Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 16:00 Vance Hall. Vísir/Ernir Haukar og Þór Þorlákshöfn spila í kvöld fyrsta leik sinn í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta og er fyrsti leikurinn á heimavelli Hauka á Ásvöllum. Haukar hafa unnið átta síðustu leiki sína í Domino´s deildinni eða alla leiki síðan í lok janúar. Þar á meðal er sannfærandi 24 stiga sigur á Þór 26. febrúar. Haukarnir unnu annars báða leiki sína við Þór í vetur og það með samtals 42 stigum. Þórsliðið skoraði aðeins 66,0 stig að meðaltali í þessum tveimur leikjum. Lykilatriðið að þessum tveimur góðum sigurleikjum Haukaliðsins var án efa hversu vel þeim gekk að stoppa bandaríska bakvörðinn Vance Hall í liði Þórs. Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur eða minna en á móti nokkru öðru liði í deildinni. Hann hitti sem dæmi aðeins úr 3 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leikjunum tveimur. Þórsarar töpuðu þeim 70 mínútum sem Hall spilaði á móti Haukum með samtals 40 stigum en Hall var aðeins í mínus á móti tveimur öðrum liðum í deildinni eða KR (-16) og Keflavík (-10).Plús og mínus hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: FSu +42 ÍR +40 Tindastóll +32 Höttur +30 Njarðvík +23 Snæfell +22 Grindavík +1 Stjarnan +1 Keflavík -10 KR -16Haukar -40Stig í leik hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: Snæfell 32,0 FSu 30,5 Tindastóll 29,0 Stjarnan 27,0 Grindavík 27,0 Keflavík 22,5 ÍR 21,5 KR 21,5 Njarðvík 19,0 Höttur 17,0Haukar 15,5Framlag í leik hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: Tindastóll 35,0 FSu 32,0 Snæfell 31,5 Stjarnan 26,0 Höttur 22,4 Grindavík 21,5 Keflavík 19,0 ÍR 19,0 Njarðvík 18,5 KR 15,0Haukar 14,5 Það segir líka sína sögu að Vance Hall skoraði 27 stig og gaf 6 stoðsendingar þegar Þórsliðið sló Hauka út í átta liða úrslitum Poweadebikarsins í janúar og hann var með 28 stig þegar Þórsliðið vann eins stiga sigur á Haukum í undanúrslitaleik Lengjubikarsins í októberbyrjun. Vance Hall hefur þannig skorað 27,5 stig að meðaltali í sigurleikjum Þórs á móti Haukum í vetur en aðeins 15,5 stig að meðtali í tapleikjunum. Hann er ennfremur með framlag upp á 28 í leik í sigrunum tveimur en aðeins 14,5 í tapleikjunum tveimur. Leikur Haukar og Þórs hefst klukkan 19.15 í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og honum verður gerð góð skil í Körfuboltakvöldinu sem hefst strax á lokinni beinni útsendingu frá leik Stjörnunnar og Njarðvíkur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Helgi Már: Frábært að Ægir sé farinn til Spánar Helgi Már Magnússon segir KR-inga hafa sett tóninn fyrir það sem koma skal hjá meisturunum. 17. mars 2016 22:33 Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Getur einhver stöðvað KR? Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir þrjár af fjórum viðureignum í átta-liða úrslitum Domino’s-deildarinnar vera afar áhugaverðar. Fréttablaðið fékk Inga til að rýna í átta-liða úrslitin sem hefjast í kvöld. 17. mars 2016 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-100 | Stólarnir stálu heimavellinum Tindastóll vann sigur í Sláturhúsinu eftir spennandi leik þar sem Keflavík gafst aldrei upp. 17. mars 2016 21:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 85-67 | Sannfærandi hjá meisturunum KR setti tóninn strax í upphafi í 18 stiga sigri á Grindavík á heimavelli í kvöld en eftir að hafa náð fimmtán stiga forskoti í upphafi leiksins var sigurinn aldrei í hættu. 17. mars 2016 22:15 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Haukar og Þór Þorlákshöfn spila í kvöld fyrsta leik sinn í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta og er fyrsti leikurinn á heimavelli Hauka á Ásvöllum. Haukar hafa unnið átta síðustu leiki sína í Domino´s deildinni eða alla leiki síðan í lok janúar. Þar á meðal er sannfærandi 24 stiga sigur á Þór 26. febrúar. Haukarnir unnu annars báða leiki sína við Þór í vetur og það með samtals 42 stigum. Þórsliðið skoraði aðeins 66,0 stig að meðaltali í þessum tveimur leikjum. Lykilatriðið að þessum tveimur góðum sigurleikjum Haukaliðsins var án efa hversu vel þeim gekk að stoppa bandaríska bakvörðinn Vance Hall í liði Þórs. Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur eða minna en á móti nokkru öðru liði í deildinni. Hann hitti sem dæmi aðeins úr 3 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leikjunum tveimur. Þórsarar töpuðu þeim 70 mínútum sem Hall spilaði á móti Haukum með samtals 40 stigum en Hall var aðeins í mínus á móti tveimur öðrum liðum í deildinni eða KR (-16) og Keflavík (-10).Plús og mínus hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: FSu +42 ÍR +40 Tindastóll +32 Höttur +30 Njarðvík +23 Snæfell +22 Grindavík +1 Stjarnan +1 Keflavík -10 KR -16Haukar -40Stig í leik hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: Snæfell 32,0 FSu 30,5 Tindastóll 29,0 Stjarnan 27,0 Grindavík 27,0 Keflavík 22,5 ÍR 21,5 KR 21,5 Njarðvík 19,0 Höttur 17,0Haukar 15,5Framlag í leik hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: Tindastóll 35,0 FSu 32,0 Snæfell 31,5 Stjarnan 26,0 Höttur 22,4 Grindavík 21,5 Keflavík 19,0 ÍR 19,0 Njarðvík 18,5 KR 15,0Haukar 14,5 Það segir líka sína sögu að Vance Hall skoraði 27 stig og gaf 6 stoðsendingar þegar Þórsliðið sló Hauka út í átta liða úrslitum Poweadebikarsins í janúar og hann var með 28 stig þegar Þórsliðið vann eins stiga sigur á Haukum í undanúrslitaleik Lengjubikarsins í októberbyrjun. Vance Hall hefur þannig skorað 27,5 stig að meðaltali í sigurleikjum Þórs á móti Haukum í vetur en aðeins 15,5 stig að meðtali í tapleikjunum. Hann er ennfremur með framlag upp á 28 í leik í sigrunum tveimur en aðeins 14,5 í tapleikjunum tveimur. Leikur Haukar og Þórs hefst klukkan 19.15 í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og honum verður gerð góð skil í Körfuboltakvöldinu sem hefst strax á lokinni beinni útsendingu frá leik Stjörnunnar og Njarðvíkur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Helgi Már: Frábært að Ægir sé farinn til Spánar Helgi Már Magnússon segir KR-inga hafa sett tóninn fyrir það sem koma skal hjá meisturunum. 17. mars 2016 22:33 Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Getur einhver stöðvað KR? Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir þrjár af fjórum viðureignum í átta-liða úrslitum Domino’s-deildarinnar vera afar áhugaverðar. Fréttablaðið fékk Inga til að rýna í átta-liða úrslitin sem hefjast í kvöld. 17. mars 2016 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-100 | Stólarnir stálu heimavellinum Tindastóll vann sigur í Sláturhúsinu eftir spennandi leik þar sem Keflavík gafst aldrei upp. 17. mars 2016 21:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 85-67 | Sannfærandi hjá meisturunum KR setti tóninn strax í upphafi í 18 stiga sigri á Grindavík á heimavelli í kvöld en eftir að hafa náð fimmtán stiga forskoti í upphafi leiksins var sigurinn aldrei í hættu. 17. mars 2016 22:15 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Helgi Már: Frábært að Ægir sé farinn til Spánar Helgi Már Magnússon segir KR-inga hafa sett tóninn fyrir það sem koma skal hjá meisturunum. 17. mars 2016 22:33
Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00
Getur einhver stöðvað KR? Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir þrjár af fjórum viðureignum í átta-liða úrslitum Domino’s-deildarinnar vera afar áhugaverðar. Fréttablaðið fékk Inga til að rýna í átta-liða úrslitin sem hefjast í kvöld. 17. mars 2016 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-100 | Stólarnir stálu heimavellinum Tindastóll vann sigur í Sláturhúsinu eftir spennandi leik þar sem Keflavík gafst aldrei upp. 17. mars 2016 21:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 85-67 | Sannfærandi hjá meisturunum KR setti tóninn strax í upphafi í 18 stiga sigri á Grindavík á heimavelli í kvöld en eftir að hafa náð fimmtán stiga forskoti í upphafi leiksins var sigurinn aldrei í hættu. 17. mars 2016 22:15
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli