Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2016 15:08 Svo virðist sem BDSM-fólk hafi fagnað of snemma því að vera orðið fullgildir aðilar að Samtökunum ´78. visir/pjetur Stjórn Samtakanna ´78 ætlar að leggja það til á opnum félagsfundi í kvöld að boðað verði til sérstaks félagsfundar 31. mars þar sem kosning um umdeilda aðild BDSM á Íslandi, að samtökunum, fari fram aftur. Þetta er vegna formgalla á fundarboði á aðalfund þar sem aðildin var samþykkt. Málið hefur vakið mikla athygli og er umdeilt en á laugardag var samþykkt á aðalfundi Samtakanna ´78 að veita BDSM aðild að samtökunum. Eitthvað hefur borið á úrsögnum úr Samtökunum í kjölfar þessa. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og meðal annars birt viðtal við Magnús Hákonarson, formann BDSM á Íslandi, þar sem hann taldi aðildina mikilvægt skref til að útrýma fordómum gegn BDSM-fólki. En, svo virðist sem Magnús hafi fagnað þessum áfanga of snemma. Samtökin hafa gefið út tilkynningu um málið á síðu sinni.Stjórn Samtakanna ´78. Hún leggur til að kosið verði aftur um aðild BDSM á Íslandi.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78Stjórnin leitaði til Bjargar Valgeirsdóttur lögmann sem hefur útbúið minnisblað fyrir stjórnina þar sem hún leitar svara við spurningunni hvort stjórn Samtakanna ´78 hafi verið skylt að leggja umsókn BDSM á Íslandi fyrir aðalfund samtakanna þann 5. mars 2016. Við skoðun á lögmæti aðalfundarins, þar sem aðildin var samþykkt, kom í ljós formgalli á boðun fundarins. Til hans þarf að boða bréflega. Boðun fór hins vegar fram í gegnum tölvupóst, og þó hefð sé fyrir því telst það ekki duga til að aðalfundur teljist lögmætur. Því þarf kosningin að fara fram aftur. Efni félagsfundar yrði þá endurtekin kosningar um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 og Aðild HIN – Hinsegin Norðurlands að Samtökunum auk kosningar aðila til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga. Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Stjórn Samtakanna ´78 ætlar að leggja það til á opnum félagsfundi í kvöld að boðað verði til sérstaks félagsfundar 31. mars þar sem kosning um umdeilda aðild BDSM á Íslandi, að samtökunum, fari fram aftur. Þetta er vegna formgalla á fundarboði á aðalfund þar sem aðildin var samþykkt. Málið hefur vakið mikla athygli og er umdeilt en á laugardag var samþykkt á aðalfundi Samtakanna ´78 að veita BDSM aðild að samtökunum. Eitthvað hefur borið á úrsögnum úr Samtökunum í kjölfar þessa. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og meðal annars birt viðtal við Magnús Hákonarson, formann BDSM á Íslandi, þar sem hann taldi aðildina mikilvægt skref til að útrýma fordómum gegn BDSM-fólki. En, svo virðist sem Magnús hafi fagnað þessum áfanga of snemma. Samtökin hafa gefið út tilkynningu um málið á síðu sinni.Stjórn Samtakanna ´78. Hún leggur til að kosið verði aftur um aðild BDSM á Íslandi.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78Stjórnin leitaði til Bjargar Valgeirsdóttur lögmann sem hefur útbúið minnisblað fyrir stjórnina þar sem hún leitar svara við spurningunni hvort stjórn Samtakanna ´78 hafi verið skylt að leggja umsókn BDSM á Íslandi fyrir aðalfund samtakanna þann 5. mars 2016. Við skoðun á lögmæti aðalfundarins, þar sem aðildin var samþykkt, kom í ljós formgalli á boðun fundarins. Til hans þarf að boða bréflega. Boðun fór hins vegar fram í gegnum tölvupóst, og þó hefð sé fyrir því telst það ekki duga til að aðalfundur teljist lögmætur. Því þarf kosningin að fara fram aftur. Efni félagsfundar yrði þá endurtekin kosningar um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 og Aðild HIN – Hinsegin Norðurlands að Samtökunum auk kosningar aðila til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga.
Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13
Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00
Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08