Körfubolti

Pavel vantaði bara tvær stoðsendingar til að vinna Ægi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Vilhelm
Liðsfélagar úr KR áttu flestar stoðsendingar í deildarkeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en 22. og síðasta umferðin fór fram í gærkvöldi.

Það munaði ekki miklu á KR-ingunum Ægi Þór Steinarssyni og Pavel Ermolinskij og í raun vantaði Pavel bara tvær stoðsendingar í viðbót í gær til að taka efsta sætið af Ægi.

Ægir Þór Steinarsson missti af þremur síðustu umferðunum en var engu að síður sá leikmaður sem gaf bæði flestar stoðsendingar í heildina (130) sem og flestar stoðsendingar að meðaltali í leik (6,84).

Pavel Ermolinskij gaf 101 stoðsendingu í 15 leikjum sem gera 6,73 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hefði hann gefið tvær í viðbót í Seljaskólanum þá hefði Pavel endaði með 103 stoðsendingar eða 6,86 að meðaltali í leik.

Pavel Ermolinskij gaf 9 stoðsendingar á tæpum 29 mínútum í sigrinum á ÍR í gærkvöldi. Hann var með 26 stoðsendingar í síðustu þremur leikjunum eða síðan að Ægir fór til Spánar.

Það er nánast einsdæmi að samherjar skipi tvö efstu sætinu á tölfræðilista hvað þá í stoðsendingum.

Pavel Ermolinskij varð þriðja árið í röð inn á topp tvö í stoðsendingum en hann gaf flestar í fyrravetur og næstflestar tímabilið 2013-14.

Ægir Þór Steinarsson var að vinna þetta í þriðja skiptið á ferlinum en hann var líka með flestar stoðsendingar í leik tímabilin 2009-10 og 2010-11 en þá sem leikmaður Fjölnis.



Flestar stoðsendingar í leik í Domino´s deild karla 2015-16:

1. Ægir Þór Steinarsson, KR         19/130     6.84

2. Pavel Ermolinskij, KR         15/101     6.73

3. Justin Shouse, Stjörnunni        21/117     5.57

4. Valur Orri Valsson, Keflavík     21/116     5.52

5. Kári Jónsson, Haukum         22/121     5.50

6. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík     22/115     5.23

7. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóli     22/112     5.09

8. Emil Barja, Haukum            22/110     5.00

9. Tobin Carberry, Hetti         22/109     4.95

10. Al'lonzo Coleman, Stjörnunni    22/103     4.68




Fleiri fréttir

Sjá meira


×