Ekki bugast vegna órökrétts ótta Lars Christensen skrifar 2. mars 2016 10:00 Eftir því sem landfræðipólitísk spenna í Úkraínu hefur magnast og stríðið í Sýrlandi virðist versna dag frá degi hef ég hugsað sífellt meira um áhrif slíkra atburða á markaði og hagkerfi. Eitt er að skilja hvað er um að vera og annað að skilja hagfræði slíkra atburða. Hvaða áhrif hefur landfræðipólitísk spenna eða hryðjuverk á fjárfestingar og neysluákvarðanir? Flestum hættir til að gefa sértækar skýringar á efnahagslegum og fjárhagslegum áhrifum slíkra atburða. En það er ekki þannig sem ég myndi líta á þetta. Tækin sem hagfræðingar nota til að skilja verðlagningu bjórs eða eftirspurn eftir fótboltamiðum má einnig nota til að skilja til dæmis sjálfsmorðssprengjuárásir eða hvernig markaðir bregðast við landfræðipólitískri spennu. Þetta var lykilboðskapur nóbelsverðlaunahafans Gary Becker, sem lést 2014. Becker hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði 1992 „fyrir að hafa fært vettvang rekstrarhagfræðilegrar greiningar yfir á margvísleg svið mannlegrar hegðunar og samskipta, þar á meðal hegðunar utan markaða“. Í grein um „Ótta og viðbrögð við hryðjuverkum“ frá 2011, sem hann skrifaði með Yona Rubinstein, sýndi Gary Becker fram á að áhrif hryðjuverka á efnahagsstarfsemi væru oft skammvinn og þótt þau væru kostnaðarsöm gæti fólk lært að hafa stjórn á ótta sínum, og að efnahagshvatar hefðu áhrif á hve vel það tækist. Raungreining þeirra á sjálfsmorðsárásum í Ísrael sýndi að þótt áhrif sjálfsmorðsárása væru mikil fyrst í stað væru áhrifin skammvinn og kæmu til dæmis ekki í veg fyrir að fólk notaði strætisvagna. Kostnaðurinn við að láta undan (órökréttum) ótta væri einfaldlega of mikill svo að þeir sem hugsa rökrétt myndu einfaldlega, og það með réttu, álykta sem svo að hættan á að verða fórnarlamb hryðjuverka væri mjög lítil – jafnvel í Ísrael. Þetta gæti hjálpað okkur að skilja af hverju aukin landfræðipólitísk spenna á undanförnum árum hefur haft tiltölulega lítil áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Það er kostnaðarsamt að viðhalda órökréttum ótta við landfræðipólitískar hættur. Jú, aukin landfræðipólitísk spenna getur vissulega haft neikvæð áhrif á hagkerfi víða um heim, en það er mjög lítil ástæða til að halda að annaðhvort stríðið í Sýrlandi eða bardagar í Úkraínu hafi einhver meiriháttar áhrif á hagkerfi heimsins. Það er ekki ætlunin að vera kaldhæðinn, og á því leikur enginn vafi að við höfum séð gífurlega miklar mannlegar þjáningar bæði í Úkraínu og Sýrlandi, en það ætti ekki að fá okkur til að láta undan órökréttum ótta. Það eru ekki hryðjuverk og landfræðipólitík sem eru líklegust til að leiða til heimskreppu, heldur hættan á mistökum seðlabanka heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Skoðun Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Sjá meira
Eftir því sem landfræðipólitísk spenna í Úkraínu hefur magnast og stríðið í Sýrlandi virðist versna dag frá degi hef ég hugsað sífellt meira um áhrif slíkra atburða á markaði og hagkerfi. Eitt er að skilja hvað er um að vera og annað að skilja hagfræði slíkra atburða. Hvaða áhrif hefur landfræðipólitísk spenna eða hryðjuverk á fjárfestingar og neysluákvarðanir? Flestum hættir til að gefa sértækar skýringar á efnahagslegum og fjárhagslegum áhrifum slíkra atburða. En það er ekki þannig sem ég myndi líta á þetta. Tækin sem hagfræðingar nota til að skilja verðlagningu bjórs eða eftirspurn eftir fótboltamiðum má einnig nota til að skilja til dæmis sjálfsmorðssprengjuárásir eða hvernig markaðir bregðast við landfræðipólitískri spennu. Þetta var lykilboðskapur nóbelsverðlaunahafans Gary Becker, sem lést 2014. Becker hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði 1992 „fyrir að hafa fært vettvang rekstrarhagfræðilegrar greiningar yfir á margvísleg svið mannlegrar hegðunar og samskipta, þar á meðal hegðunar utan markaða“. Í grein um „Ótta og viðbrögð við hryðjuverkum“ frá 2011, sem hann skrifaði með Yona Rubinstein, sýndi Gary Becker fram á að áhrif hryðjuverka á efnahagsstarfsemi væru oft skammvinn og þótt þau væru kostnaðarsöm gæti fólk lært að hafa stjórn á ótta sínum, og að efnahagshvatar hefðu áhrif á hve vel það tækist. Raungreining þeirra á sjálfsmorðsárásum í Ísrael sýndi að þótt áhrif sjálfsmorðsárása væru mikil fyrst í stað væru áhrifin skammvinn og kæmu til dæmis ekki í veg fyrir að fólk notaði strætisvagna. Kostnaðurinn við að láta undan (órökréttum) ótta væri einfaldlega of mikill svo að þeir sem hugsa rökrétt myndu einfaldlega, og það með réttu, álykta sem svo að hættan á að verða fórnarlamb hryðjuverka væri mjög lítil – jafnvel í Ísrael. Þetta gæti hjálpað okkur að skilja af hverju aukin landfræðipólitísk spenna á undanförnum árum hefur haft tiltölulega lítil áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Það er kostnaðarsamt að viðhalda órökréttum ótta við landfræðipólitískar hættur. Jú, aukin landfræðipólitísk spenna getur vissulega haft neikvæð áhrif á hagkerfi víða um heim, en það er mjög lítil ástæða til að halda að annaðhvort stríðið í Sýrlandi eða bardagar í Úkraínu hafi einhver meiriháttar áhrif á hagkerfi heimsins. Það er ekki ætlunin að vera kaldhæðinn, og á því leikur enginn vafi að við höfum séð gífurlega miklar mannlegar þjáningar bæði í Úkraínu og Sýrlandi, en það ætti ekki að fá okkur til að láta undan órökréttum ótta. Það eru ekki hryðjuverk og landfræðipólitík sem eru líklegust til að leiða til heimskreppu, heldur hættan á mistökum seðlabanka heimsins.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun