Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Ingvar Haraldsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Steinþór Pálsson hyggst starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm „Við höfum ekkert skoðað það,” sagði Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, á mánudaginn um hvort til greina kæmi að gera breytingar á bankaráði eða yfirstjórn Landsbankans vegna Borgunarmálsins. Bankasýslan greindi fjárlaganefnd á mánudagsmorgun frá bréfi sem hún hefði sent bankaráði Landsbankans. Þar kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi.Sjá einnig: Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Í gærkvöldi tilkynntu svo fimm bankaráðsmenn að þeir myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi í apríl. Þeirra á meðal var Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins. Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að áður en bréf Bankasýslunnar til bankaráðsins hefði verið afhent fyrir helgi hafi Lárus boðað Tryggva á sinn fund með þau skilaboð að það eina sem dygði væri að segja Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, upp og að formaður og varaformaður bankaráðsins myndu víkja.Sjá einnig: Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust „Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest,“ segir í yfirlýsingu fimmmenninganna. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.“ „Við bíðum eftir því að fá þessar tillögur, eða hugmyndir, frá bankaráðinu og þá veltum við vöngum yfir næstu skrefum þegar það er komið,” sagði Lárus á mánudaginn, en bankaráðinu var gefið til mánaðamóta til að bregðast við bréfi Bankasýslunnar. Í kjölfar yfirlýsingar bankaráðsmannanna í gærkvöldi sendi Steinþór frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann myndi starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Sjá meira
„Við höfum ekkert skoðað það,” sagði Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, á mánudaginn um hvort til greina kæmi að gera breytingar á bankaráði eða yfirstjórn Landsbankans vegna Borgunarmálsins. Bankasýslan greindi fjárlaganefnd á mánudagsmorgun frá bréfi sem hún hefði sent bankaráði Landsbankans. Þar kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi.Sjá einnig: Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Í gærkvöldi tilkynntu svo fimm bankaráðsmenn að þeir myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi í apríl. Þeirra á meðal var Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins. Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að áður en bréf Bankasýslunnar til bankaráðsins hefði verið afhent fyrir helgi hafi Lárus boðað Tryggva á sinn fund með þau skilaboð að það eina sem dygði væri að segja Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, upp og að formaður og varaformaður bankaráðsins myndu víkja.Sjá einnig: Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust „Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest,“ segir í yfirlýsingu fimmmenninganna. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.“ „Við bíðum eftir því að fá þessar tillögur, eða hugmyndir, frá bankaráðinu og þá veltum við vöngum yfir næstu skrefum þegar það er komið,” sagði Lárus á mánudaginn, en bankaráðinu var gefið til mánaðamóta til að bregðast við bréfi Bankasýslunnar. Í kjölfar yfirlýsingar bankaráðsmannanna í gærkvöldi sendi Steinþór frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann myndi starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Sjá meira
Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00
Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53
Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33
Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45
Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12