Guðmundur: Ungir leikmenn fara of snemma út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. mars 2016 14:30 Guðmundur í landsleik með Dönum. vísir/getty Leitin að þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið heldur enn áfram og lítið að frétta. Það er líka umræða um að stokka liðið upp enda lykilmenn að komast á aldur. Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur sína skoðun á því hvernig eigi að standa að kynslóðaskiptunum. „Ég tel að það eigi að gera þetta hægt og sígandi. Það tel ég vænlegast. Það er búið að reyna undanfarin ár að taka yngri menn í landsliðið. Ég til að mynda valdi Ólaf Guðmundsson fyrst inn árið 2010,“ segir Guðmundur og bendir á það þetta sé viðkvæm staða. „Það þarf að passa upp á það myndist ekki of mikið bil getulega séð. Ísland var heppið að komast inn á Katar og svo munaði engu að Ísland hefði lent í neðri styrkleikaflokki fyrir HM-umspilið. Það er hættulegt að lenda í því sérstaklega þar sem liðin eru orðin það góð og jöfn. Það er enginn andstæðingur auðveldur fyrirfram finnst mér.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Guðmundur bendir á mikilvægi þess að stíga varlega til jarðar í kynslóðaskiptunum. „Það þarf að yngja markvisst upp en án þess að umbylta liðinu með einni hreyfingu. Ég vona að Ísland lendi ekki í því að að það hætti of margir á of skömmum tíma. Vonandi gefa lykilmenn kost á sér áfram en síðan þarf að taka inn yngri menn. Við eigum frambærilega menn en þetta er ekki einfalt. Það mættu samt vera fleiri góðir menn.“Guðmundur fagnar eftir leik með Íslandi á ÓL 2012.vísir/valliÞað er oft talað um hér heima að leikmenn séu að fara of snemma út. Guðmundur er sammála því að margir séu að fara of snemma út. Það finnst honum vera óþarfi. „Mér finnst við þurfa að halda efnilegustu strákunum lengur heima á Íslandi. Mér finnst menn oft fara of snemma út og lenda þá í miðlungsliðum. Það endar stundum með því að menn koma bara heim aftur,“ segir Guðmundur og bendir á kosti þess að leikmenn spili lengur heima. „Ég tel menn fá góða skólun á Íslandi. Í flestum tilfellum fá leikmenn mjög góða þjálfun og spila stór hlutverk með sínum liðum. Það vantar stundum að menn dragi aðeins andann. Haldi áfram að bæta sig heima og komist síðan að hjá betra liði í útlöndum.“ Það er ekki enn búið að ráða arftaka Arons Kristjánssonar með landsliðið. Guðmundur vill ekki skipta sér af því hvern eigi að ráða en segir engu máli skipta hvort það sé Íslendingur eða útlendingur. „Mikilvægast er að finna hæfan mann með reynslu og þekkingu. Hvort það er Íslendingur eða útlendingur finnst mér ekki skipta máli. Það þarf bara að finna hæfan mann. Þetta er gríðarlega mikilvæg ákvörðun.“ Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Leitin að þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið heldur enn áfram og lítið að frétta. Það er líka umræða um að stokka liðið upp enda lykilmenn að komast á aldur. Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur sína skoðun á því hvernig eigi að standa að kynslóðaskiptunum. „Ég tel að það eigi að gera þetta hægt og sígandi. Það tel ég vænlegast. Það er búið að reyna undanfarin ár að taka yngri menn í landsliðið. Ég til að mynda valdi Ólaf Guðmundsson fyrst inn árið 2010,“ segir Guðmundur og bendir á það þetta sé viðkvæm staða. „Það þarf að passa upp á það myndist ekki of mikið bil getulega séð. Ísland var heppið að komast inn á Katar og svo munaði engu að Ísland hefði lent í neðri styrkleikaflokki fyrir HM-umspilið. Það er hættulegt að lenda í því sérstaklega þar sem liðin eru orðin það góð og jöfn. Það er enginn andstæðingur auðveldur fyrirfram finnst mér.“Sjá einnig: Þetta er eitt heitasta starfið í Danmörku Guðmundur bendir á mikilvægi þess að stíga varlega til jarðar í kynslóðaskiptunum. „Það þarf að yngja markvisst upp en án þess að umbylta liðinu með einni hreyfingu. Ég vona að Ísland lendi ekki í því að að það hætti of margir á of skömmum tíma. Vonandi gefa lykilmenn kost á sér áfram en síðan þarf að taka inn yngri menn. Við eigum frambærilega menn en þetta er ekki einfalt. Það mættu samt vera fleiri góðir menn.“Guðmundur fagnar eftir leik með Íslandi á ÓL 2012.vísir/valliÞað er oft talað um hér heima að leikmenn séu að fara of snemma út. Guðmundur er sammála því að margir séu að fara of snemma út. Það finnst honum vera óþarfi. „Mér finnst við þurfa að halda efnilegustu strákunum lengur heima á Íslandi. Mér finnst menn oft fara of snemma út og lenda þá í miðlungsliðum. Það endar stundum með því að menn koma bara heim aftur,“ segir Guðmundur og bendir á kosti þess að leikmenn spili lengur heima. „Ég tel menn fá góða skólun á Íslandi. Í flestum tilfellum fá leikmenn mjög góða þjálfun og spila stór hlutverk með sínum liðum. Það vantar stundum að menn dragi aðeins andann. Haldi áfram að bæta sig heima og komist síðan að hjá betra liði í útlöndum.“ Það er ekki enn búið að ráða arftaka Arons Kristjánssonar með landsliðið. Guðmundur vill ekki skipta sér af því hvern eigi að ráða en segir engu máli skipta hvort það sé Íslendingur eða útlendingur. „Mikilvægast er að finna hæfan mann með reynslu og þekkingu. Hvort það er Íslendingur eða útlendingur finnst mér ekki skipta máli. Það þarf bara að finna hæfan mann. Þetta er gríðarlega mikilvæg ákvörðun.“
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira