Domino's deildirnar gefa stoðsendingu á HeForShe í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 14:37 Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á fundinum. Mynd/KKÍ/Gunnar Freyr Steinsson Domino´s deildirnar og UN Women verða í samstarfi á meðan úrslitakeppnir karla og kvenna í körfubolta standa yfir en úrslitakeppni karla hefst á fimmtudaginn. KKÍ og Domino's ætla að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn kynjamisrétti og skora á sérstaklega íslenska karla til að ganga til liðs við baráttuna og skrá sig á HeForShe.is. HeForShe setti mikinn svip á blaðamannafundin í dag þar sem leikmenn liðann klæddust bleikum bol merktum átakinu. Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á fundinum og hétu því þar með að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut kynjanna á á öllum vígstöðvum.Mynd/KKÍ/Gunnar Freyr SteinssonFréttatilkynningin: Samstarf UN Women og Domino´s deildanna Í dag var haldinn blaðamannafundur vegna komandi úrslitakeppni Domino´s deildar karla sem hefst núna á fimmtudaginn. Á fundinum var nýtt samstarfsverkefni kynnt til leiks þar sem Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á fundinum og hétu því þar með að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut kynjanna á á öllum vígstöðvum. En markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is „Hingað til hefur gjarnan verið litið á þessa baráttu sem einkamál kvenna. Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður kynjajafnrétti náð í heiminum árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að kynjajafnrétti verði náð helmingi hraðar. Það hefur verið margsannað að íþróttaiðkun og þar með talið körfuboltaiðkun brýtur niður staðlaðar hugmyndir um kynin, eykur sjálfstraust stelpna og stráka og ýtir undir leiðtogahæfni. Fyrir vikið fögnum við sérstaklega þessu frábæra samstarfi,“ segir Marta Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun fyrir úrslitakeppnum Domino´s deildanna og núna er tilhlökkunin enn skemmtilegri og meiri með samstarfinu við HeForShe. Í undirbúningnum á þessu samstarfi höfumvið verið svo heppin að kynnast enn betur þessu þarfa átaki og að fá karlmenn sérstaklega til aðláta í sér heyra í baráttunni fyrri kynjajafnrétti. Jafnframt erum við í körfuboltanum afar stolt af því að UN Women hafi valið það að koma í samstarf við Domino´s deildina til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Mig langar að hvetja alla karlmenn í íþróttum, ekki bara í körfubolta, til að skrá sig á vefnum www.heforshe.is og gerast þannig boðberar kynjajafnréttis,“ segir Hannes S. Jónsson formaður KKÍ. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrirkynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikiðmeð niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Domino´s deildirnar og UN Women verða í samstarfi á meðan úrslitakeppnir karla og kvenna í körfubolta standa yfir en úrslitakeppni karla hefst á fimmtudaginn. KKÍ og Domino's ætla að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn kynjamisrétti og skora á sérstaklega íslenska karla til að ganga til liðs við baráttuna og skrá sig á HeForShe.is. HeForShe setti mikinn svip á blaðamannafundin í dag þar sem leikmenn liðann klæddust bleikum bol merktum átakinu. Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á fundinum og hétu því þar með að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut kynjanna á á öllum vígstöðvum.Mynd/KKÍ/Gunnar Freyr SteinssonFréttatilkynningin: Samstarf UN Women og Domino´s deildanna Í dag var haldinn blaðamannafundur vegna komandi úrslitakeppni Domino´s deildar karla sem hefst núna á fimmtudaginn. Á fundinum var nýtt samstarfsverkefni kynnt til leiks þar sem Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á fundinum og hétu því þar með að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut kynjanna á á öllum vígstöðvum. En markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is „Hingað til hefur gjarnan verið litið á þessa baráttu sem einkamál kvenna. Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður kynjajafnrétti náð í heiminum árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að kynjajafnrétti verði náð helmingi hraðar. Það hefur verið margsannað að íþróttaiðkun og þar með talið körfuboltaiðkun brýtur niður staðlaðar hugmyndir um kynin, eykur sjálfstraust stelpna og stráka og ýtir undir leiðtogahæfni. Fyrir vikið fögnum við sérstaklega þessu frábæra samstarfi,“ segir Marta Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun fyrir úrslitakeppnum Domino´s deildanna og núna er tilhlökkunin enn skemmtilegri og meiri með samstarfinu við HeForShe. Í undirbúningnum á þessu samstarfi höfumvið verið svo heppin að kynnast enn betur þessu þarfa átaki og að fá karlmenn sérstaklega til aðláta í sér heyra í baráttunni fyrri kynjajafnrétti. Jafnframt erum við í körfuboltanum afar stolt af því að UN Women hafi valið það að koma í samstarf við Domino´s deildina til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Mig langar að hvetja alla karlmenn í íþróttum, ekki bara í körfubolta, til að skrá sig á vefnum www.heforshe.is og gerast þannig boðberar kynjajafnréttis,“ segir Hannes S. Jónsson formaður KKÍ. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrirkynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikiðmeð niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum