Geirfuglasafn Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunnstef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atlantshafi hefur löngum verið samofið náttúrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk náttúra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri náttúru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vandinn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hugmyndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunarreit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Þess er því óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymdur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunnstef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atlantshafi hefur löngum verið samofið náttúrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk náttúra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri náttúru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vandinn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hugmyndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunarreit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Þess er því óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymdur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun