Viltu eignast metboltann hans Shouse? | Allur ágóðinn rennur til Langveikra barna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2016 19:00 Justin Shouse er stoðsendingakóngur úrvalsdeildarinnar. vísir Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, bætti stoðsendingametið í úrvalsdeildinni fyrr í vetur þegar hann gaf stoðsendingu númer 1.394 í leik á móti Grindavík. Boltinn hefur verið geymdur í myndveri sjónvarpsþáttarins Dominos-Körfuboltakvölds frá því í 16. umferð þegar Shouse bætti metið, en nú verður hann boðinn upp og ágóðinn rennur allur til góðs málefnis. „Síðast sá ég þennan bolta ekki í bestu kringumstæðunum eftir tap gegn Grindavík en afrekið var æðislegt fyrir mig og alla samherja mína og þjálfara á mínum ferli hér á Íslandi. Þetta hefur verið frábær ferð. Ég elska hvað þessi bolti táknar núna og að hann verði boðinn upp fyrir gott málefni“ segir Justin í samtali við Vísi. Shouse fékk sjálfur að velja hvað málefni nyti góðs af ágóðanum sem fæst fyrir boltann. Það eru Langveik börn sem fá allt sem safnast í uppboðinu. „Ég vinn í Alþjóðaskóla Íslands í Garðabæ þannig ég er í kringum börn allan daginn. Maður finnur til með börnum sem eru langveik, en við höfum verið með nokkur börn sem hafa átt í erfiðleikum með heilsuna í gegnum tíðina. Við ætlum því að leggja málefninu Langveik börn lið,“ segir Justin.Tilkynnt var um leið og Justin bætti metið að boltinn yrði á endanum boðið upp. Ónafngreindur aðili er búinn að hafa samband við Vísi og bjóða 100 þúsund krónur. Þeir sem vilja eignast boltann og styrkja langveik börn þurfa því að gera betur en það. „Það er ótrúlegt að heyra þetta. Þegar þetta var kynnt fyrir mér hafði ég ekki hugmynd um hversu miklu væri hægt að safna. Allur peningur væri frábær en að heyra 100 þúsund krónur kemur skemmtilega á óvart,“ segir Justin. „Til viðbótar við það ætla tveir bestu vinir mínir úr Stykkishólmi; Sveinn Davíðsson og Arnþór Pálsson, að gefa hæstbjóðanda 5.000 kr. gjafabréf á veitingastaðinn Skúrinn í Stykkishólmi,“ segir Justin Shouse. Úrslitin úr uppboðinu verða kunngjörð eftir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í úrslitakeppninni á föstudaginn, en Dominos-Körfuboltakvöld verður í beinni útsendingu frá Ásgarði. Ætlar Justin að sjá boltann aftur eftir tapleik? „Við búumst við að vinna leikinn. Við unnum allt tímabilið fyrir heimavallarrétti. Njarðvíkurliðið er gott og við vitum að heimavöllurinn á eftir að skipta máli. Okkur hlakkar til að fá stuðningsmennina okkar á fullt í Ásgarði og gefa okkur alla í þetta. Vonandi verða það svo strákarnir í bláu sem hafa betur,“ segir Justin Shouse.Þeir sem vilja leggja málefninu lið og eignast þennan sögulega bolta geta sent póst á korfuboltakvold@stod2.is. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32 Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta, bætti stoðsendingametið í úrvalsdeildinni fyrr í vetur þegar hann gaf stoðsendingu númer 1.394 í leik á móti Grindavík. Boltinn hefur verið geymdur í myndveri sjónvarpsþáttarins Dominos-Körfuboltakvölds frá því í 16. umferð þegar Shouse bætti metið, en nú verður hann boðinn upp og ágóðinn rennur allur til góðs málefnis. „Síðast sá ég þennan bolta ekki í bestu kringumstæðunum eftir tap gegn Grindavík en afrekið var æðislegt fyrir mig og alla samherja mína og þjálfara á mínum ferli hér á Íslandi. Þetta hefur verið frábær ferð. Ég elska hvað þessi bolti táknar núna og að hann verði boðinn upp fyrir gott málefni“ segir Justin í samtali við Vísi. Shouse fékk sjálfur að velja hvað málefni nyti góðs af ágóðanum sem fæst fyrir boltann. Það eru Langveik börn sem fá allt sem safnast í uppboðinu. „Ég vinn í Alþjóðaskóla Íslands í Garðabæ þannig ég er í kringum börn allan daginn. Maður finnur til með börnum sem eru langveik, en við höfum verið með nokkur börn sem hafa átt í erfiðleikum með heilsuna í gegnum tíðina. Við ætlum því að leggja málefninu Langveik börn lið,“ segir Justin.Tilkynnt var um leið og Justin bætti metið að boltinn yrði á endanum boðið upp. Ónafngreindur aðili er búinn að hafa samband við Vísi og bjóða 100 þúsund krónur. Þeir sem vilja eignast boltann og styrkja langveik börn þurfa því að gera betur en það. „Það er ótrúlegt að heyra þetta. Þegar þetta var kynnt fyrir mér hafði ég ekki hugmynd um hversu miklu væri hægt að safna. Allur peningur væri frábær en að heyra 100 þúsund krónur kemur skemmtilega á óvart,“ segir Justin. „Til viðbótar við það ætla tveir bestu vinir mínir úr Stykkishólmi; Sveinn Davíðsson og Arnþór Pálsson, að gefa hæstbjóðanda 5.000 kr. gjafabréf á veitingastaðinn Skúrinn í Stykkishólmi,“ segir Justin Shouse. Úrslitin úr uppboðinu verða kunngjörð eftir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í úrslitakeppninni á föstudaginn, en Dominos-Körfuboltakvöld verður í beinni útsendingu frá Ásgarði. Ætlar Justin að sjá boltann aftur eftir tapleik? „Við búumst við að vinna leikinn. Við unnum allt tímabilið fyrir heimavallarrétti. Njarðvíkurliðið er gott og við vitum að heimavöllurinn á eftir að skipta máli. Okkur hlakkar til að fá stuðningsmennina okkar á fullt í Ásgarði og gefa okkur alla í þetta. Vonandi verða það svo strákarnir í bláu sem hafa betur,“ segir Justin Shouse.Þeir sem vilja leggja málefninu lið og eignast þennan sögulega bolta geta sent póst á korfuboltakvold@stod2.is.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32 Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. 5. febrúar 2016 21:32
Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni. 5. febrúar 2016 06:00