Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2016 15:08 Svo virðist sem BDSM-fólk hafi fagnað of snemma því að vera orðið fullgildir aðilar að Samtökunum ´78. visir/pjetur Stjórn Samtakanna ´78 ætlar að leggja það til á opnum félagsfundi í kvöld að boðað verði til sérstaks félagsfundar 31. mars þar sem kosning um umdeilda aðild BDSM á Íslandi, að samtökunum, fari fram aftur. Þetta er vegna formgalla á fundarboði á aðalfund þar sem aðildin var samþykkt. Málið hefur vakið mikla athygli og er umdeilt en á laugardag var samþykkt á aðalfundi Samtakanna ´78 að veita BDSM aðild að samtökunum. Eitthvað hefur borið á úrsögnum úr Samtökunum í kjölfar þessa. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og meðal annars birt viðtal við Magnús Hákonarson, formann BDSM á Íslandi, þar sem hann taldi aðildina mikilvægt skref til að útrýma fordómum gegn BDSM-fólki. En, svo virðist sem Magnús hafi fagnað þessum áfanga of snemma. Samtökin hafa gefið út tilkynningu um málið á síðu sinni.Stjórn Samtakanna ´78. Hún leggur til að kosið verði aftur um aðild BDSM á Íslandi.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78Stjórnin leitaði til Bjargar Valgeirsdóttur lögmann sem hefur útbúið minnisblað fyrir stjórnina þar sem hún leitar svara við spurningunni hvort stjórn Samtakanna ´78 hafi verið skylt að leggja umsókn BDSM á Íslandi fyrir aðalfund samtakanna þann 5. mars 2016. Við skoðun á lögmæti aðalfundarins, þar sem aðildin var samþykkt, kom í ljós formgalli á boðun fundarins. Til hans þarf að boða bréflega. Boðun fór hins vegar fram í gegnum tölvupóst, og þó hefð sé fyrir því telst það ekki duga til að aðalfundur teljist lögmætur. Því þarf kosningin að fara fram aftur. Efni félagsfundar yrði þá endurtekin kosningar um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 og Aðild HIN – Hinsegin Norðurlands að Samtökunum auk kosningar aðila til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga. Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Stjórn Samtakanna ´78 ætlar að leggja það til á opnum félagsfundi í kvöld að boðað verði til sérstaks félagsfundar 31. mars þar sem kosning um umdeilda aðild BDSM á Íslandi, að samtökunum, fari fram aftur. Þetta er vegna formgalla á fundarboði á aðalfund þar sem aðildin var samþykkt. Málið hefur vakið mikla athygli og er umdeilt en á laugardag var samþykkt á aðalfundi Samtakanna ´78 að veita BDSM aðild að samtökunum. Eitthvað hefur borið á úrsögnum úr Samtökunum í kjölfar þessa. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og meðal annars birt viðtal við Magnús Hákonarson, formann BDSM á Íslandi, þar sem hann taldi aðildina mikilvægt skref til að útrýma fordómum gegn BDSM-fólki. En, svo virðist sem Magnús hafi fagnað þessum áfanga of snemma. Samtökin hafa gefið út tilkynningu um málið á síðu sinni.Stjórn Samtakanna ´78. Hún leggur til að kosið verði aftur um aðild BDSM á Íslandi.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78Stjórnin leitaði til Bjargar Valgeirsdóttur lögmann sem hefur útbúið minnisblað fyrir stjórnina þar sem hún leitar svara við spurningunni hvort stjórn Samtakanna ´78 hafi verið skylt að leggja umsókn BDSM á Íslandi fyrir aðalfund samtakanna þann 5. mars 2016. Við skoðun á lögmæti aðalfundarins, þar sem aðildin var samþykkt, kom í ljós formgalli á boðun fundarins. Til hans þarf að boða bréflega. Boðun fór hins vegar fram í gegnum tölvupóst, og þó hefð sé fyrir því telst það ekki duga til að aðalfundur teljist lögmætur. Því þarf kosningin að fara fram aftur. Efni félagsfundar yrði þá endurtekin kosningar um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 og Aðild HIN – Hinsegin Norðurlands að Samtökunum auk kosningar aðila til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga.
Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13
Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00
Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08