Vantar fleiri stelpur í atvinnumennskuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2016 06:00 Thea Imani Sturludóttir sýndi í gær að hún er ein af framtíðarstúlkunum í íslenska landsliðinu. vísir/ernir „Eins og leikurinn þróaðist þá áttum við að vera að löngu búin að gera út um þennan leik. Við klúðruðum örugglega 20 dauðafærum í leiknum,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir nauman 20-19 sigur á Sviss í gær. Ramune Pekarskyte skoraði sigurmark liðsins en stjarna leiksins var Florentina Stanciu sem varði 25 skot í íslenska markinu og var með hátt í 60 prósent markvörslu. Geggjuð frammistaða.Þarf margt að ganga upp Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í undankeppni EM. Liðið var búið að tapa þrem leikjum í röð áður en kom að leiknum í gær. Stelpurnar eiga því enn möguleika á að komast áfram en sú von er þó veik enda eru hin liðin í riðlinum mun sterkari en Sviss. „Það þarf margt að ganga upp ef við eigum að fara áfram. Ef þessi leikur hefði tapast þá væri þetta búið. Það var mjög jákvætt að ná í sigur eftir það sem á undan var gengið.“ Ágúst segir að það eigi sínar skýringar af hverju hafi ekki gengið betur í þessari undankeppni en raun ber vitni. „Við höfum ekki mikið viljað tala um það en það vantar sterka leikmenn í liðið. Leikmenn eins og Rut Jónsdóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur sem eru sterkar skyttur. Það munar um það og svo vantar Þóreyju Rósu líka. Breiddin er ekkert svakalega mikil en til framtíðar þá er fullt af flottum leikmönnum að koma upp. Það er heilmikil framtíð í þessu liði,“ segir Ágúst.Vildi komast oftar í lokakeppni Stelpurnar komust í lokakeppni stórmóts árin 2010, 2011 og 2012. Síðan hefur ekki gengið að koma liðinu alla leið. Er Ísland að dragast aftur úr öðrum liðum í kvennaboltanum? „Auðvitað hefðum við viljað vera inni á fleiri stórmótum. Við vorum mjög nálægt því fyrir síðasta EM. Við erum aðeins að narta í hælana á hinum liðunum en auðvitað hefðum við viljað vera oftar með á stórmótum,“ segir landsliðsþjálfarinn. En hvað þarf til að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu?Vantar fleiri atvinnumenn „Við þurfum að fá fleiri sterka leikmenn. Við vorum með fleiri stelpur að spila erlendis og það hafa leikmenn verið að koma heim aftur. Þær stelpur sem eru að spila úti eru að æfa með betri leikmönnum og allar æfingar eru erfiðari. Mitt mat er að við þurfum að koma fleiri stelpum út sem eru að komast í landsliðsklassa. Stelpur eins og Hrafnhildur Hanna, Thea og fleiri stelpur. Það mun síðan auka gæðin í landsliðinu. Það að við séum án sterkra leikmanna núna eykur samt breiddina í landsliðinu núna sem er mjög gott til lengri tíma litið.“Hættir hann í sumar? Ágúst er með samning við HSÍ fram á sumarið en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá landsliðinu síðan 2011. Heyrst hefur að hann ætli sér að hætta með liðið er samningurinn rennur út. „Ég er nú bráðum búinn að vera með liðið í sex ár. Við munum skoða það og það er ekki tímabært að ræða þessi mál núna. Á einhverjum tímapunkti þarf samt að skipta um þjálfara,“ segir Ágúst og þverneitaði að ræða frekar um að hann væri að hætta. Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Eins og leikurinn þróaðist þá áttum við að vera að löngu búin að gera út um þennan leik. Við klúðruðum örugglega 20 dauðafærum í leiknum,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir nauman 20-19 sigur á Sviss í gær. Ramune Pekarskyte skoraði sigurmark liðsins en stjarna leiksins var Florentina Stanciu sem varði 25 skot í íslenska markinu og var með hátt í 60 prósent markvörslu. Geggjuð frammistaða.Þarf margt að ganga upp Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í undankeppni EM. Liðið var búið að tapa þrem leikjum í röð áður en kom að leiknum í gær. Stelpurnar eiga því enn möguleika á að komast áfram en sú von er þó veik enda eru hin liðin í riðlinum mun sterkari en Sviss. „Það þarf margt að ganga upp ef við eigum að fara áfram. Ef þessi leikur hefði tapast þá væri þetta búið. Það var mjög jákvætt að ná í sigur eftir það sem á undan var gengið.“ Ágúst segir að það eigi sínar skýringar af hverju hafi ekki gengið betur í þessari undankeppni en raun ber vitni. „Við höfum ekki mikið viljað tala um það en það vantar sterka leikmenn í liðið. Leikmenn eins og Rut Jónsdóttur og Birnu Berg Haraldsdóttur sem eru sterkar skyttur. Það munar um það og svo vantar Þóreyju Rósu líka. Breiddin er ekkert svakalega mikil en til framtíðar þá er fullt af flottum leikmönnum að koma upp. Það er heilmikil framtíð í þessu liði,“ segir Ágúst.Vildi komast oftar í lokakeppni Stelpurnar komust í lokakeppni stórmóts árin 2010, 2011 og 2012. Síðan hefur ekki gengið að koma liðinu alla leið. Er Ísland að dragast aftur úr öðrum liðum í kvennaboltanum? „Auðvitað hefðum við viljað vera inni á fleiri stórmótum. Við vorum mjög nálægt því fyrir síðasta EM. Við erum aðeins að narta í hælana á hinum liðunum en auðvitað hefðum við viljað vera oftar með á stórmótum,“ segir landsliðsþjálfarinn. En hvað þarf til að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu?Vantar fleiri atvinnumenn „Við þurfum að fá fleiri sterka leikmenn. Við vorum með fleiri stelpur að spila erlendis og það hafa leikmenn verið að koma heim aftur. Þær stelpur sem eru að spila úti eru að æfa með betri leikmönnum og allar æfingar eru erfiðari. Mitt mat er að við þurfum að koma fleiri stelpum út sem eru að komast í landsliðsklassa. Stelpur eins og Hrafnhildur Hanna, Thea og fleiri stelpur. Það mun síðan auka gæðin í landsliðinu. Það að við séum án sterkra leikmanna núna eykur samt breiddina í landsliðinu núna sem er mjög gott til lengri tíma litið.“Hættir hann í sumar? Ágúst er með samning við HSÍ fram á sumarið en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá landsliðinu síðan 2011. Heyrst hefur að hann ætli sér að hætta með liðið er samningurinn rennur út. „Ég er nú bráðum búinn að vera með liðið í sex ár. Við munum skoða það og það er ekki tímabært að ræða þessi mál núna. Á einhverjum tímapunkti þarf samt að skipta um þjálfara,“ segir Ágúst og þverneitaði að ræða frekar um að hann væri að hætta.
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira