Mikil tækifæri í ævintýraferðamennsku Sæunn Gísladóttir skrifar 2. mars 2016 14:00 Þörf er á aukinni fjárfestingu í ævintýraferðamennsku á Íslandi að mati Cote-Valiquette. vísir/Vilhelm „Ævintýraferðamennska er ein örast vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar í heiminum í dag. Greinin óx um sextíu prósent milli áranna 2011 og 2012. Gríðarlegur tekjur fylgja greininni en ævintýraferðamenn eru að jafnaði betur menntaðir, með hærri tekjur, og eyða talsvert lengri tíma og meiri peningum á ferðalögum sínum en hefðbundnir ferðamenn,“ segir Gabriel Cote-Valiquette. Hann hélt erindi um málið á Iceland Tourism Invest ráðstefnunni í gær. Cote-Valiquette er frá Kanada, hann hefur unnið við ferðamennsku í áratug og er verkefnastjóri yfir námi í ævintýraleiðsögn, sem er námsbraut á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir stöðu ævintýraferðamennsku úti um allan heim og reynslu hans af henni bæði í Bresku Kólumbíu í Kanada og á Íslandi. „Eitt það erfiðasta við ævintýraferðamennsku er að skilgreina hana,“ segir Cote-Valiquette en hann skilgreinir hana sem það að uppfylla tvennt af þrennu, að fela í sér hreyfingu, samskipti við umhverfið eða menningarleg samskipti. Ævintýraferðamennska var metin á rúmlega 250 milljarða Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði rúmlega 32 þúsund milljarða íslenskra króna. Í Bresku Kólumbíu varð sannkölluð sprenging í ævintýraferðamennsku á tíunda áratug síðustu aldar. Starfsmenn greinarinnar lærðu heilmikið af þeirri reynslu og þurftu að skipuleggja sig betur, og meðal annars takmarka aðgengi ferðamanna að ýmsum stöðum. Í dag er greinin þó gríðarlega stór þar, 2.500 fyrirtæki starfa eingöngu í ævintýraferðamennsku í fylkinu, og mikið hefur verið lagt upp úr greininni. Velta af ævintýraferðamönnum nemur tuttugu prósentum af heildarveltu af ferðamönnum á svæðinu. „Ég held að gríðarleg tækifæri séu í greininni á Ísland. Hér er allt sem til þarf til að viðhalda ferðamennsku, meðal annars óspillt náttúra, og rík menning,“ segir Cote-Valiquette. Hann telur að ævintýraferðamennska samrýmist sýn hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hámarka tekjur af ferðaþjónustu og á sama tíma að lágmarka umhverfisáhrif hennar. Hann bendir á að ferðamenn sem sæki í ævintýraferðir vilji að jafnaði vera umhverfisvænni en hefðbundnir ferðamenn. Að erindi Cote-Valiquette loknu hófust pallborðsumræður meðal frumkvöðla á sviði ævintýraferðamennsku hér á landi. Þar kom fram að Ísland er meðal topp fimm landa í ævintýraferðamennsku í heiminum og því sé mikið af tækifærum hér. Þátttakendur sögðu að fjárfestar væru í auknum mæli farnir að skoða þessi fyrirtæki en ekki bara hótel. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að dreifa þessum ferðamönnum vel, og hafa jafnvel takmarkanir við ákveðin svæði, en einnig að hafa í huga að ekki úi og grúi af þeim alls staðar. Þátttakendurnir voru einnig sammála um mikilvægi þess að herða leyfiskröfur til ferðaþjónustuaðila. Á endanum fullyrti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að svo virðist sem ævintýraferðamennska á Íslandi sé að ljúka sínum fyrsta fasa með frumkvöðlum, en núna sé hún að færast á næsta stig með fjárfestum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
„Ævintýraferðamennska er ein örast vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar í heiminum í dag. Greinin óx um sextíu prósent milli áranna 2011 og 2012. Gríðarlegur tekjur fylgja greininni en ævintýraferðamenn eru að jafnaði betur menntaðir, með hærri tekjur, og eyða talsvert lengri tíma og meiri peningum á ferðalögum sínum en hefðbundnir ferðamenn,“ segir Gabriel Cote-Valiquette. Hann hélt erindi um málið á Iceland Tourism Invest ráðstefnunni í gær. Cote-Valiquette er frá Kanada, hann hefur unnið við ferðamennsku í áratug og er verkefnastjóri yfir námi í ævintýraleiðsögn, sem er námsbraut á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir stöðu ævintýraferðamennsku úti um allan heim og reynslu hans af henni bæði í Bresku Kólumbíu í Kanada og á Íslandi. „Eitt það erfiðasta við ævintýraferðamennsku er að skilgreina hana,“ segir Cote-Valiquette en hann skilgreinir hana sem það að uppfylla tvennt af þrennu, að fela í sér hreyfingu, samskipti við umhverfið eða menningarleg samskipti. Ævintýraferðamennska var metin á rúmlega 250 milljarða Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði rúmlega 32 þúsund milljarða íslenskra króna. Í Bresku Kólumbíu varð sannkölluð sprenging í ævintýraferðamennsku á tíunda áratug síðustu aldar. Starfsmenn greinarinnar lærðu heilmikið af þeirri reynslu og þurftu að skipuleggja sig betur, og meðal annars takmarka aðgengi ferðamanna að ýmsum stöðum. Í dag er greinin þó gríðarlega stór þar, 2.500 fyrirtæki starfa eingöngu í ævintýraferðamennsku í fylkinu, og mikið hefur verið lagt upp úr greininni. Velta af ævintýraferðamönnum nemur tuttugu prósentum af heildarveltu af ferðamönnum á svæðinu. „Ég held að gríðarleg tækifæri séu í greininni á Ísland. Hér er allt sem til þarf til að viðhalda ferðamennsku, meðal annars óspillt náttúra, og rík menning,“ segir Cote-Valiquette. Hann telur að ævintýraferðamennska samrýmist sýn hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hámarka tekjur af ferðaþjónustu og á sama tíma að lágmarka umhverfisáhrif hennar. Hann bendir á að ferðamenn sem sæki í ævintýraferðir vilji að jafnaði vera umhverfisvænni en hefðbundnir ferðamenn. Að erindi Cote-Valiquette loknu hófust pallborðsumræður meðal frumkvöðla á sviði ævintýraferðamennsku hér á landi. Þar kom fram að Ísland er meðal topp fimm landa í ævintýraferðamennsku í heiminum og því sé mikið af tækifærum hér. Þátttakendur sögðu að fjárfestar væru í auknum mæli farnir að skoða þessi fyrirtæki en ekki bara hótel. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að dreifa þessum ferðamönnum vel, og hafa jafnvel takmarkanir við ákveðin svæði, en einnig að hafa í huga að ekki úi og grúi af þeim alls staðar. Þátttakendurnir voru einnig sammála um mikilvægi þess að herða leyfiskröfur til ferðaþjónustuaðila. Á endanum fullyrti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að svo virðist sem ævintýraferðamennska á Íslandi sé að ljúka sínum fyrsta fasa með frumkvöðlum, en núna sé hún að færast á næsta stig með fjárfestum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira