Enn ein nasistamyndin Atli Sigurjónsson skrifar 16. mars 2016 11:30 Hitler var vondur og nasistarnir voru flestir heilaþvegnir, þetta ristir í raun ekki mikið dýpra en það. Kvikmyndir 13 Minutes Leikstjóri: Oliver Hirschbiegel Handrit: Léonie-Claire Breinersdorfer og Fred Breinersdorfer Aðalleikarar: Christian Friedel, Katharina Schüttler, Burghart Klaussner og Johann Von Bülow. Opnunarmynd Þýskra daga þetta árið er 13 Minutes (Elser á frummálinu) eftir Oliver Hirschbiegel en hann er líklega þekktastur fyrir mynd sína Der Untergang sem fjallar um síðustu daga Hitlers. Eftir smá útúrdúr í Hollywood er hann kominn aftur til heimalandsins og á svipuðum slóðum og í Der Untergang. 13 Minutes segir frá George Elser nokkrum sem er lítt þekktur í mannkynssögunni (utan Þýskalands a.m.k.) þrátt fyrir að hafa gert tilraun til að ráða sjálfan Hitler af dögum og það í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Myndin byrjar á því að Elser er gripinn glóðvolgur af nasistunum og síðan er farið aftur í tímann og við kynnumst sögu Elser og aðdragandanum að tilræðinu. Þetta er sannarlega safaríkt viðfangsefni og myndin er líka ágætis innsýn í lífið í Þýskalandi nasismans áður en seinni heimsstyrjöldin braust út, eitthvað sem hefur í raun frekar lítið sést í kvikmyndum. Hér koma gyðingar lítið við sögu enda voru þeir alls ekki einu fórnarlömbin og kominn tími á að kynnast fleiri fórnarlömbum. En þrátt fyrir þetta safaríka viðfangsefni nær 13 Minutes aldrei almennilegu flugi þar sem hún er í raun frekar hefðbundin. Myndin er mjög áferðarfalleg, fagmannlega gerð tæknilega og mjög vel leikin, Christian Friedel er t.d. frekar magnaður í aðalhlutverkinu. En það er bara alls ekki nóg þar sem matreiðslan á efninu er einkar klisjukennd og andlaus.Sjá einnig:Þýskir dagar langvinsælustu kvikmyndadagarnir í Bíó Paradís Hér kemur lítið á óvart og allt er á yfirborðinu. Myndin spilar sig sem djúpa en í raun er allt útskýrt, hlutirnir yfirleitt sagðir berum orðum og fátt fer á milli mála. Flestallt sem er gert hérna hefur verið gert áður og betur. Myndin er flott en karakterlaus, stílhrein en óeftirminnileg. Uppbyggingin er líka alls ekki nógu sterk þar sem byggt er upp á hlutum sem eru augljósir frá upphafi. 13 Minutes nær þó að halda athygli manns mestallan tímann, þar sem efnið er það athyglisvert að erfitt væri að gera leiðinlega mynd úr því. Þetta virkar svosem sem hrein afþreying. En hún ætlar sér stærri hluti en það en tekst það bara hreint ekki. Það hefði verið hægt að gera mun betri mynd úr þessu efni. 13 Minutes er ein af þessum myndum sem virðast vera mun betri en þær eru. Hún nær að blekkja mann í smástund og byrjar vel en fljótt kemur í ljós að þetta er bara enn ein nasistamyndin. Hitler var vondur og nasistarnir voru flestir heilaþvegnir, þetta ristir í raun ekki mikið dýpra en það. Líklega er málið að myndin er að reyna að segja of mikið, fer yfir mörg ár í ævi Elser og reynir að skýra bæði nasistana, andspyrnuna og sjálfan Elser sem og einkalíf hans. Kannski fer það Hirschbiegel betur að einfalda hlutina, eins og í Der Untergang sem gerðist á nokkrum dögum og fjallaði bara um nasistana.Niðurstaða: Myndin er mjög fagmannlega gerð og stórvel leikin en í grunninn er þetta bara enn ein nasistamyndin og gerir lítið sem hefur ekki verið gert áður og betur. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Þrettán mínútum frá því að drepa Hitler "Þetta er í sjötta sinn sem við stöndum fyrir Þýskum kvikmyndadögum og þetta eru langvinsælustu kvikmyndadagarnir á hverju einasta ári í Bíói Paradís,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 8. mars 2016 10:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir 13 Minutes Leikstjóri: Oliver Hirschbiegel Handrit: Léonie-Claire Breinersdorfer og Fred Breinersdorfer Aðalleikarar: Christian Friedel, Katharina Schüttler, Burghart Klaussner og Johann Von Bülow. Opnunarmynd Þýskra daga þetta árið er 13 Minutes (Elser á frummálinu) eftir Oliver Hirschbiegel en hann er líklega þekktastur fyrir mynd sína Der Untergang sem fjallar um síðustu daga Hitlers. Eftir smá útúrdúr í Hollywood er hann kominn aftur til heimalandsins og á svipuðum slóðum og í Der Untergang. 13 Minutes segir frá George Elser nokkrum sem er lítt þekktur í mannkynssögunni (utan Þýskalands a.m.k.) þrátt fyrir að hafa gert tilraun til að ráða sjálfan Hitler af dögum og það í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Myndin byrjar á því að Elser er gripinn glóðvolgur af nasistunum og síðan er farið aftur í tímann og við kynnumst sögu Elser og aðdragandanum að tilræðinu. Þetta er sannarlega safaríkt viðfangsefni og myndin er líka ágætis innsýn í lífið í Þýskalandi nasismans áður en seinni heimsstyrjöldin braust út, eitthvað sem hefur í raun frekar lítið sést í kvikmyndum. Hér koma gyðingar lítið við sögu enda voru þeir alls ekki einu fórnarlömbin og kominn tími á að kynnast fleiri fórnarlömbum. En þrátt fyrir þetta safaríka viðfangsefni nær 13 Minutes aldrei almennilegu flugi þar sem hún er í raun frekar hefðbundin. Myndin er mjög áferðarfalleg, fagmannlega gerð tæknilega og mjög vel leikin, Christian Friedel er t.d. frekar magnaður í aðalhlutverkinu. En það er bara alls ekki nóg þar sem matreiðslan á efninu er einkar klisjukennd og andlaus.Sjá einnig:Þýskir dagar langvinsælustu kvikmyndadagarnir í Bíó Paradís Hér kemur lítið á óvart og allt er á yfirborðinu. Myndin spilar sig sem djúpa en í raun er allt útskýrt, hlutirnir yfirleitt sagðir berum orðum og fátt fer á milli mála. Flestallt sem er gert hérna hefur verið gert áður og betur. Myndin er flott en karakterlaus, stílhrein en óeftirminnileg. Uppbyggingin er líka alls ekki nógu sterk þar sem byggt er upp á hlutum sem eru augljósir frá upphafi. 13 Minutes nær þó að halda athygli manns mestallan tímann, þar sem efnið er það athyglisvert að erfitt væri að gera leiðinlega mynd úr því. Þetta virkar svosem sem hrein afþreying. En hún ætlar sér stærri hluti en það en tekst það bara hreint ekki. Það hefði verið hægt að gera mun betri mynd úr þessu efni. 13 Minutes er ein af þessum myndum sem virðast vera mun betri en þær eru. Hún nær að blekkja mann í smástund og byrjar vel en fljótt kemur í ljós að þetta er bara enn ein nasistamyndin. Hitler var vondur og nasistarnir voru flestir heilaþvegnir, þetta ristir í raun ekki mikið dýpra en það. Líklega er málið að myndin er að reyna að segja of mikið, fer yfir mörg ár í ævi Elser og reynir að skýra bæði nasistana, andspyrnuna og sjálfan Elser sem og einkalíf hans. Kannski fer það Hirschbiegel betur að einfalda hlutina, eins og í Der Untergang sem gerðist á nokkrum dögum og fjallaði bara um nasistana.Niðurstaða: Myndin er mjög fagmannlega gerð og stórvel leikin en í grunninn er þetta bara enn ein nasistamyndin og gerir lítið sem hefur ekki verið gert áður og betur.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Þrettán mínútum frá því að drepa Hitler "Þetta er í sjötta sinn sem við stöndum fyrir Þýskum kvikmyndadögum og þetta eru langvinsælustu kvikmyndadagarnir á hverju einasta ári í Bíói Paradís,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 8. mars 2016 10:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þrettán mínútum frá því að drepa Hitler "Þetta er í sjötta sinn sem við stöndum fyrir Þýskum kvikmyndadögum og þetta eru langvinsælustu kvikmyndadagarnir á hverju einasta ári í Bíói Paradís,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 8. mars 2016 10:30