Það var alveg sama hvað þeir gerðu alltaf fundu Haukar auðvelda körfu. Hvorki gekk né rak hjá Grindvíkingum í fyrri hálfleik og voru þeir oftar en ekki þvingaðir í erfið skot en nokkrum sinnum kom það fyrir að þeir náðu ekki skoti áður en skotklukkan kláraðist. Grindvíkingar réðu ekkert við Emil Barja sem endaði fyrri hálfleikinn með 20 stig en hann klikkaði ekki úr skoti hvort sem var tveggja stiga skot eða þriggja stiga skot, allt fór ofaní. Hjá Grindvíkingum var lítið um fína drætti en það var helst Þorleifur Ólafsson sem spilaði að einhverju viti en hann setti 10 stig í fyrri hálfleik. Staðan eftir fyrri hálfleik var 32-54 fyrir Hauka. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleik og juku við forskot sitt. Þeir spiluðu án efa einn af sinn besta leik í vetur eins voru þeir að hitta mjög vel. Segja má að seinni hálfleikurinn hafi verið formsatrið því það var ekkert sem benti til þess að Grindvíkingar ætluðu að gera leik úr þessu í seinni hálfleik. Að loknum 3. leikhluta var staðan orðin 48 - 83 fyrir Hauka og fátt benti til þess að Grindvíkingar gætu snúið við taflinu sér í vil. Grindvíkingar voru ekki bara andlausir heldur einnig kraftlausir og hugmyndasnauðir í sínum leik ekki skal taka af Haukamönnum að þeir spiluðu mjög góða vörn. Til að gera langa sögu stutta gjörsigruðu Haukar Grindvíkinga í kvöld 71 - 105. Maður leiksins var Emil Barja leikmaður Hauka en hann skoraði 35 stig og var með tæplega 90% nýtingu í tveggja - og þriggja stiga skotum. Einnig var Brandon Mobley mjög góður með 21 stig, síðan var allt Haukaliðið að spila vel. Hjá Grindvíkingum var Þorleifur Ólafsson skástur en hann skoraði 12 stig þarf 10 í fyrri hálfleik. Aðrir leikmenn voru mjög langt frá sýnu besta og nú þarf Jóhann Þó Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, stappa stálinu í sína menn fyrir komandi átök.Ívar: Þeir voru fljótir að gefast upp Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sýna menn í kvöld “Það fór allt ofaní og við spiluðum vel, vörnin okkar frábær. Við vorum rosalega góðir í kvöld, flottur leikur að okkar hálfu. Þeir voru fljótir að gefast upp þannig að þetta var eiginlega nokkuð auðvelt fyrir okkur”. Sagði Ívar Ásgrímsson eftir stórsigur sinna manna á Grindavík í kvöld. Með sigrinum í kvöld voru haukar að vinna sinn sjötta leik í röð, það hlítur að gleðja Ívar. “Liðið er að spila vel og það er gleði í liðinu. Við erum með breiðan hóp, getum spilað á mörgum mönnum þannig að okkur hlakkar til úrslitakeppninar. Hvað framhaldið varðar þá eigum við eigum Njarðvík í næsta leik og við vitum aða það verður hörkuleikur” Sagði Ívar að lokum.Emil: Það má segja að það hafi all gengið upp hjá okkur í kvöld Emil Barja átti stórleik í kvöld og var frábæra nýtingu og 35 stig ásamt því að spila nánast óaðfinnanlega í vörn og sókn “Þó að ég hafi spilað vel í kvöld þá er þetta liðsíþrótt en ég var að finna mig vel í kvöld. Við erum með svo marga góða skotmenn þannig að þeir þurftu að hafa fyrir að dekka okkur alla. Þeir féllu af mér í kvöld og ég nýtti mér það” sagði Emil Barja, leikmaður Hauka eftir leikinn á móti Grindavík í kvöld. “Við erum komnir í úrslitakeppnisgírinn, við ætlum að halda áfram að spila svona til þess að koma okkur vel fyrir í deildinni fyrir úrslitakeppnina”. Emil er ánægður með þá sigra sem þeir hafa verið að ná upp á síðkastið “Leikurinn okkar datt niður um mitt tímabil þannig að við töluðum um það að við ætluðum að snúa blaðinu við og það hefur gengið eftir. Það má segja að það hafi allt gengið upp hjá okkur í kvöld”. Sagði Emil eftir sigurinn í kvöld.Ólafur: Ég er alveg mát eftir svona leik Ólafur Þór Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga var orðlaus yfir spilamennsku sinna manna í kvöld “Það gekk ekkert hjá okkur í kvöld, menn voru ekki að leggja sig fram hvorki í vörn né sókn. Ofaná það þá vorum við að hitta illa en þeir mjög vel þannig því fór sem fór. Við vorum að eftir í öllum aðgerðum okkar”. Sagði Ólafur Þór Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir slæmt tap á heimavelli í kvöld en liðið er í baráttu um áttunda sætið í deildinni en það er síðasta sætið í úrslitakeppninni. “Ég veit ekki hvert við höfum eitthvað í þessa úrslitakeppni að gera með svona spilamennsku. Við eigum að geta gert betur og höfum sýnt það í vetur en ég er alveg mát eftir þessa frammistöðu okkar í kvöld. Alveg sama hvað við reyndum það gekk ekkert upp hjá okkur”. sagði Ólafur svekktur með leik sinna manna í kvöldTweets by @visirkarfa5
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira